Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?

Inga Rósa Ragnarsdóttir

Melting er flókið fyrirbæri þar sem fæðan er brotin niður í nýtanlegt form. Niðurbrot fæðunnar hefst í munni, þaðan fer fæðan niður um vélindað í magann þar sem hún er hnoðuð og brotin enn frekar niður. Smáþarmarnir taka svo við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar meltingu er lokið. Þeir eru að jafnaði um sex metra langir í fullorðnum einstaklingi en yfirborðið þar sem upptaka næringarefna fer fram er allt að 300 fermetrar. Þessi mikla stærð skýrist af fellingum í smáþörmunum og þarmatotum á fellingunum.

Um 90% af meltingunni og upptöku næringarefna fer fram í smágirnunum en hin 10% fara fram í maganum og í ristlinum. Öll lífræn næringarefni eru tekin upp í smáþörmunum og mest af þeim ólífrænu. Upptöku ólífrænu næringarefnanna lýkur í ristlinum. Upptaka steinefn fer til að mynda að einhverju leyti fram í ristlinum.

Meltingarvegurinn. Byrjað er að brjóta fæðuna niður í munni en þaðan fer hún niður um vélindað í magann þar sem meltingin byrjar. Smáþarmar halda meltingunni svo áfram og sjá um að taka upp næringarefni úr fæðunni.

Upptaka næringarefnanna fer þannig fram að þau eru brotin niður nógu smátt til þess að þau geti smogið inn í innri veggi smáþarmanna. Þar komast næringarefnin inn í blóðrásina og berast þau þaðan um allan líkamann.

Þuríður Þorbjarnardóttir fjallar um smáþarmana í svörum sínum við spurningunum Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp? og Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram? Stuðst var við báðar þessar spurningar við gerð þessa svars.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Inga Rósa Ragnarsdóttir

MA-nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

23.1.2014

Spyrjandi

Heiða Hlín Björnsdóttir

Tilvísun

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64103.

Inga Rósa Ragnarsdóttir. (2014, 23. janúar). Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64103

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64103>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?
Melting er flókið fyrirbæri þar sem fæðan er brotin niður í nýtanlegt form. Niðurbrot fæðunnar hefst í munni, þaðan fer fæðan niður um vélindað í magann þar sem hún er hnoðuð og brotin enn frekar niður. Smáþarmarnir taka svo við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar meltingu er lokið. Þeir eru að jafnaði um sex metra langir í fullorðnum einstaklingi en yfirborðið þar sem upptaka næringarefna fer fram er allt að 300 fermetrar. Þessi mikla stærð skýrist af fellingum í smáþörmunum og þarmatotum á fellingunum.

Um 90% af meltingunni og upptöku næringarefna fer fram í smágirnunum en hin 10% fara fram í maganum og í ristlinum. Öll lífræn næringarefni eru tekin upp í smáþörmunum og mest af þeim ólífrænu. Upptöku ólífrænu næringarefnanna lýkur í ristlinum. Upptaka steinefn fer til að mynda að einhverju leyti fram í ristlinum.

Meltingarvegurinn. Byrjað er að brjóta fæðuna niður í munni en þaðan fer hún niður um vélindað í magann þar sem meltingin byrjar. Smáþarmar halda meltingunni svo áfram og sjá um að taka upp næringarefni úr fæðunni.

Upptaka næringarefnanna fer þannig fram að þau eru brotin niður nógu smátt til þess að þau geti smogið inn í innri veggi smáþarmanna. Þar komast næringarefnin inn í blóðrásina og berast þau þaðan um allan líkamann.

Þuríður Þorbjarnardóttir fjallar um smáþarmana í svörum sínum við spurningunum Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp? og Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram? Stuðst var við báðar þessar spurningar við gerð þessa svars.

Heimild:

Mynd:

...