Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)
  • Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson)

Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir að hann kom til landsins.


Ari fróði segir í Íslendingabók að Ísland hafi byggst frá Noregi. Nokkuð af keltnesku fólk kom hingað um landnám, en líklega flest án búfjár. Ánauðugt fólk var snautt, og frjálsir menn áttu miklu lengri leið til Íslands frá Írlandi en Noregi. Búfé okkar ætti því fyrst og fremst að hafa komið frá Noregi.

Sem dæmi um skyldleika íslensks og norsks búfjár má taka íslensku kúna. Rannsókn á uppruna hennar leiddi í ljós að hún var tiltölulega náskyld kúm sem nú eru kallaðar í Noregi hryggjóttar Þrænda- og Norðurlandskýr, en fjarskyldari öllum öðrum norrænum kúakynjum. Þrændakýrnar eru mjög líkar íslenskum kúm í erfðaeinkennum samkvæmt blóðrannsóknum.

Þegar reiknað var út frá skyldleika kynjanna hve langt væri um liðið frá því að íslensku kýrnar slitu tengslin við mæðrakynið í Noregi, reyndist það vera rétt um það leyti sem landnám var að hefjast hér.1



Íslenskur hestur.

Uppruni íslenska hestsins hefur verið rannsakaður tvívegis. Í fyrra skiptið var kannað hvort gamalt norskt hestakyn í Norður-Noregi, sem í Noregi gengur undir heitinu „Nordland/Lyngen hest“, kynni að vera skylt íslenska hestinum. Tveir Íslendingar, annar fróður um uppruna hesta og hinn sérfræðingur í gangtegundum þeirra, fóru til Norður-Noregs haustið 1998 til að kynna sér hvort til væri tölt í norðurnorska hestinum.

Við prófun á níu hestum af þessu kyni kom í ljós að fimm þeirra skiluðu góðu tölti, en fjórir ekki. Norðurnorski hesturinn er þar að auki svo líkur íslenska hestinum að stærð og öðru útliti að ef fimm hestum af norska kyninu hefði verið sleppt saman við 15 íslenska hesta hefði orðið erfitt að draga þá rétt í sundur aftur.2 Dr. Kristján Eldjárn skoðaði norðurnorska hestinn á einni ferð sinni um Noreg og taldi að þar væri hugsanlega kominn forfaðir íslenska hestsins.3

Umfangsmiklar sameindalíffræðilegar rannsóknir á innbyrðis skyldleika hestakynja í Noregi voru gerðar nýlega og doktorsritgerð um þær varin sumarið 2001. Rannsóknin tók til fjögurra norskra hestakynja, Dalahests, Fjarðahests, norsks brokkara og Nordland/Lyngen-hests. Auk þess voru tekin í rannsóknina tvö bresk kyn, enskur veðhlaupahestur og enskur Standardbred hestur, og að lokum Hjaltlandseyjahestur og Mongólíuhestur. Þess er rétt að geta að Norðmenn lögðu Hjaltlandseyjar undir sig um 800 og þær urðu hluti af norska ríkinu. Meðal annars eru öll örnefni á eyjunum af norskum uppruna.4 Líklegt er að Norðmenn hafi flutt búfé með sér til Hjaltlands.

Samanburður sem hér er lýst að ofan sýndi að Hjaltlandseyjahesturinn og íslenski hesturinn voru náskyldir, og báðir skyldari norðurnorska hestinum en nokkrum öðrum hestum í rannsókninni. Sá hestur sem var næstur þessum þremur hestakynjum að skyldleika var Mongólíuhestur en síðan Fjarðahestur, norskur brokkari og Dalahestur. Bresku hestakynin voru fjarskyldari hinum hestakynjunum.5 Svarið við spurningunum um uppruna og forfeður íslenska hestsins, er því það að hann er ættaður frá Noregi og á þaðan rætur að rekja austur til Mongólíu.

Á Íslandi hefur hesturinn aðlagast náttúrunni að ýmsu leyti. Þeim hestum fækkaði sem þoldu illa hörkukulda á vetrum eða flúoreitrun frá eldgosum, en þeir sem þoldu slíkar hörmungar betur lifðu þær af.6

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Aftanmálsgreinar:
  1. Kantanen, J. 1999. „Genetic diversity of domestic cattle (Bos tourus).“ University of Joensuu Publications in Sciences, No. 52 (doktorsritgerð).
  2. Stefán Aðalsteinsson og Bjarni E. Sigurðsson 1998. „Er forfaðir íslenska hestsins fundinn?“ Eiðfaxi (10), 66-67.
  3. Kristján Eldjárn 1991. „Orð í belg um uppruna íslenska hestsins.“ Eiðfaxi (4), 4-6.
  4. Shetelig, H. 1933. Vikingeminner i Vest-Europa. H. Aschehougs & co, Oslo.
  5. Bjørnstad, Gro, 2001. Genetic diversity of Norwegian horses with emphasis on native breeds (doktorsritgerð). Norges Veterinærhøgskole, Oslo.
  6. Hannes Finnsson 1970. Mannfækkun af hallærum, Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Mynd:

Höfundur

fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé

Útgáfudagur

30.10.2003

Spyrjandi

Svava Jónsdóttir
Elvar Svavarsson, f. 1986

Tilvísun

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?“ Vísindavefurinn, 30. október 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3824.

