Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?

JGÞ

Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi.

Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag.

Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Ómelt fæðan berst þá í ristilinn en þar sundra bakteríur henni og mynda um leið vetni og koltvíildi (koltvíoxíð). Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Loftegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.

Lyktin sem fylgir stundum vindgangi stafar af brennisteinssamböndum sem sumar bakteríur í ristlinum mynda.

Flestir mynda um hálfan til einn og hálfan lítra af lofti á dag og losa það um 14 sinnum yfir daginn. Eðlileg losun á lofti um endaþarmsopið er talin vera frá 14 skiptum upp í 23 skipti.

Hægt er að lesa meira um vindgang í ýtarlegu svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað veldur vindgangi? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.9.2009

Spyrjandi

Linda Björk Árnadóttir, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?“ Vísindavefurinn, 29. september 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53750.

JGÞ. (2009, 29. september). Hvers vegna valda rúsínur vindgangi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53750

JGÞ. „Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53750>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?
Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi.

Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag.

Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Ómelt fæðan berst þá í ristilinn en þar sundra bakteríur henni og mynda um leið vetni og koltvíildi (koltvíoxíð). Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Loftegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.

Lyktin sem fylgir stundum vindgangi stafar af brennisteinssamböndum sem sumar bakteríur í ristlinum mynda.

Flestir mynda um hálfan til einn og hálfan lítra af lofti á dag og losa það um 14 sinnum yfir daginn. Eðlileg losun á lofti um endaþarmsopið er talin vera frá 14 skiptum upp í 23 skipti.

Hægt er að lesa meira um vindgang í ýtarlegu svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað veldur vindgangi? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:...