Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð íslenski hesturinn til?

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi verið fluttir hingað eftir landnám.



Á Íslandi hefur hesturinn aðlagast náttúrunni og úrvali mannsins. Í miklum vetrarhörkum á fyrri öldum frusu stundum fætur undan hestum á útigangi. Þeir hestar hafa helst lifað af sem þoldu hörkurnar best, þeir sem voru með góða fituhulu á skrokknum og þéttan og þykkan hárafeld til að verjast hörkufrostum.



Íslenskur hestur í vetrarbúningi.
© Ragnar Th. Sigurðsson.

Hestar féllu í hrönnum í Móðuharðindunum vegna hungurs og flúoreitrunar. Við það hefur stofninn getað breyst, ef sumir hestar þoldu betur flúor í grasi en aðrir. Þó er ekki vitað um arfgengan mun á flúorþoli hjá búfé.1

Áhrif mannsins á stofninn hafa getað verið mikil, bæði meðvituð og ómeðvituð. Hrossaeigendur völdu til lífs vel ættuð folöld sem höfðuðu til þeirra og settu á graðfola af góðum ættum. Þar með hefur stofninn getað breyst merkjanlega á löngum tíma.

En náttúran og maðurinn réðu lífi og dauða hesta sem voru hafðir í langar lestaferðir til aðdrátta, til dæmis í skreiðarferðir milli landshluta. Sumir hestar voru hraustari en aðrir og þoldu álagið betur. Þær hryssur sem skiluðu sínu betur en aðrar, eignuðust folöld ef þær skiluðu sér heim, en ekki hinar sem gáfust upp á miðri leið.

Snemma á 20. öld var hafist handa við að bæta hestana með virku úrvali. Þá voru stóðhestar valdir til undaneldis og látnir ganga með völdum hryssum í girðingarhólfum, til að bæta þá eiginleika sem verðmætastir voru hverju sinni. Þessi starfsemi er einu nafni kölluð kynbætur og er nú orðin vísindagrein.

Íslensk hross eru nú miklu betri kostum búin að jafnaði en áður var, betur vaxin, skapbetri, með fjölbreyttari gang en áður, og vekja hrifningu þar sem þau sjást. Uppruni hrossanna var góður, en náttúran og maðurinn hafa breytt honum og gert hann að úrvalshesti sem er dáður og eftirsóttur bæði heima og erlendis.

Heimildir:
  1. Hannes Finnsson 1970. Mannfækkun af hallærum, Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Mynd:

Höfundur

fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé

Útgáfudagur

30.10.2003

Spyrjandi

Silja Rún Stefánsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvernig varð íslenski hesturinn til?“ Vísindavefurinn, 30. október 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3826.

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2003, 30. október). Hvernig varð íslenski hesturinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3826

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvernig varð íslenski hesturinn til?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3826>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð íslenski hesturinn til?
Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi verið fluttir hingað eftir landnám.



Á Íslandi hefur hesturinn aðlagast náttúrunni og úrvali mannsins. Í miklum vetrarhörkum á fyrri öldum frusu stundum fætur undan hestum á útigangi. Þeir hestar hafa helst lifað af sem þoldu hörkurnar best, þeir sem voru með góða fituhulu á skrokknum og þéttan og þykkan hárafeld til að verjast hörkufrostum.



Íslenskur hestur í vetrarbúningi.
© Ragnar Th. Sigurðsson.

Hestar féllu í hrönnum í Móðuharðindunum vegna hungurs og flúoreitrunar. Við það hefur stofninn getað breyst, ef sumir hestar þoldu betur flúor í grasi en aðrir. Þó er ekki vitað um arfgengan mun á flúorþoli hjá búfé.1

Áhrif mannsins á stofninn hafa getað verið mikil, bæði meðvituð og ómeðvituð. Hrossaeigendur völdu til lífs vel ættuð folöld sem höfðuðu til þeirra og settu á graðfola af góðum ættum. Þar með hefur stofninn getað breyst merkjanlega á löngum tíma.

En náttúran og maðurinn réðu lífi og dauða hesta sem voru hafðir í langar lestaferðir til aðdrátta, til dæmis í skreiðarferðir milli landshluta. Sumir hestar voru hraustari en aðrir og þoldu álagið betur. Þær hryssur sem skiluðu sínu betur en aðrar, eignuðust folöld ef þær skiluðu sér heim, en ekki hinar sem gáfust upp á miðri leið.

Snemma á 20. öld var hafist handa við að bæta hestana með virku úrvali. Þá voru stóðhestar valdir til undaneldis og látnir ganga með völdum hryssum í girðingarhólfum, til að bæta þá eiginleika sem verðmætastir voru hverju sinni. Þessi starfsemi er einu nafni kölluð kynbætur og er nú orðin vísindagrein.

Íslensk hross eru nú miklu betri kostum búin að jafnaði en áður var, betur vaxin, skapbetri, með fjölbreyttari gang en áður, og vekja hrifningu þar sem þau sjást. Uppruni hrossanna var góður, en náttúran og maðurinn hafa breytt honum og gert hann að úrvalshesti sem er dáður og eftirsóttur bæði heima og erlendis.

Heimildir:
  1. Hannes Finnsson 1970. Mannfækkun af hallærum, Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Mynd:...