
Mynd af rifbeinum úr bók sem prentuð var í Marburg 1541. Bókin er útlegging á líffærafræði ítalska læknisins og líkskurðarmannsins Mondino dei Luzzi (d. 1326).
Bógarnir voru teknir frá; krofið var tekið sundur fyrir aftan bógana, svo að nokkur rif hvoru megin fylgdu afturhlutanum. Svo var svírinn, hryggurinn aftur að herðakambi, stuttu rifin fremstu og bringan í einu; sá hlutinn nefndist skammrif (steilur á Suðurlandi). (1961:90)Neðanmáls stendur: „krof: þegar skammrif voru af tekin“. Þessi lýsing Jónasar á við skýringu 2. í yngri orðabókunum. Höfundar voru fæddir í sveit og ólust þar upp framan af ævi og hafa án efa oft heyrt orðið skammrif. Síðasta safnið sem ég mun vitna til hér er Íðorðabanki Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (sjá til dæmis málið.is). Þar kemur fram:
skammrif hkÍðorðabankinn er unninn í samvinnu við sérfræðinga í ákveðnum fræðigeinum. Ef farið er inn í Íðorðabankann af slóðinni arnastofnun.is kemur einnig fram tilvísun til Líforðasafns. Þar er gefið samheitið spalarrif og enska heitið ‘asternal rib’. Á Vísindavefnum má finna grein um rifbeinin, meðal annars skammrif, eftir Þuríði Þorbjarnardóttur sem lesandinn sem benti Vísindavefnum á misræmið taldi RÉTTA (hans ritháttur). Þar stendur meðal annars:
[Læknisfræði]
[skilgreining] Fimm neðstu rifin (rif 8-12), þau sem tengjast bringubeini óbeint.
[latína]costae spuriae [VIII-XII],
[enska] false ribs
Næstu þrjú rifjapörin eru kölluð skammrif (e. false ribs). Þau eru örlítið styttri en heilrifin og tengjast hryggnum að aftan.Ekki er þetta alveg í samræmi við orðssafnið í læknisfræði eftir því sem ég best fæ séð en er reyndar hvorki læknir né líffræðingur. Á langri ævi hef ég lært að fella ekki dóma um að eitt sé „rétt“ og annað „rangt“ í notkun orðaforðans sem ég vann við í 40 ár. Mismunandi orðanotkun er vel þekkt, bæði í almennum orðaforða og fræðilegum. Orðabókahöfundarnir á 18. öld og fram á þá 20. ólust upp í sveit og lýsa því sem þeir þekktu. Líffræðingar og læknar lýsa á annan hátt og allt er í besta lagi meðan ekki veldur alvarlegum misskilningi. Ég datt og brotnaði fyrir nokkrum árum og var mér þá sagt að tvö af „fölsku rifbeinunum“ væru brotin. Í raun var mér alveg sama hvort rifbeinin væru sönn eða fölsk og sagði öllum sem heyra vildu að ég væri rifbeinsbrotin. Ekki má gleyma orðasambandinu sem óskað var skýringar á. Orðið skammrif er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggull skammrifi ‘galli fylgir kostum, ókostur er á einhverju’. Í síðara sambandinu merkir böggull ‘byrði, ábaggi’. Ég læt nægja að vitna hér í Merg málsins eftir Jón Friðjónsson prófessor. Merkinguna segir hann vera ‘hængur er á e-u (góðu), annmarki fylgir kostum; e-ð gott hefur sínar neikvæðu hliðar’. Segir Jón að líkingin sé dregin af slátrun sauðfjár. „Efsti hluti bógs (‘bægill, böggull’) gat fylgt skammrifjum (‘bringa, hryggur og fjögur fremstu rifin’) ef klaufalega var farið að við slátrun.“ (2006:128) Vísar hann í rit Halldórs Halldórssonar prófessors um íslensk orðatiltæki. Jón telur að skammrif í orðatiltækinu vísi til einhvers góðs, en böggull standi hins vegar fyrir eitthvað neikvætt. Myndir:
- File:Mundinus, Anatomia Mundini... Wellcome L0027535.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 2.11.2017).
- internal organs and ribcage (front view) | Plate 19 from Med… | Flickr. (Sótt 2.11.2017). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0
- Museo Anatómico. Facultad de Veterinaria. Esqueletos Completos. (Sótt 6.11.2017).