Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sofa. Þá hafi oft verið sagt: "Æ, farðu nú að sofa í hausinn á þér, greyið mitt."


Ef flett er upp á leitarvefnum Google kemur sambandið mjög oft fram á bloggsíðum. Þá er til dæmis sagt: "Ég fór svo bara heim að sofa í hausinn á mér", "ætla að láta þetta gott heita í dag … er farin að sofa í hausinn á mér" eða eitthvað í þá veru og af því má ráða að yngra fólk noti orðasambandið um sjálft sig. Ekki er mér ljóst hvernig sambandið er hugsað eða til orðið.

Mynd: Day 71 :: half empty/half full. Flickr.com. Höfundur myndar er Meredith Farmer. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.7.2007

Spyrjandi

Edda Jóhannsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2007, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6712.

Guðrún Kvaran. (2007, 6. júlí). Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6712

Guðrún Kvaran. „Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2007. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6712>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?
Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sofa. Þá hafi oft verið sagt: "Æ, farðu nú að sofa í hausinn á þér, greyið mitt."


Ef flett er upp á leitarvefnum Google kemur sambandið mjög oft fram á bloggsíðum. Þá er til dæmis sagt: "Ég fór svo bara heim að sofa í hausinn á mér", "ætla að láta þetta gott heita í dag … er farin að sofa í hausinn á mér" eða eitthvað í þá veru og af því má ráða að yngra fólk noti orðasambandið um sjálft sig. Ekki er mér ljóst hvernig sambandið er hugsað eða til orðið.

Mynd: Day 71 :: half empty/half full. Flickr.com. Höfundur myndar er Meredith Farmer. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....