Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?

Sigríður Birna Ingimundardóttir og Kristín Káradóttir

SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum.

Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Alfred Vail (1807-1859), var frumkvöðull í þróun ritsímatækninnar á seinni hluta 4. áratugar 19. aldar. Meira er sagt frá morskóðanum í svari við spurningunni Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

The S.O.S. eða Neyðarkallið. Teikning af skipstjóra og lofskeytamanni Titanic. Þegar Titanic fórst árið 1912 hafði neyðarkallið SOS ekki náð að festa sig algjörlega í sessi og bárust bæði CQD og SOS neyðarkall frá því.

Árið 1906 var samþykkt á alþjóðlegri ráðstefnu í Berlín að SOS yrði gert að alþjóðlegu neyðarkalli frá og með 1. júlí 1908. Áður voru mismunandi neyðarköll notuð, margir notuðu CQD, til dæmis Bretar, en Bandaríkjamenn notuðu gjarnan NC og Þjóðverjar SOE. Það tók þó nokkur ár að festa SOS alveg í sessi sem alþjóðlegt neyðarkall.

Stafirnir SOS voru upphaflega valdir vegna þess að þetta eru mjög greinileg tákn (· · · — — — · · · eða stutt stutt stutt langt langt langt stutt stutt stutt) og það er mjög auðvelt að muna þau. Í venjulegu morsi er haft bil á milli stafa og orða en ákveðið var að í neyðarkallinu væru engin bil heldur kæmu táknin í einni runu. Rétta aðferðin til að sýna að ekki er um bil að ræða er með striki yfir stafina SOS en hefðin ræður því að strikinu er yfirleitt sleppt.

Stafirnir í SOS tákna ekkert sérstakt, allavega var það ekki hugsunin í upphafi. Seinna var farið að gefa þeim merkingu, hugsanlega til þess að muna þá betur. Vinsælt hefur verið að lesa SOS sem Save Our Souls (bjargið sálum okkar) eða Save Our Ship (bjargið skipi okkar). Margar aðrar merkingar hafa líka verið tengdar við SOS svo sem 'Save Our Skins', 'Save Our Stuff', 'Survivors On Shore'. Líklegt er að eitthvað svipað hafi gerst í öðrum tungumálum en ensku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.6.2008

Síðast uppfært

22.6.2018

Spyrjandi

Svanhvít Ingólfsdóttir
Agla Bettý Andrésdóttir
Logi Júlíusson
Elsa Bergsteinsdóttir

Tilvísun

Sigríður Birna Ingimundardóttir og Kristín Káradóttir. „Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12785.

Sigríður Birna Ingimundardóttir og Kristín Káradóttir. (2008, 13. júní). Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12785

Sigríður Birna Ingimundardóttir og Kristín Káradóttir. „Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12785>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?
SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum.

Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Alfred Vail (1807-1859), var frumkvöðull í þróun ritsímatækninnar á seinni hluta 4. áratugar 19. aldar. Meira er sagt frá morskóðanum í svari við spurningunni Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

The S.O.S. eða Neyðarkallið. Teikning af skipstjóra og lofskeytamanni Titanic. Þegar Titanic fórst árið 1912 hafði neyðarkallið SOS ekki náð að festa sig algjörlega í sessi og bárust bæði CQD og SOS neyðarkall frá því.

Árið 1906 var samþykkt á alþjóðlegri ráðstefnu í Berlín að SOS yrði gert að alþjóðlegu neyðarkalli frá og með 1. júlí 1908. Áður voru mismunandi neyðarköll notuð, margir notuðu CQD, til dæmis Bretar, en Bandaríkjamenn notuðu gjarnan NC og Þjóðverjar SOE. Það tók þó nokkur ár að festa SOS alveg í sessi sem alþjóðlegt neyðarkall.

Stafirnir SOS voru upphaflega valdir vegna þess að þetta eru mjög greinileg tákn (· · · — — — · · · eða stutt stutt stutt langt langt langt stutt stutt stutt) og það er mjög auðvelt að muna þau. Í venjulegu morsi er haft bil á milli stafa og orða en ákveðið var að í neyðarkallinu væru engin bil heldur kæmu táknin í einni runu. Rétta aðferðin til að sýna að ekki er um bil að ræða er með striki yfir stafina SOS en hefðin ræður því að strikinu er yfirleitt sleppt.

Stafirnir í SOS tákna ekkert sérstakt, allavega var það ekki hugsunin í upphafi. Seinna var farið að gefa þeim merkingu, hugsanlega til þess að muna þá betur. Vinsælt hefur verið að lesa SOS sem Save Our Souls (bjargið sálum okkar) eða Save Our Ship (bjargið skipi okkar). Margar aðrar merkingar hafa líka verið tengdar við SOS svo sem 'Save Our Skins', 'Save Our Stuff', 'Survivors On Shore'. Líklegt er að eitthvað svipað hafi gerst í öðrum tungumálum en ensku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....