Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?

Jón Már Halldórsson

Moldvörpur (Talpidae) tilheyra ættbálki skordýraæta (Insectivore). Þekktar eru að minnsta kosti 29 tegundir í 12 ættkvíslum. Moldvörpur finnast á þrem afmörkuðum útbreiðslusvæðum: í Evrópu, Asíu og austurhluta Norður-Ameríku. Í Evrópu finnast 3 tegundir. Fyrst skal nefna hina eiginlegu moldvörpu eða evrópsku moldvörpuna (Talpa europaea) sem er algeng í Skandinavíu og í Danmörku en í Evrópu má einnig finna blindvörpuna (Talpa caeca) og spænsku moskusvörpuna (Galemys pyrenaicus).

Moldvörpur grafa sér neðanjarðargöng þar sem þær verja næstum öllu lífi sínu.

Það er sameiginlegt öllum moldvörpum að þær hafa lagað sig að neðanjarðarlífi. Þær grafa sér neðanjarðargöng og verja næstum öllu lífi sínu í göngunum. Þó eru til tegundir sem verja stórum hluta lífsins í vatni.

Moldvörpur eru útbúnar stórum klóm á öllum tám. Líkaminn er ílangur og sívalur og nefið mjótt, pípulaga og nakið. Moldvörpur hafa löng veiðihár. Augu þeirra eru smá og oft hulin húð en þó skynja þær birtu ágætlega. Moldvörpur hafa engin ytri eyru. Framfætur þeirra eru mjög sterkir og geta myndað einhvers konar skóflu til að hjálpa þeim að grafa í jörðina. Hjá fáeinum tegundum hefur þróun framfótanna gengið svo langt að viðbeinið (e. collarbone) er orðið samtengt upphandleggsbeini (e. humerus) í sérstökum lið en þetta þekkist ekki hjá öðrum spendýrum. Eins hefur bringubeinið þróast í að vera mjög sterkbyggt, líkt og hjá fuglum með háan kamb eða kjöl, en við það eru hinir sterklegu vöðvar sem moldvarpan notar til að grafa festir við. Öflugir framfæturnir eru því mjög stuttir. Enn eitt glöggt dæmið um þessa sérstæðu aðlögun að neðanjarðarlífi er að við hliðina á tánni sem svarar til þumalfingurs hefur vaxið aukastuðningsbein. Það að auki er sköflungur og sperrileggur að hluta samvaxnir neðan til.

Evrópska moldvarpan (Talpa europaea).

Evrópska moldvarpan

Evrópska moldvarpan er um 12 cm á lengd. Fengitími hennar er að vori. Þá gerast karldýrin frek og yfirgangssöm og troða sér yfir á yfirráðasvæði annarra karldýra, það er gangakerfi annarra karla. Ef karldýr rekst á annað karldýr í göngunum brjótast út mikil áflog. Rekist karlinn hins vegar á kvendýr þá hefst hið venjubundna tilhugalíf sem oftast endar með mökun. Kvendýrin gera sér neðanjarðarbæli og fæða þar 2-7 unga. Við fæðingu eru ungarnir kviknaktir og hvítir. Við þriggja vikna aldur opnast lítil augu sem eru á stærð við títuprjónshaus og eftir tvo mánuði eru þeir orðnir sjálfbjarga. Eftir got lokast legopið á kvendýrinu með hraðvaxandi frumumyndun og þannig helst kynopið lokað og samgróið fram að næsta fengitíma. Þetta er sjálfsagt enn eitt dæmið um aðlögun moldvarpa að neðanjarðarlífi.

Moldvarpan er mikið átvagl. Það verður að teljast einstakt meðal spendýra að hún étur þyngd sína á hverjum degi. Það þarf ekki að koma á óvart að aðalfæða hennar eru ánamaðkar. Enn fremur þykir merkilegt að moldvarpa getur ekki verið án fæðu lengur en í 12 klukkustundir. Aðrir hópar dýra sem moldvarpan étur eru ýmsir jarðvegshryggleysingjar, svo sem grasmaðkar, þúsundfætlur og köngulær.

