Þeir sem komast yfir krókódílakjöt geta haft hliðsjón af þessari skýringarmynd til að átta sig á hvar meyrasta kjötið er. Halinn og kjötið undir kjálkanum er meyrast. Búkurinn er ágætlega meyr en kjótið við lappir skepnunnar hentar eingöngu í pottrétti eða mauksoðnar kássur. Krókódílakjöt hefur hærra prótíninnihald en svína- og kjúklingakjöt og er einnig fitusnauðara.
Skoðið einnig svör við spurningunum
- Hver er munurinn á alligators og crocodiles? eftir Jón Má Halldórsson
- Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út? eftir Leif A. Símonarson