Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?

Arnaldur Bjarnason og Heiða María Sigurðardóttir

Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má senda upplýsingarnar um langan veg, til að mynda með ritsímum og á milli tveggja skipa úti á sjó. Ef til að mynda ætti að senda skilaboðin "Bubbi" væri það táknað "_... .._ _... _... ..".

Ljósmynd af Samuel Morse, á myndinni sést ritsímatæki Morse. Ljósmyndin er tekin 1857.

Morsekóðinn var fundinn upp á fjórða áratug 19. aldar og heitir eftir skapara sínum, Bandaríkjamanninum Samuel F. B. Morse (1791-1872). Kóðinn var síðan endurbættur af samstarfsmanni Morse, Alfred L. Vail. Þann 6. janúar árið 1838 tókst þeim, ásamt Leonard D. Gale, að senda út fyrstu Morse-skilaboðin í gegnum ritsíma. Í mars árið 1843 fengust loks yfirvöld til að strengja ritsímalínu á milli Washington og Baltimore. Fyrstu skilaboðin sem send voru um línuna voru "What hath God wrought!" sem í lauslegri þýðingu er "Það sem Guð hefur skapað!"

Morsekóðinn var hannaður með enskt tungumál í huga. Þegar flytja átti Morsetæknina yfir til Evrópu þurfti að sjálfsögðu að finna ný tákn fyrir sérevrópska stafi. Árið 1851 var því Alþjóðlegi Morsekóðinn búinn til í Evrópu, og er hann töluvert frábrugðinn upphaflega kóðanum. Til að mynda voru strikin ( _ ) mislöng í upphaflegu útgáfu Morse, en eru af staðlaðri lengd í Alþjóðlega Morsekóðanum. Hinn seinni þykir einfaldari í notkun.

Notkun Morsekóðans hefur minnkað mikið af skiljanlegum ástæðum. Á tækniöld fara fjarskipti frekar fram í gegnum síma eða á spjallforritum. Morse-kóðinn er þó sums staðar enn við lýði, til að mynda hjá áhugamönnum um útvarpssendingar, og eru þá Morsemerkin jafnvel send landa á milli með langdrægum útvarpsbylgjum.

Heimildir og myndir:

Upphaflega hljómuðu spurningar spyrjenda svona:

Hvernig virkar Morsekóði? (Kári) Hver var Morse og hvaða uppgötvun gerði hann í fjarskiptum? (Gerður)

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

12.8.2005

Spyrjandi

Kári Jónsson, f. 1993, Gerður Lúðvíksdóttir, f. 1986

Tilvísun

Arnaldur Bjarnason og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5194.

Arnaldur Bjarnason og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 12. ágúst). Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5194

Arnaldur Bjarnason og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?
Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má senda upplýsingarnar um langan veg, til að mynda með ritsímum og á milli tveggja skipa úti á sjó. Ef til að mynda ætti að senda skilaboðin "Bubbi" væri það táknað "_... .._ _... _... ..".

Ljósmynd af Samuel Morse, á myndinni sést ritsímatæki Morse. Ljósmyndin er tekin 1857.

Morsekóðinn var fundinn upp á fjórða áratug 19. aldar og heitir eftir skapara sínum, Bandaríkjamanninum Samuel F. B. Morse (1791-1872). Kóðinn var síðan endurbættur af samstarfsmanni Morse, Alfred L. Vail. Þann 6. janúar árið 1838 tókst þeim, ásamt Leonard D. Gale, að senda út fyrstu Morse-skilaboðin í gegnum ritsíma. Í mars árið 1843 fengust loks yfirvöld til að strengja ritsímalínu á milli Washington og Baltimore. Fyrstu skilaboðin sem send voru um línuna voru "What hath God wrought!" sem í lauslegri þýðingu er "Það sem Guð hefur skapað!"

Morsekóðinn var hannaður með enskt tungumál í huga. Þegar flytja átti Morsetæknina yfir til Evrópu þurfti að sjálfsögðu að finna ný tákn fyrir sérevrópska stafi. Árið 1851 var því Alþjóðlegi Morsekóðinn búinn til í Evrópu, og er hann töluvert frábrugðinn upphaflega kóðanum. Til að mynda voru strikin ( _ ) mislöng í upphaflegu útgáfu Morse, en eru af staðlaðri lengd í Alþjóðlega Morsekóðanum. Hinn seinni þykir einfaldari í notkun.

Notkun Morsekóðans hefur minnkað mikið af skiljanlegum ástæðum. Á tækniöld fara fjarskipti frekar fram í gegnum síma eða á spjallforritum. Morse-kóðinn er þó sums staðar enn við lýði, til að mynda hjá áhugamönnum um útvarpssendingar, og eru þá Morsemerkin jafnvel send landa á milli með langdrægum útvarpsbylgjum.

Heimildir og myndir:

Upphaflega hljómuðu spurningar spyrjenda svona:

Hvernig virkar Morsekóði? (Kári) Hver var Morse og hvaða uppgötvun gerði hann í fjarskiptum? (Gerður)

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

...