Aukastuðningsbein hefur vaxið á framfótum moldvarpa, við hliðina á þeirri tá sem svarar til þumalfingurs, sem hjálpar til þegar moldvarpan grefur sér göng.

Fyrr á öldum var ýmis hjátrú tengd moldvörpum. Meðal Rómverja voru þær mikilvægasta spásagnadýrið. Þá var moldvörpu slátrað við athafnir og innyflin skoðuð. Meðal manna á fyrstu öldum kristninnar var álitið að þær kæmu úr jörðinni beina leið frá helvíti og menn sem sýndu þá ókristilegu hegðun að vinna á helgidögum umbreyttust í moldvörpur.

Lengi vel voru moldvörpur álitnar vera meindýr en þær spilltu meðal annars ræktarlandi. Moldvörpur voru því ofsóttar og þeim haldið í skefjum, til að mynda með því að dæla eiturgasi í göng þeirra. Nú ríkja önnur sjónarmið og eru moldvörpur víða friðaðar í Evrópu, svo sem í Þýskalandi. Rannsóknir hafa sýnt að moldvörpur bæta jarðveginn með gangagerð sinni.

Heimildir:
  • Hutterer, Rainer. 2005. Wilson, Don E. og Reeder, DeeAnn M. (ritstjórar). Mammal species of the world (3. útgáfa). Baltimore: Johns Hopkins University Press. Bls. 307-309.
  • Matthews, L. Harrison. British Mammals (Collins, London, 1960).
  • The Handbook of British Mammals Third Edition. G.B. Corbet & S. Harris. Blackwell Scientific Publications, Oxford, UK fyrir The Mammal Society. 1991.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.10.2012

Síðast uppfært

9.9.2021

Spyrjandi

Eva María Oddsdóttir, Sóley Inga Guðbjörnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?“ Vísindavefurinn, 24. október 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62783.

Jón Már Halldórsson. (2012, 24. október). Getið þið sagt mér allt um moldvörpur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62783

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62783>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um moldvörpur?
Moldvörpur (Talpidae) tilheyra ættbálki skordýraæta (Insectivore). Þekktar eru að minnsta kosti 29 tegundir í 12 ættkvíslum. Moldvörpur finnast á þrem afmörkuðum útbreiðslusvæðum: í Evrópu, Asíu og austurhluta Norður-Ameríku. Í Evrópu finnast 3 tegundir. Fyrst skal nefna hina eiginlegu moldvörpu eða evrópsku moldvörpuna (Talpa europaea) sem er algeng í Skandinavíu og í Danmörku en í Evrópu má einnig finna blindvörpuna (Talpa caeca) og spænsku moskusvörpuna (Galemys pyrenaicus).

Moldvörpur grafa sér neðanjarðargöng þar sem þær verja næstum öllu lífi sínu.

Það er sameiginlegt öllum moldvörpum að þær hafa lagað sig að neðanjarðarlífi. Þær grafa sér neðanjarðargöng og verja næstum öllu lífi sínu í göngunum. Þó eru til tegundir sem verja stórum hluta lífsins í vatni.

Moldvörpur eru útbúnar stórum klóm á öllum tám. Líkaminn er ílangur og sívalur og nefið mjótt, pípulaga og nakið. Moldvörpur hafa löng veiðihár. Augu þeirra eru smá og oft hulin húð en þó skynja þær birtu ágætlega. Moldvörpur hafa engin ytri eyru. Framfætur þeirra eru mjög sterkir og geta myndað einhvers konar skóflu til að hjálpa þeim að grafa í jörðina. Hjá fáeinum tegundum hefur þróun framfótanna gengið svo langt að viðbeinið (e. collarbone) er orðið samtengt upphandleggsbeini (e. humerus) í sérstökum lið en þetta þekkist ekki hjá öðrum spendýrum. Eins hefur bringubeinið þróast í að vera mjög sterkbyggt, líkt og hjá fuglum með háan kamb eða kjöl, en við það eru hinir sterklegu vöðvar sem moldvarpan notar til að grafa festir við. Öflugir framfæturnir eru því mjög stuttir. Enn eitt glöggt dæmið um þessa sérstæðu aðlögun að neðanjarðarlífi er að við hliðina á tánni sem svarar til þumalfingurs hefur vaxið aukastuðningsbein. Það að auki er sköflungur og sperrileggur að hluta samvaxnir neðan til.

