Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?

Sigurður H. Richter og Ingibjörg Hilmarsdóttir

Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr millimetra á lengd.



Giardia duodenalis.

Einfrumungarnir lifa og fjölga sér í smáþörmum manna og fjölmargra dýra. Þeir bera svipuþræði á yfirborðinu sem þeir nota til að synda um í meltingarveginum. Þar leggjast þeir á yfirborðsfrumur þarmanna og valda sjúkdómseinkennum. Einfrumungarnir mynda síðan um sig harðgerða, sporbauglaga þolhjúpa sem berast út í umhverfið með saur hýslanna og þar bíða þeir eftir að berast ofan í næsta hýsil.

Smit verður oftast með saurmenguðu vatni eða fæðu. Í mönnum er meðgöngutími sýkingar 1-4 vikur. Dæmigerð einkenni eru bráður eða langvarandi niðurgangur, vindgangur, kviðverkir, ógleði, uppköst, lystarleysi, þyngdartap og vannæring. Sýking getur einnig verið einkennalaus. Sýkingar eru algengari í börnum en fullorðnum. Sýkingu má greina með skoðun á saursýni. Lyf eru til við þessu sníkjudýri.

Giardia finnst um allan heim í mönnum og fjölmörgum dýrategundum. Enn er ekki vitað með vissu hvort og í hve miklum mæli Giardia smitast á milli manna annars vegar og einstakra dýrategunda hins vegar. Raðgreiningar á erfðaefni Giardia hafa leitt í ljós marga stofna og afbrigði sem eru greinilega mismikið bundnir við ákveðnar dýrategundir, eða hópa dýrategunda, og eru líklega einnig mis-sjúkdómsvaldandi.

Menn smitast oftast með saurmenguðu vatni. Erlendis hafa öðru hvoru komið upp vatnsbornar hópsýkingar þar sem hundruð eða jafnvel þúsundir manna hafa sýkst, eftir að hafa drukkið eða leikið sér í ómeðhöndluðu yfirborðsvatni, menguðu grunnvatni eða sundlaugavatni. Mun sjaldnar má rekja sýkingu til saurmengaðrar fæðu svo sem grænmetis og ávaxta. Sníkjudýrið getur einnig borist á milli einstaklinga með saur-munn smiti. Sést það gjarna í fjölskyldum ungra barna og smitast þá foreldrar venjulega af börnum sínum.



1) 1) Hreyfanleg form einfrumunganna mynda um sig þolhjúp (cyst) í þörmunum og berast þannig út í ytra umhverfi þar sem þeir bíða eftir að komast í hýsil. Hreyfanlegu formin (trophozoites) finnast líka í saur en lifa ekki af utan hýsilsins. 2) Smit verður með saurmenguðu vatni, fæðu eða með beinu saur-munn smiti. 3-4) Einfrumungarnir losna við þolhjúpinn í smáþörmunum, fjölga sér og leggjast á yfirborðsfrumur þarmanna. 5) Þeir mynda svo um sig þolhjúp og berast með saur út í umhverfið og hringrásin hefst að nýju.

Vel er gengið frá flestum vatnsbólum fyrir þéttbýli hér á landi, og ætti vatn í þeim ekki að geta mengast af manna- eða dýrasaur. Þó skal hafa í huga að ef vatnsból eru ekki nægilega vel vernduð fyrir dýrum, saurmenguðu yfirborðsvatni eða frárennsli er alltaf hætta á að sýklar úr meltingarvegi dýra og manna komist í neysluvatnið og geti valdið sýkingum. Rannsóknir á neysluvatni með tilliti til Giardia eru þungar í vöfum og hafa fram að þessu ekki verið framkvæmdar hér á landi. Af þeim sökum er ekki vitað hvort neysluvatn á Íslandi geti verið mengað af Giardia.

Giardia er landlæg í mönnum og ýmsum dýrum á Íslandi, eins og annars staðar. Til skamms tíma hefur þó lítið verið vitað um tíðni og útbreiðslu Giardia hér á landi. Árið 2005 höfðu samtals greinst um 500 tilfelli af Giardia-sýkingum í mönnum á Íslandi frá árinu 1973. Áður fyrr var yfirleitt talið að fólk hefði smitast erlendis, en á undanförnum árum hefur komið í ljós að meira en helmingur sjúklinga hefur smitast hérlendis. Uppspretta hinna innlendu sýkinga er enn óþekkt, það er ekki er vitað hvort menn smitist með vatni og fæðu eða beint frá mönnum og dýrum. Ekki er ólíklegt að fleiri en ein uppspretta komi hér við sögu.

Vitað er að Giardia er algeng í ýmsum spendýrategundum hérlendis en óvíst er hvort, eða hversu mikið, Giardia-stofnar þessara spendýra hér á landi eru smitandi fyrir menn. Enn hefur ekki verið rannsakað nægjanlega vel hvaða stofnar eða afbrigði eru í hinum ýmsu dýrategundum hérlendis.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundar

dýrafræðingur á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

sérfræðilæknir á sýklafræðideild Landspítalans

Útgáfudagur

19.10.2007

Spyrjandi

Guðríður Margrét Guðmundsdóttir

Tilvísun

Sigurður H. Richter og Ingibjörg Hilmarsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?“ Vísindavefurinn, 19. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6857.

