Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru rándýr talin óæt?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera nei. Rándýr eru ekki talin óæt og í raun finnst mörgum kjöt rándýra hreinasta lostæti.

Rándýr eru afar fjölbreytilegur hópur og má þar meðal annars nefna hvali, seli, birni, ketti og hunda, auk fjölda annarra dýra.

Rándýr eru nýtt til átu um allan heim. Hér á landi er til dæmis víða borðað sel- og hvalkjöt, inúítar borða hvítabirni, úlfar eru matreiddir víða í Asíu og einnig tíðkast hundakjötsát víða í Austurlöndum fjær, svo nokkur dæmi séu tekin.


Rándýr gæða sér á grasbít.

Í raun má segja að öll dýr séu hæf til átu, það er vöðvar og aðrir mjúkir vefir. Stundum þarf að gera ýmis niðurbrotsefni óskaðleg svo sem ammoníum í hákarlakjöti. Þetta á einnig við um eitur sem dýr beita sér til varnar eða til þess að veiða önnur dýr, svo sem hjá ýmsum skriðdýrum og froskdýrum.

Fjölmargir kannast við frásagnir Vilhjálms Stefánssonar (1879-1962) af leiðöngrum hans á norðurhjarann snemma á síðustu öld. Þar segir hann meðal annars frá því hvernig leiðangursmenn veiddu oft og suðu úlf og fannst Vilhjálmi úlfakjöt afar ljúft. Hundakjöt þykir einnig lostæti og er algengt að það sé á boðstólum í Suður-Kóreu og Kína.

Víða er erfitt að nálgast kjöt rándýra, því oftar en ekki eru dýrin strangfriðuð (til dæmis birnir, kattardýr og úlfar) eða það þykir siðlaust að slátra þeim sér til matar eins og til dæmis á við um ketti og hunda á Vesturlöndum. Reyndar er hægt að fá úlfakjöt á veitingastöðum á nokkrum stöðum í Kanada og Alaska en það þykir vera nokkuð keimlíkt kjúklingakjöti. Skógarbjarnarkjöt er hægt að fá víða í Austur-Evrópu.

Erfiðara er að nálgast kjöt smærri rándýra eða kattadýra, en þau eru þó vel æt líkt og aðrir fjarskyldari frændur þeirra. Til dæmis er ekki algengt að fólk leggi sér til munns mink eða ref hér á landi þó báðar tegundir séu talsvert veiddar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.1.2008

Spyrjandi

Tjörvi Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru rándýr talin óæt?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6979.

Jón Már Halldórsson. (2008, 2. janúar). Eru rándýr talin óæt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6979

Jón Már Halldórsson. „Eru rándýr talin óæt?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6979>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru rándýr talin óæt?
Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera nei. Rándýr eru ekki talin óæt og í raun finnst mörgum kjöt rándýra hreinasta lostæti.

Rándýr eru afar fjölbreytilegur hópur og má þar meðal annars nefna hvali, seli, birni, ketti og hunda, auk fjölda annarra dýra.

Rándýr eru nýtt til átu um allan heim. Hér á landi er til dæmis víða borðað sel- og hvalkjöt, inúítar borða hvítabirni, úlfar eru matreiddir víða í Asíu og einnig tíðkast hundakjötsát víða í Austurlöndum fjær, svo nokkur dæmi séu tekin.


Rándýr gæða sér á grasbít.

Í raun má segja að öll dýr séu hæf til átu, það er vöðvar og aðrir mjúkir vefir. Stundum þarf að gera ýmis niðurbrotsefni óskaðleg svo sem ammoníum í hákarlakjöti. Þetta á einnig við um eitur sem dýr beita sér til varnar eða til þess að veiða önnur dýr, svo sem hjá ýmsum skriðdýrum og froskdýrum.

Fjölmargir kannast við frásagnir Vilhjálms Stefánssonar (1879-1962) af leiðöngrum hans á norðurhjarann snemma á síðustu öld. Þar segir hann meðal annars frá því hvernig leiðangursmenn veiddu oft og suðu úlf og fannst Vilhjálmi úlfakjöt afar ljúft. Hundakjöt þykir einnig lostæti og er algengt að það sé á boðstólum í Suður-Kóreu og Kína.

Víða er erfitt að nálgast kjöt rándýra, því oftar en ekki eru dýrin strangfriðuð (til dæmis birnir, kattardýr og úlfar) eða það þykir siðlaust að slátra þeim sér til matar eins og til dæmis á við um ketti og hunda á Vesturlöndum. Reyndar er hægt að fá úlfakjöt á veitingastöðum á nokkrum stöðum í Kanada og Alaska en það þykir vera nokkuð keimlíkt kjúklingakjöti. Skógarbjarnarkjöt er hægt að fá víða í Austur-Evrópu.

Erfiðara er að nálgast kjöt smærri rándýra eða kattadýra, en þau eru þó vel æt líkt og aðrir fjarskyldari frændur þeirra. Til dæmis er ekki algengt að fólk leggi sér til munns mink eða ref hér á landi þó báðar tegundir séu talsvert veiddar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons...