Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 521 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum?

Líklegast er hér verið að spyrja um áttfætlumaur (Acarina) sem á íslensku er oftast kallaður fjörumaur. Áttfætlumaurar eru eins og nafnið gefur til kynna með átta fætur og teljast ekki til skordýra (insecta) heldur eru skyldir köngulóm, langfætlum og sporðdrekum. Fjörumaurar eru smáir en áberandi áttfætlumaurar...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálf...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconVeðurfræði

Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?

Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr verpa eggjum?

Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau...

category-iconJarðvísindi

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?

Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi. Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag. Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og ...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?

Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Ranns...

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?

Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu. Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóra...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?

Thamar Melanie Heijstra er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hennar einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju. Rannsóknir hennar hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í vísindatímaritum og er hún meðhöfundur að nokkrum bókaköflu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?

Moldvörpur lifa ekki í íslenskri náttúru en finnast víða í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, syðst í Svíþjóð og á Bretlandseyjum, þó ekki á Írlandi. Um er að ræða tegund sem kallast Talpa europaea eða evrópska moldvarpan. Útbreiðsla tegundarinnar nær frá Bretlandseyjum austur í Mið-Rússland og suður til norður...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

Fleiri niðurstöður