Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Jón Már Halldórsson

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylidea.

Flokkunarfræði krókódíla (King & Burke, 1997) má sjá á eftirfarandi töflu:

Miklar deilur hafa spunnist um innbyrðis skyldleika krókódíla á síðustu áratugum en ofangreint ættartré krókódílaættbálksins Crocodylia er það nýjasta sem til er en það var sett fram árið 1997 af tveimur bandarískum líffræðingum.

Það sem helst aðgreinir tegundirnar innan ættanna Alligatoridae og Crocodylidae er að trjónan er breiðari, flatari og hringlaga hjá alligatorum en eiginlegir krókódílar hafa langa og hvassa trjónu. Einnig eru tennurnar ólíkar hjá dýrunum. Þegar alligatorar loka kjaftinum sést ekki í tennur dýrsins en tennurnar hjá krókódílum skaga upp úr og sjást greinilega þó að dýrið sé með kjaftinn lokaðan.

Krókodíll af tegundinni Crocodylus palustris sem lifir á Indlandi. Dýrið tilheyrir ættkvíslinni Crocodylus sem telst til ættarinnar Crocodylidea í töflunni hér á undan. Tennur neðri skoltsins sjást greinilega á myndinni.

Af eiginlegum alligatorum (Alligator) eru til tvær tegundir eins og áður er sagt: ameríski krókódíllinn (l. Alligator missisippiensis) og kínverski krókódíllinn (Alligator sinensis). Alligatorar þola betur sveiflur í hitastigi en krókódílar enda eru þeir aðlagaðir að meira tempruðu loftslagi en krókódílar hitabeltisins. Ameríski krókódíllinn lifir til dæmis sums staðar á svæðum þar sem árstíðaskipti eru, þannig að veturnir eru kaldari en sumrin. Kínverski krókódíllinn lifir í Yangtse-fljótinu og er minni en sá ameríski eða um tveir og hálfur metri fullvaxinn.

Ein tegund alligatora, Melanosuchus niger sem lifir á fljótasvæðum Amazon-svæðisins. Ættkvíslin Melanosuchus er ein af fjórum í ættinni Alligatoridae í töflunni hér á undan.

Ameríski krókódíllinn lifir aðallega í suðausturríkjum Bandaríkjanna en finnst einnig vestur í fljótinu Ríó Grande í Texas. Hann lifir aðallega í vötnum og í votlendi. Ameríski krókódíllinn var ofveiddur á fyrri hluta 20. aldar en var alfriðaður árið 1967. Veiðar hafa þó verið leyfðar að nýju í nokkrum ríkjum enda hefur tegundin tekið vel við sér á undanförnum áratugum. Aðrar ættkvíslir innan ættarinnar eru Caiman, Melanosuchus og Paleosuchus sem eru smávaxnar tegundir sem lifa í Mið- og Suður Ameríku. Krókodílar af ættinni Crocodylidae lifa flestar í Afríku, Asíu eða Eyjaálfu, þó með nokkrum undantekningum því að þrjár tegundir lifa í Ameríku.

Lífshættir dýranna í ættunum þremur eru mjög áþekkir. Allar tegundirnar eru skæð rándýr sem leggjast einnig á hræ.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.6.2002

Síðast uppfært

3.2.2021

Spyrjandi

Arnar Níelsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2493.

Jón Már Halldórsson. (2002, 14. júní). Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2493

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2493>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?
Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylidea.

Flokkunarfræði krókódíla (King & Burke, 1997) má sjá á eftirfarandi töflu:

Miklar deilur hafa spunnist um innbyrðis skyldleika krókódíla á síðustu áratugum en ofangreint ættartré krókódílaættbálksins Crocodylia er það nýjasta sem til er en það var sett fram árið 1997 af tveimur bandarískum líffræðingum.

Það sem helst aðgreinir tegundirnar innan ættanna Alligatoridae og Crocodylidae er að trjónan er breiðari, flatari og hringlaga hjá alligatorum en eiginlegir krókódílar hafa langa og hvassa trjónu. Einnig eru tennurnar ólíkar hjá dýrunum. Þegar alligatorar loka kjaftinum sést ekki í tennur dýrsins en tennurnar hjá krókódílum skaga upp úr og sjást greinilega þó að dýrið sé með kjaftinn lokaðan.

Krókodíll af tegundinni Crocodylus palustris sem lifir á Indlandi. Dýrið tilheyrir ættkvíslinni Crocodylus sem telst til ættarinnar Crocodylidea í töflunni hér á undan. Tennur neðri skoltsins sjást greinilega á myndinni.

Af eiginlegum alligatorum (Alligator) eru til tvær tegundir eins og áður er sagt: ameríski krókódíllinn (l. Alligator missisippiensis) og kínverski krókódíllinn (Alligator sinensis). Alligatorar þola betur sveiflur í hitastigi en krókódílar enda eru þeir aðlagaðir að meira tempruðu loftslagi en krókódílar hitabeltisins. Ameríski krókódíllinn lifir til dæmis sums staðar á svæðum þar sem árstíðaskipti eru, þannig að veturnir eru kaldari en sumrin. Kínverski krókódíllinn lifir í Yangtse-fljótinu og er minni en sá ameríski eða um tveir og hálfur metri fullvaxinn.

Ein tegund alligatora, Melanosuchus niger sem lifir á fljótasvæðum Amazon-svæðisins. Ættkvíslin Melanosuchus er ein af fjórum í ættinni Alligatoridae í töflunni hér á undan.

Ameríski krókódíllinn lifir aðallega í suðausturríkjum Bandaríkjanna en finnst einnig vestur í fljótinu Ríó Grande í Texas. Hann lifir aðallega í vötnum og í votlendi. Ameríski krókódíllinn var ofveiddur á fyrri hluta 20. aldar en var alfriðaður árið 1967. Veiðar hafa þó verið leyfðar að nýju í nokkrum ríkjum enda hefur tegundin tekið vel við sér á undanförnum áratugum. Aðrar ættkvíslir innan ættarinnar eru Caiman, Melanosuchus og Paleosuchus sem eru smávaxnar tegundir sem lifa í Mið- og Suður Ameríku. Krókodílar af ættinni Crocodylidae lifa flestar í Afríku, Asíu eða Eyjaálfu, þó með nokkrum undantekningum því að þrjár tegundir lifa í Ameríku.

Lífshættir dýranna í ættunum þremur eru mjög áþekkir. Allar tegundirnar eru skæð rándýr sem leggjast einnig á hræ.

Myndir:...