Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Thamar Melanie Heijstra er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hennar einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju.

Rannsóknir hennar hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í vísindatímaritum og er hún meðhöfundur að nokkrum bókaköflum sem eru gefnir út af alþjóðlegum útgáfufyrirtækjum. Tvær slíkar bækur munu koma út á árinu. Í bókinni Gender Budgeting in Europe: Development and Progress, sem er gefin út af Palgrave McMillan Publishers, fjalla Thamar og samstarfskonur hennar um kynjafjármál hjá ríkisstofnunum, Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands. Bókin The Precarisation of Research Careers: A Comparative Analysis (2018), útgefandi Taylor & Francis, er með kafla um samanburð milli Háskóla Íslands og fimm annarra evrópskra háskóla varðandi kynjuð fjármál, sem Thamar er meðhöfundur að. Hún hefur meðal annars skrifað tvær fræðigreinar um þann hluta kynjafjármála sem snýr að ólaunuðu starfi innan háskóla en slíkt hefur fengið nafnið „akademísk húsverk“ sem hefur verið tekið upp og notað víðar í fræðaheiminum.

Núverandi rannsóknir Thamar snúa einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju.

Í doktorsverkefninu sínu, „Í leit að jafnvægi. Rannsókn á stöðu kynjanna í íslensku háskólasamfélagi”, skoðar hún samspil fjölskyldu- og atvinnulífs íslenskra háskólakennara í þeim tilgangi að kanna hvort upplýsinga- og samskiptatækni og sveigjanlegur vinnutími auðveldi slíkt samspil. Niðurstöðurnar sýna að þessir tveir hlutir hafa ekki endilega orðið til þess að auðvelda samspilið, þar sem vinnan nær tökum á heimilinu. Konurnar eru hinsvegar líklegri til að nota sveigjanleikann til að sinna fjölskyldunni en karlarnir.

Aðrar rannsóknaráherslur Thamar tengjast vinnuaðstæðum ungs fólks í óvenjulegum störfum, og er hún meðhöfundur að bók sem verið að leggja lokahönd á sem fjallar um það efni á Norðurlöndum.

Thamar hefur kennt aðferðafræði í Háskóla Íslands um árabil og að auki látið kennslumál til sín taka, meðal annars rannsakað vendikennslu og kennslukannanir í háskólanum og birt fræðigreinar um það efni bæði á erlendum og íslenskum vettvangi.

Um þessar mundir leggur Thamar hönd á rannsóknarverkefni sem ber vinnutitilinn „Kennt og rannsakað á jaðrinum“ þar sem reynslumiklir kvenkyns háskólakennarar fá orðið. Hér er verið að skoða háskólaumhverfið síðustu áratugi út frá upplifun og reynslu þeirra.

Thamar er fædd 1981 í Bergen, Hollandi. Hún hóf nám í félagsfræði við Háskóla Íslands 2003 og lauk þaðan BA-prófi 2006, MA-prófi 2008, og doktorsprófi í félagsfræði árið 2013.

Mynd:

  • Úr Safni TH.

Útgáfudagur

25.3.2018

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75559.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. mars). Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75559

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?
Thamar Melanie Heijstra er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hennar einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju.

Rannsóknir hennar hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í vísindatímaritum og er hún meðhöfundur að nokkrum bókaköflum sem eru gefnir út af alþjóðlegum útgáfufyrirtækjum. Tvær slíkar bækur munu koma út á árinu. Í bókinni Gender Budgeting in Europe: Development and Progress, sem er gefin út af Palgrave McMillan Publishers, fjalla Thamar og samstarfskonur hennar um kynjafjármál hjá ríkisstofnunum, Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands. Bókin The Precarisation of Research Careers: A Comparative Analysis (2018), útgefandi Taylor & Francis, er með kafla um samanburð milli Háskóla Íslands og fimm annarra evrópskra háskóla varðandi kynjuð fjármál, sem Thamar er meðhöfundur að. Hún hefur meðal annars skrifað tvær fræðigreinar um þann hluta kynjafjármála sem snýr að ólaunuðu starfi innan háskóla en slíkt hefur fengið nafnið „akademísk húsverk“ sem hefur verið tekið upp og notað víðar í fræðaheiminum.

Núverandi rannsóknir Thamar snúa einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju.

Í doktorsverkefninu sínu, „Í leit að jafnvægi. Rannsókn á stöðu kynjanna í íslensku háskólasamfélagi”, skoðar hún samspil fjölskyldu- og atvinnulífs íslenskra háskólakennara í þeim tilgangi að kanna hvort upplýsinga- og samskiptatækni og sveigjanlegur vinnutími auðveldi slíkt samspil. Niðurstöðurnar sýna að þessir tveir hlutir hafa ekki endilega orðið til þess að auðvelda samspilið, þar sem vinnan nær tökum á heimilinu. Konurnar eru hinsvegar líklegri til að nota sveigjanleikann til að sinna fjölskyldunni en karlarnir.

Aðrar rannsóknaráherslur Thamar tengjast vinnuaðstæðum ungs fólks í óvenjulegum störfum, og er hún meðhöfundur að bók sem verið að leggja lokahönd á sem fjallar um það efni á Norðurlöndum.

Thamar hefur kennt aðferðafræði í Háskóla Íslands um árabil og að auki látið kennslumál til sín taka, meðal annars rannsakað vendikennslu og kennslukannanir í háskólanum og birt fræðigreinar um það efni bæði á erlendum og íslenskum vettvangi.

Um þessar mundir leggur Thamar hönd á rannsóknarverkefni sem ber vinnutitilinn „Kennt og rannsakað á jaðrinum“ þar sem reynslumiklir kvenkyns háskólakennarar fá orðið. Hér er verið að skoða háskólaumhverfið síðustu áratugi út frá upplifun og reynslu þeirra.

Thamar er fædd 1981 í Bergen, Hollandi. Hún hóf nám í félagsfræði við Háskóla Íslands 2003 og lauk þaðan BA-prófi 2006, MA-prófi 2008, og doktorsprófi í félagsfræði árið 2013.

Mynd:

  • Úr Safni TH.

...