Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða.Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar” en aðrir ekki. Líklega eru ástæðurnar margþættar og menn hafa þannig fundið marga áhættuþætti sem auka líkurnar en einnig hafa fundist verndandi þættir.
Ýmiss konar rannsóknir á fjölskyldum (þar með talið eineggja tvíburum) hafa sýnt að fíkn stjórnast að einhverju leyti af erfðaþáttum. Hugsanlega eru þessi áhrif í gegnum “umbunarkerfið” en það er þó ekki vitað fyrir víst. Ákveðnir sálfræðilegir þættir eins og kvíði, þunglyndi og geðsjúkdómar eins og geðklofi auka líkur á fíkn í áfengi og vímuefni. Slæmt atlæti í uppvexti og tilverunni almennt eykur sömuleiðis líkur á að fíkn þróist, til dæmis fátækt og mikil vímuefnaneysla á heimili í æsku. Að lokum ræður framboð vímu og ávanaefna nokkuð um tíðni fíknar, til dæmis er lægri tíðni áfengisfíknar í löndum þar sem íslam er ríkjandi. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar? eftir Magnús Jóhannsson
- Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvað er alkóhólismi? eftir Erlu Björgu Sigurðardóttur
- Flickr. Ljósmyndari: Cayusa. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 6. 3. 2009.