Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?

Þórhildur Líndal

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. að
aðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þar á meðal kynferðislegri misnotkun, meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráðamanns eða lögráðamanna, eða nokkurs annars sem hefur það í umsjá sinni.
Í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er að finna ákvæði um líkamsárásabrot og önnur ofbeldisbrot. Þessi ákvæði taka jafnt til allra fórnarlamba ofbeldisbrota, hvort sem fórnarlamb ofbeldisins er barn eða fullorðinn einstaklingur. Allir eiga þennan almenna rétt til að njóta verndar gegn ofbeldi.

Í barnaverndarlögum nr. 58/1992 er síðan að finna ákvæði er veitir börnum enn ríkari vernd þegar ofbeldið er framið af einhverjum sem hefur barn í umsjá sinni. Þetta er í 63. gr.:
Ef þeir sem hafa barn í sinni umsjá

a. misþyrma því andlega eða líkamlega,

b. misbjóða því kynferðislega eða á annan hátt,

c. vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu þess er hætta búin, þá varðar það fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Börn, eða forsjáraðilar fyrir þeirra hönd, eiga fullan rétt á því, eins og allir aðrir, að kæra til lögreglu ef þau eru beitt ofbeldi. Það skiptir ekki máli hver það er sem beitir ofbeldinu, hvort það er kennari, starfsmaður skóla, foreldri eða hver sem er annar. Barn á aldrei að þurfa að líða það að vera beitt ofbeldi.

Ef kennari eða starfsmaður skóla beitir barn ofbeldi, getur það eða forráðamenn þess leitað til ýmissa aðila eftir stuðningi og til að láta vita um ofbeldið. Þetta geta verið aðilar innan skólans, til dæmis skólastjóri, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur eða aðrir starfsmenn. Einnig er hægt að leita til barnaverndarnefndar eða beint til lögreglu.

Rétt er jafnframt að benda á mjög víðtæka tilkynningarskyldu almennings samkvæmt barnaverndarlögum, en þar segir í 12. gr. að
hverjum, sem verður þess vís að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess sé svo áfátt að barninu geti stafað hætta af, er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd þar sem barnið dvelst.



Mynd: Centre for Europe's Children

Höfundur

lögfræðingur, umboðsmaður barna

Útgáfudagur

19.12.2001

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þórhildur Líndal. „Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2016.

Þórhildur Líndal. (2001, 19. desember). Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2016

Þórhildur Líndal. „Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2016>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. að

aðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þar á meðal kynferðislegri misnotkun, meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráðamanns eða lögráðamanna, eða nokkurs annars sem hefur það í umsjá sinni.
Í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er að finna ákvæði um líkamsárásabrot og önnur ofbeldisbrot. Þessi ákvæði taka jafnt til allra fórnarlamba ofbeldisbrota, hvort sem fórnarlamb ofbeldisins er barn eða fullorðinn einstaklingur. Allir eiga þennan almenna rétt til að njóta verndar gegn ofbeldi.

Í barnaverndarlögum nr. 58/1992 er síðan að finna ákvæði er veitir börnum enn ríkari vernd þegar ofbeldið er framið af einhverjum sem hefur barn í umsjá sinni. Þetta er í 63. gr.:
Ef þeir sem hafa barn í sinni umsjá

a. misþyrma því andlega eða líkamlega,

b. misbjóða því kynferðislega eða á annan hátt,

c. vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu þess er hætta búin, þá varðar það fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Börn, eða forsjáraðilar fyrir þeirra hönd, eiga fullan rétt á því, eins og allir aðrir, að kæra til lögreglu ef þau eru beitt ofbeldi. Það skiptir ekki máli hver það er sem beitir ofbeldinu, hvort það er kennari, starfsmaður skóla, foreldri eða hver sem er annar. Barn á aldrei að þurfa að líða það að vera beitt ofbeldi.

Ef kennari eða starfsmaður skóla beitir barn ofbeldi, getur það eða forráðamenn þess leitað til ýmissa aðila eftir stuðningi og til að láta vita um ofbeldið. Þetta geta verið aðilar innan skólans, til dæmis skólastjóri, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur eða aðrir starfsmenn. Einnig er hægt að leita til barnaverndarnefndar eða beint til lögreglu.

Rétt er jafnframt að benda á mjög víðtæka tilkynningarskyldu almennings samkvæmt barnaverndarlögum, en þar segir í 12. gr. að
hverjum, sem verður þess vís að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess sé svo áfátt að barninu geti stafað hætta af, er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd þar sem barnið dvelst.



Mynd: Centre for Europe's Children...