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2003, 30. október). Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3824

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3824>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)
  • Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson)

Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir að hann kom til landsins.


Ari fróði segir í Íslendingabók að Ísland hafi byggst frá Noregi. Nokkuð af keltnesku fólk kom hingað um landnám, en líklega flest án búfjár. Ánauðugt fólk var snautt, og frjálsir menn áttu miklu lengri leið til Íslands frá Írlandi en Noregi. Búfé okkar ætti því fyrst og fremst að hafa komið frá Noregi.

Sem dæmi um skyldleika íslensks og norsks búfjár má taka íslensku kúna. Rannsókn á uppruna hennar leiddi í ljós að hún var tiltölulega náskyld kúm sem nú eru kallaðar í Noregi hryggjóttar Þrænda- og Norðurlandskýr, en fjarskyldari öllum öðrum norrænum kúakynjum. Þrændakýrnar eru mjög líkar íslenskum kúm í erfðaeinkennum samkvæmt blóðrannsóknum.

Þegar reiknað var út frá skyldleika kynjanna hve langt væri um liðið frá því að íslensku kýrnar slitu tengslin við mæðrakynið í Noregi, reyndist það vera rétt um það leyti sem landnám var að hefjast hér.1



Íslenskur hestur.

Uppruni íslenska hestsins hefur verið rannsakaður tvívegis. Í fyrra skiptið var kannað hvort gamalt norskt hestakyn í Norður-Noregi, sem í Noregi gengur undir heitinu „Nordland/Lyngen hest“, kynni að vera skylt íslenska hestinum. Tveir Íslendingar, annar fróður um uppruna hesta og hinn sérfræðingur í gangtegundum þeirra, fóru til Norður-Noregs haustið 1998 til að kynna sér hvort til væri tölt í norðurnorska hestinum.

Við prófun á níu hestum af þessu kyni kom í ljós að fimm þeirra skiluðu góðu tölti, en fjórir ekki. Norðurnorski hesturinn er þar að auki svo líkur íslenska hestinum að stærð og öðru útliti að ef fimm hestum af norska kyninu hefði verið sleppt saman við 15 íslenska hesta hefði orðið erfitt að draga þá rétt í sundur aftur.2 Dr. Kristján Eldjárn skoðaði norðurnorska hestinn á einni ferð sinni um Noreg og taldi að þar væri hugsanlega kominn forfaðir íslenska hestsins.3

Umfangsmiklar sameindalíffræðilegar rannsóknir á innbyrðis skyldleika hestakynja í Noregi voru gerðar nýlega og doktorsritgerð um þær varin sumarið 2001. Rannsóknin tók til fjögurra norskra hestakynja, Dalahests, Fjarðahests, norsks brokkara og Nordland/Lyngen-hests. Auk þess voru tekin í rannsóknina tvö bresk kyn, enskur veðhlaupahestur og enskur Standardbred hestur, og að lokum Hjaltlandseyjahestur og Mongólíuhestur. Þess er rétt að geta að Norðmenn lögðu Hjaltlandseyjar undir sig um 800 og þær urðu hluti af norska ríkinu. Meðal annars eru öll örnefni á eyjunum af norskum uppruna.4 Líklegt er að Norðmenn hafi flutt búfé með sér til Hjaltlands.

Samanburður sem hér er lýst að ofan sýndi að Hjaltlandseyjahesturinn og íslenski hesturinn voru náskyldir, og báðir skyldari norðurnorska hestinum en nokkrum öðrum hestum í rannsókninni. Sá hestur sem var næstur þessum þremur hestakynjum að skyldleika var Mongólíuhestur en síðan Fjarðahestur, norskur brokkari og Dalahestur. Bresku hestakynin voru fjarskyldari hinum hestakynjunum.5 Svarið við spurningunum um uppruna og forfeður íslenska hestsins, er því það að hann er ættaður frá Noregi og á þaðan rætur að rekja austur til Mongólíu.

Á Íslandi hefur hesturinn aðlagast náttúrunni að ýmsu leyti. Þeim hestum fækkaði sem þoldu illa hörkukulda á vetrum eða flúoreitrun frá eldgosum, en þeir sem þoldu slíkar hörmungar betur lifðu þær af.6

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Aftanmálsgreinar:
  1. Kantanen, J. 1999. „Genetic diversity of domestic cattle (Bos tourus).“ University of Joensuu Publications in Sciences, No. 52 (doktorsritgerð).
  2. Stefán Aðalsteinsson og Bjarni E. Sigurðsson 1998. „Er forfaðir íslenska hestsins fundinn?“ Eiðfaxi (10), 66-67.
  3. Kristján Eldjárn 1991. „Orð í belg um uppruna íslenska hestsins.“ Eiðfaxi (4), 4-6.
  4. Shetelig, H. 1933. Vikingeminner i Vest-Europa. H. Aschehougs & co, Oslo.
  5. Bjørnstad, Gro, 2001. Genetic diversity of Norwegian horses with emphasis on native breeds (doktorsritgerð). Norges Veterinærhøgskole, Oslo.
  6. Hannes Finnsson 1970. Mannfækkun af hallærum, Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Mynd:...