Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1648 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?

Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...

category-iconLögfræði

Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. aðaðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanræksl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig varð íslenski hesturinn til?

Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi v...

category-iconFélagsvísindi

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?

Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð 'Erlendur' íslenskt karlmannsnafn? Ég er Englendingur og mér finnst undarlegt að nefna barn 'Foreign'!

Ekki eru allir sammála um merkingu nafnsins Erlendur. Flestir telja þó að um sama orð sé að ræða og lýsingarorðið erlendur í merkingunni ‘útlendur, frá öðru landi’. Upphaflega hafi þá verið um viðurnefni að ræða sem síðar hafi fest sem eiginnafn. Fyrri liðurinn væri þá forskeytið er- (eldra ør-) og síðari liðurinn...

category-iconUmhverfismál

Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin? Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á ...

category-iconVísindi almennt

Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?

Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matrei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?

Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru samlokur?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rándýr talin óæt?

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera nei. Rándýr eru ekki talin óæt og í raun finnst mörgum kjöt rándýra hreinasta lostæti. Rándýr eru afar fjölbreytilegur hópur og má þar meðal annars nefna hvali, seli, birni, ketti og hunda, auk fjölda annarra dýra. Rándýr eru nýtt til átu um allan heim. Hér á landi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?

Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti. Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru no...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til apar í Evrópu?

Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

Fleiri niðurstöður