Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Moldvörpur lifa ekki í íslenskri náttúru en finnast víða í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, syðst í Svíþjóð og á Bretlandseyjum, þó ekki á Írlandi. Um er að ræða tegund sem kallast Talpa europaea eða evrópska moldvarpan. Útbreiðsla tegundarinnar nær frá Bretlandseyjum austur í Mið-Rússland og suður til norðurhluta bæði Spánar og Ítalíu.

Tvær aðrar tegundir moldvarpa lifa á meginlandi Evrópu en útbreiðslusvæði þeirra eru fjær Íslandi. Þetta eru blindvarpan (Talpa caeca) sem finnst aðallega í löndum við Miðjarðarhafið og spænska moskumoldvarpan (Galemys pyrenaicus) sem lifir í norður- og miðhluta Spánar, í Portúgal, Andorra og Frakklandi (Pýreníafjöllum).

Útbreiðsla evrópsku moldvörpunnar (Talpa europaea).

Dýralíf á Íslandi ber þess merki að landið er eyja lengst norður í hafi og ekki auðvelt fyrir nýjar tegundir landdýra að komast hingað. Refurinn var eina spendýrið sem var hér á landi við landnám, aðrar spendýrategundir hafa borist til landsins með manninum, viljandi eða óviljandi. Ekki er vitað til þess að moldvörpur hafa nokkurn tíma verið fluttar til Íslands og ólíklegt að slíkt yrði leyft enda eru ströng lög um innflutning dýra til landsins. Það er þó ekki hægt að útiloka að einhverjum hafi dottið í hug að smygla moldvörpu til landsins í einhverjum tilgangi en höfundur veit ekki um neinar heimildir um slíkt.

Moldvörpur finnast ekki á Íslandi af því að landið er afskekkt þannig að þær komast ekki hingað sjálfar og þær hafa ekki fengið aðstoð mannsins (svo vitað sé) til þess að komast hingað til lands.

Moldvörpur höfðu áður fyrr slæmt orð á sér þar sem þær voru taldar spilla ræktarlandi og voru því lengi vel álitnar meindýr. Seinni tíma rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þær bæta jarðveg með gangnagerð sinni og eru nú víða friðaðar. Það væri þó afar vafasamt að flytja þær hingað til lands þar sem þær eru ekki hluti af íslenskri náttúru og áhrif þeirra á vistkerfið væru vægast sagt ófyrirséðar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.9.2021

Spyrjandi

Júlía Katla

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 14. september 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82335.

Jón Már Halldórsson. (2021, 14. september). Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82335

Jón Már Halldórsson. „Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?
Moldvörpur lifa ekki í íslenskri náttúru en finnast víða í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, syðst í Svíþjóð og á Bretlandseyjum, þó ekki á Írlandi. Um er að ræða tegund sem kallast Talpa europaea eða evrópska moldvarpan. Útbreiðsla tegundarinnar nær frá Bretlandseyjum austur í Mið-Rússland og suður til norðurhluta bæði Spánar og Ítalíu.

Tvær aðrar tegundir moldvarpa lifa á meginlandi Evrópu en útbreiðslusvæði þeirra eru fjær Íslandi. Þetta eru blindvarpan (Talpa caeca) sem finnst aðallega í löndum við Miðjarðarhafið og spænska moskumoldvarpan (Galemys pyrenaicus) sem lifir í norður- og miðhluta Spánar, í Portúgal, Andorra og Frakklandi (Pýreníafjöllum).

Útbreiðsla evrópsku moldvörpunnar (Talpa europaea).

Dýralíf á Íslandi ber þess merki að landið er eyja lengst norður í hafi og ekki auðvelt fyrir nýjar tegundir landdýra að komast hingað. Refurinn var eina spendýrið sem var hér á landi við landnám, aðrar spendýrategundir hafa borist til landsins með manninum, viljandi eða óviljandi. Ekki er vitað til þess að moldvörpur hafa nokkurn tíma verið fluttar til Íslands og ólíklegt að slíkt yrði leyft enda eru ströng lög um innflutning dýra til landsins. Það er þó ekki hægt að útiloka að einhverjum hafi dottið í hug að smygla moldvörpu til landsins í einhverjum tilgangi en höfundur veit ekki um neinar heimildir um slíkt.

Moldvörpur finnast ekki á Íslandi af því að landið er afskekkt þannig að þær komast ekki hingað sjálfar og þær hafa ekki fengið aðstoð mannsins (svo vitað sé) til þess að komast hingað til lands.

Moldvörpur höfðu áður fyrr slæmt orð á sér þar sem þær voru taldar spilla ræktarlandi og voru því lengi vel álitnar meindýr. Seinni tíma rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þær bæta jarðveg með gangnagerð sinni og eru nú víða friðaðar. Það væri þó afar vafasamt að flytja þær hingað til lands þar sem þær eru ekki hluti af íslenskri náttúru og áhrif þeirra á vistkerfið væru vægast sagt ófyrirséðar.

Myndir:

...