Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1717 svör fundust
Hvenær og hvernig fannst Langisjór?
Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...
Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?
Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...
Hvernig myndast súr kvika?
Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?
SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum. Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Al...
Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?
Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á...
Hvað getið þið sagt mér um PCB?
PCB er skammstöfun fyrir polychlorinated biphenyl. Um er að ræða efnaflokk um 209 efna sem eru lífræn hringsambönd tengd klór í mismunandi magni og á mismunandi vegu. Efnið var notað í stórum stíl í iðnaði til dæmis í spennaolíu, sem mýkingarefni í plast og í glussa ýmis konar. Efnið hefur síðan borist út í lífrík...
Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?
Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...
Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?
Skerpla er nafn á öðrum mánuði í sumri. Hún tekur við af hörpu og hefst laugardaginn í 5. viku sumars, milli 19. og 25. maí. Skerpla er annar mánuður í sumri en skerpla vísar líklegast til lítils gróðurs að vori. Á þessum fallega degi í byrjun skerplu árið 2007 var þó enn snjór á Flateyri. Nafnið er ekki mjög...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...
Á að skrifa Jörð eða jörð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarl...
Hver er uppruni orðsins bakkelsi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti? Hér er einnig svarað spurningu Viktors:Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat? Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og e...
Hvað samdi Anton Bruckner margar sinfóníur?
Anton Bruckner (1824-96) var eitt af helstu sinfóníutónskáldum Vínarborgar á síðustu áratugum 19. aldar. Hann samdi 11 sinfóníur, en tvær hinar elstu voru ekki gefnar út fyrr en að honum látnum. Þar sem ekki þótti við hæfi að gefa þeim númerin 10 og 11 eru þær almennt kallaðar sinfóníur nr. 0 og nr. 00. Bruckn...
Hvers vegna er stærðfræði námsefni?
Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, s...
Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...