- Þarfir samfélagsins: Samfélagið þarf á nokkrum hópi vel menntaðra einstaklinga að halda sem getur séð um verklegar framkvæmdir, til dæmis hannað byggingar, brýr og vegi. Enn er ekki liðin öld síðan Íslendingar urðu sjálfbjarga á því sviði. Stöðugt bætist við háþróuð tækni sem þarf að kunna skil á. Tæknin stuðlar að tæknilegri og efnahagslegri þróun samfélagsins.
- Þarfir einstaklingsins: Hver manneskja þarf að geta séð um sín mál: ráðstafað eigum sínum og aflafé, og vera læs á upplýsingar í umhverfinu. Flestir þurfa einnig að búa sig undir eitthvert sérhæft starf í þróuðu samfélagi iðnaðar, hátækni og upplýsinga. Menntun í stærðfræði sér einstaklingum fyrir tækjum til að takast á við líf sitt í menntun og starfi, einkalífi, félagslífi og sem þegn í samfélaginu.
- Menningarlegar ástæður: Upplýsingar og þekking flytjast frá einni kynslóð til annarrar með vel menntuðum þegnum. Það stuðlar að viðhaldi og þróun hugmyndafræði og menningar í samfélaginu.
- Niss, Mogens (1996). Goals of Mathematics Teaching. Í International Handbook of Mathematics Education, I, bls. 11–47. Dordrecht: Kluwer Academic Publishers.
- Sverrir Jakobsson. „Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2006. (Skoðað 13.02.2017).
- student-411947_960_720.jpg. (Sótt 13.02.2017).