Áður en slagurinn byrjar ferja vörubílar rúmlega 100.000 kíló af ofþroskuðum tómötum inní miðbæ Buñol. Þegar því er lokið hefst slagurinn. Þetta er hefðbundinn slagur þar sem allir eru á móti öllum; einu reglurnar eru að það má ekki kasta neinu öðru en tómötum, og það verður að kreista tómatana áður en þeim er kastað. Eftir um það bil klukkutíma lýkur slagnum á því að merki er gefið og þá mæta bæjarbúar með vatnsslöngur til að hreinsa göturnar og spúla útbíaða ferðalanga. Menn eru nokkuð sammála um að tómataslagurinn hafi fyrst farið fram annað hvort árið 1944 eða 1945, en það er eitthvað óljósara hvernig hátíðin byrjaði. Ýmsar kenningar eru uppi um tildrög hennar; sumir segja að bæjarbúar hafi kastað tómötum að óvinsælum stjórnmálamanni, aðrir að upprunalega hafi þetta verið raunverulegur slagur milli misauðugra stétta, og enn aðrir að tveim vinum hafi sinnast á veitingastað og að meiriháttar matarslagur hafi brotist út. Enginn veit þó fyrir víst hvernig hátíðin byrjaði, en fæstir þátttakendur hennar setja það fyrir sig því þeir eru aðeins komnir til að skemmta sér. Ítarefni um hátíðina:
- Opinber heimasíða hátíðarinnar. Aðeins á ensku eða spænsku.
- Ýmis góð ráð um La Tomatina.
- Stutt umfjöllun um hátíðina hjá ferðalangur.net
- Grein á Wikipedia um tómataslaginn.
- Hvers vegna er það siður að "gabba" fólk fyrsta apríl? eftir Unnar Árnason.
- Hvert er upphaf áramótabrennunnar á Íslandi? eftir HMS.
- Myndin var fengin af Flickr síðu grahammclellan, birt undir Creative Commons skírteini.
Hvenær, hvar og af hverju er tómatabardaginn á Spáni?