Þúsundfætlur hafa allt að 200 pör af fótum. Tvö pör eru á hverjum lið fyrir utan fyrsta liðinn (höfuðið), sem er fótalaus, og næstu þrjá liði, sem eru með eitt par af fótum hver. Einnig er hver liður (fyrir utan fyrstu fjóra) með tvö pör af innri líffærum, svo sem tvö pör af taugahnoðum og tvö pör af slagæðum. Á höfðinu eru fálmarar, einföld augu og aðeins einn neðri kjálki. Lengd þessara dýra er frá 2 til 280 mm.
Þúsundfætlur hafa allt að 200 pör af fótum. Tvö pör eru á hverjum lið fyrir utan fyrsta liðinn (höfuðið), sem er fótalaus, og næstu þrjá liði, sem eru með eitt par af fótum hver. Einnig er hver liður (fyrir utan fyrstu fjóra) með tvö pör af innri líffærum, svo sem tvö pör af taugahnoðum og tvö pör af slagæðum. Á höfðinu eru fálmarar, einföld augu og aðeins einn neðri kjálki. Lengd þessara dýra er frá 2 til 280 mm.