Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarlýsingu íslensks nútímamálsÍ ritreglum Íslenskrar málnefndar (2016) er eftirfarandi grein (1.2.2.3 C):
1.2.2.3 Nöfn á einstökum stöðum eru sérnöfn, til dæmis:Þessi grein úr hinum opinberu ritreglum málnefndarinnar, frá 2016, veitir í raun svarið við spurningunni, það er að heimilt sé að rita Jörð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum en að í öllu öðru samhengi skuli rita jörð. Íslensk málnefnd hafði áður fjallað um ritháttinn, í bréfi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins 12. maí 2011. Þar er bent á að fjöldi samnafna og sérnafna í íslensku hljómi eins (til dæmis grund og Grund) og það geti gilt um jörð. Samheitið jörð, með litlum staf, sé líklega algengast en það megi hins vegar „telja það sérheiti þegar sérstaklega er rætt um reikistjörnuna Jörð, til að mynda í upptalningu á reikistjörnum: Merkúr, Venus, Jörð, Mars“. Málnefndin mælir með því „að sérnafnstúlkunin sé notuð afar sparlega og einvörðungu þegar sérstaklega er rætt um reikistjörnuna Jörð“. Ritreglurnar frá 2016 veita síðan enn afdráttarlausari niðurstöðu, það er að aðeins sé heimilt að rita Jörð í upptalningu á reikistjörnum. Mynd:
[...]
C. Nöfn á einstökum stjörnum, vetrarbrautum, geimþokum, samstirnum og stjörnumerkjum • Mars, Merkúr, Venus, Svelgþokan, Kolapokinn, Karlsvagninn, Stóra Magellanskýið, Vatnsberinn Athugið. Íslensk heiti himintungla í okkar sólkerfi eru rituð með litlum upphafsstaf: sól, sunna, jörð, tungl og máni. Jörðin er þó stundum rituð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum: Merkúr, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus. Pólstjarnan er sérheiti en getur einnig verið samnafn í merkingunni ‘stjarnan sem sést yfir norðurpólnum’. Heiti stjörnumerkja í stjörnuspeki eru með litlum staf: hrútsmerkið.
- Earth - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 14.05.2014).
Svar við þessari spurningu birtist fyrst 19. maí 2014 en var endurskoðað 18. október 2017.