Sigurður H. Richter og Ingibjörg Hilmarsdóttir. (2007, 19. október). Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6857

Sigurður H. Richter og Ingibjörg Hilmarsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6857>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?
Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr millimetra á lengd.



Giardia duodenalis.

Einfrumungarnir lifa og fjölga sér í smáþörmum manna og fjölmargra dýra. Þeir bera svipuþræði á yfirborðinu sem þeir nota til að synda um í meltingarveginum. Þar leggjast þeir á yfirborðsfrumur þarmanna og valda sjúkdómseinkennum. Einfrumungarnir mynda síðan um sig harðgerða, sporbauglaga þolhjúpa sem berast út í umhverfið með saur hýslanna og þar bíða þeir eftir að berast ofan í næsta hýsil.

Smit verður oftast með saurmenguðu vatni eða fæðu. Í mönnum er meðgöngutími sýkingar 1-4 vikur. Dæmigerð einkenni eru bráður eða langvarandi niðurgangur, vindgangur, kviðverkir, ógleði, uppköst, lystarleysi, þyngdartap og vannæring. Sýking getur einnig verið einkennalaus. Sýkingar eru algengari í börnum en fullorðnum. Sýkingu má greina með skoðun á saursýni. Lyf eru til við þessu sníkjudýri.

Giardia finnst um allan heim í mönnum og fjölmörgum dýrategundum. Enn er ekki vitað með vissu hvort og í hve miklum mæli Giardia smitast á milli manna annars vegar og einstakra dýrategunda hins vegar. Raðgreiningar á erfðaefni Giardia hafa leitt í ljós marga stofna og afbrigði sem eru greinilega mismikið bundnir við ákveðnar dýrategundir, eða hópa dýrategunda, og eru líklega einnig mis-sjúkdómsvaldandi.

Menn smitast oftast með saurmenguðu vatni. Erlendis hafa öðru hvoru komið upp vatnsbornar hópsýkingar þar sem hundruð eða jafnvel þúsundir manna hafa sýkst, eftir að hafa drukkið eða leikið sér í ómeðhöndluðu yfirborðsvatni, menguðu grunnvatni eða sundlaugavatni. Mun sjaldnar má rekja sýkingu til saurmengaðrar fæðu svo sem grænmetis og ávaxta. Sníkjudýrið getur einnig borist á milli einstaklinga með saur-munn smiti. Sést það gjarna í fjölskyldum ungra barna og smitast þá foreldrar venjulega af börnum sínum.



1) 1) Hreyfanleg form einfrumunganna mynda um sig þolhjúp (cyst) í þörmunum og berast þannig út í ytra umhverfi þar sem þeir bíða eftir að komast í hýsil. Hreyfanlegu formin (trophozoites) finnast líka í saur en lifa ekki af utan hýsilsins. 2) Smit verður með saurmenguðu vatni, fæðu eða með beinu saur-munn smiti. 3-4) Einfrumungarnir losna við þolhjúpinn í smáþörmunum, fjölga sér og leggjast á yfirborðsfrumur þarmanna. 5) Þeir mynda svo um sig þolhjúp og berast með saur út í umhverfið og hringrásin hefst að nýju.

Vel er gengið frá flestum vatnsbólum fyrir þéttbýli hér á landi, og ætti vatn í þeim ekki að geta mengast af manna- eða dýrasaur. Þó skal hafa í huga að ef vatnsból eru ekki nægilega vel vernduð fyrir dýrum, saurmenguðu yfirborðsvatni eða frárennsli er alltaf hætta á að sýklar úr meltingarvegi dýra og manna komist í neysluvatnið og geti valdið sýkingum. Rannsóknir á neysluvatni með tilliti til Giardia eru þungar í vöfum og hafa fram að þessu ekki verið framkvæmdar hér á landi. Af þeim sökum er ekki vitað hvort neysluvatn á Íslandi geti verið mengað af Giardia.

Giardia er landlæg í mönnum og ýmsum dýrum á Íslandi, eins og annars staðar. Til skamms tíma hefur þó lítið verið vitað um tíðni og útbreiðslu Giardia hér á landi. Árið 2005 höfðu samtals greinst um 500 tilfelli af Giardia-sýkingum í mönnum á Íslandi frá árinu 1973. Áður fyrr var yfirleitt talið að fólk hefði smitast erlendis, en á undanförnum árum hefur komið í ljós að meira en helmingur sjúklinga hefur smitast hérlendis. Uppspretta hinna innlendu sýkinga er enn óþekkt, það er ekki er vitað hvort menn smitist með vatni og fæðu eða beint frá mönnum og dýrum. Ekki er ólíklegt að fleiri en ein uppspretta komi hér við sögu.

Vitað er að Giardia er algeng í ýmsum spendýrategundum hérlendis en óvíst er hvort, eða hversu mikið, Giardia-stofnar þessara spendýra hér á landi eru smitandi fyrir menn. Enn hefur ekki verið rannsakað nægjanlega vel hvaða stofnar eða afbrigði eru í hinum ýmsu dýrategundum hérlendis.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir: ...