Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin?
Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á Keldum til rannsóknar, meðan aðrir fuglar, til dæmis mávar, eru urðaðir. Einstaka fugl fær hátíðlegri meðferð og er jarðsettur með viðhöfn í Hljómskálagarðinum!
Vísindavefurinn þakkar starfsfólki Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur fyrir skjót og greið svör.
Mynd: jamesriverassociation.org
UÁ. „Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3227.
UÁ. (2003, 12. mars). Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3227
UÁ. „Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3227>.