Evrópska moldvarpan (Talpa europaea).

Evrópska moldvarpan

Evrópska moldvarpan er um 12 cm á lengd. Fengitími hennar er að vori. Þá gerast karldýrin frek og yfirgangssöm og troða sér yfir á yfirráðasvæði annarra karldýra, það er gangakerfi annarra karla. Ef karldýr rekst á annað karldýr í göngunum brjótast út mikil áflog. Rekist karlinn hins vegar á kvendýr þá hefst hið venjubundna tilhugalíf sem oftast endar með mökun. Kvendýrin gera sér neðanjarðarbæli og fæða þar 2-7 unga. Við fæðingu eru ungarnir kviknaktir og hvítir. Við þriggja vikna aldur opnast lítil augu sem eru á stærð við títuprjónshaus og eftir tvo mánuði eru þeir orðnir sjálfbjarga. Eftir got lokast legopið á kvendýrinu með hraðvaxandi frumumyndun og þannig helst kynopið lokað og samgróið fram að næsta fengitíma. Þetta er sjálfsagt enn eitt dæmið um aðlögun moldvarpa að neðanjarðarlífi.

Moldvarpan er mikið átvagl. Það verður að teljast einstakt meðal spendýra að hún étur þyngd sína á hverjum degi. Það þarf ekki að koma á óvart að aðalfæða hennar eru ánamaðkar. Enn fremur þykir merkilegt að moldvarpa getur ekki verið án fæðu lengur en í 12 klukkustundir. Aðrir hópar dýra sem moldvarpan étur eru ýmsir jarðvegshryggleysingjar, svo sem grasmaðkar, þúsundfætlur og köngulær.

Aukastuðningsbein hefur vaxið á framfótum moldvarpa, við hliðina á þeirri tá sem svarar til þumalfingurs, sem hjálpar til þegar moldvarpan grefur sér göng.

Fyrr á öldum var ýmis hjátrú tengd moldvörpum. Meðal Rómverja voru þær mikilvægasta spásagnadýrið. Þá var moldvörpu slátrað við athafnir og innyflin skoðuð. Meðal manna á fyrstu öldum kristninnar var álitið að þær kæmu úr jörðinni beina leið frá helvíti og menn sem sýndu þá ókristilegu hegðun að vinna á helgidögum umbreyttust í moldvörpur.

Lengi vel voru moldvörpur álitnar vera meindýr en þær spilltu meðal annars ræktarlandi. Moldvörpur voru því ofsóttar og þeim haldið í skefjum, til að mynda með því að dæla eiturgasi í göng þeirra. Nú ríkja önnur sjónarmið og eru moldvörpur víða friðaðar í Evrópu, svo sem í Þýskalandi. Rannsóknir hafa sýnt að moldvörpur bæta jarðveginn með gangagerð sinni.

Heimildir:
  • Hutterer, Rainer. 2005. Wilson, Don E. og Reeder, DeeAnn M. (ritstjórar). Mammal species of the world (3. útgáfa). Baltimore: Johns Hopkins University Press. Bls. 307-309.
  • Matthews, L. Harrison. British Mammals (Collins, London, 1960).
  • The Handbook of British Mammals Third Edition. G.B. Corbet & S. Harris. Blackwell Scientific Publications, Oxford, UK fyrir The Mammal Society. 1991.

Myndir:...