Njálgurinn er þráðlaga, hvítleitur að lit og er kvendýrið um 10 mm að lengd en karldýrið um 3 mm. Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og í munn annars. Eggin berast milli manna með fingrum, fötum, sængurfötum og leikföngum og þau geta lifað í umhverfinu í allt að þrjár vikur við venjulegan stofuhita. Eggin geta einnig svifið um í loftinu og borist þannig í öndunarfæri og síðan meltingarfæri manna. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfærunum og dýrin ná fullum þroska í neðri hluta þarmanna á 2 til 6 vikum. Kvendýrin skríða síðan út úr endaþarminum, oftast að næturlagi, og verpa eggjum sínum í húðfellingar og festa þau þar með límkenndu efni. Hreyfingar ormanna og límið sem þeir festa eggin með valda kláða. Ekki er með vissu vitað til þess að njálgur valdi öðrum óþægindum en kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni.
Njálgurinn er þráðlaga, hvítleitur að lit og er kvendýrið um 10 mm að lengd en karldýrið um 3 mm. Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og í munn annars. Eggin berast milli manna með fingrum, fötum, sængurfötum og leikföngum og þau geta lifað í umhverfinu í allt að þrjár vikur við venjulegan stofuhita. Eggin geta einnig svifið um í loftinu og borist þannig í öndunarfæri og síðan meltingarfæri manna. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfærunum og dýrin ná fullum þroska í neðri hluta þarmanna á 2 til 6 vikum. Kvendýrin skríða síðan út úr endaþarminum, oftast að næturlagi, og verpa eggjum sínum í húðfellingar og festa þau þar með límkenndu efni. Hreyfingar ormanna og límið sem þeir festa eggin með valda kláða. Ekki er með vissu vitað til þess að njálgur valdi öðrum óþægindum en kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni.