I find it pretty amusing that the Wikipedia page for Dalvik still talks about my Icelandic heritage, despite the fact that I've never confirmed it. Quite the contrary, on several occasions I've publicly told the real story behind the name *and* disclaimed having any familial ties to Iceland. I'm even on the US court record with it, most recently for the Oracle v. Google trial. Here's how it happened: Back when Android was just starting, I needed to name my new virtual machine project. I'd just finished reading Issue #15 of the literary journal McSweeney's, which is mostly a collection of short stories from Icelandic authors, translated into English; it totally captured my imagination. This got me thinking that it would be fun to name my project after a place in Iceland. After a bit of web-based research, I found Dalvík, which seemed like a wonderful little town with a memorable name, and which could also be spelled at least mostly-correctly in computer source code. I dropped the accent over the "i", created an empty directory named "dalvik", and you know the rest.Dalvík í Eyjafirði dregur annars nafn af Svarfaðardalnum sem teygir sig upp frá bænum inn í fjalllendi Tröllaskagans. Bærinn byggðist upp á landi jarðanna Böggvisstaða, Brimness og Upsa. Í örnefnaskrá eftir Jóhannes Óla Sæmundsson um svæðið segir: „Dalvíkur-nafnið er ungt, eða frá því um síðustu aldamót. Verstöðin (þorpið) var jafnan nefnd fram að þeim tíma, og af mörgum miklu lengur, Böggvisstaðasandur.“ Dalvík hefur verið kaupstaður frá 1974. Nú heitir sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og nær yfir Dalvík og dreifbýlið þar í kring auk þéttbýlisstaðanna Hauganess og Árskógssands. Heimildir og mynd:
- Dalvik (software) á en.wikipedia.org.
- Jóhannes Óli Sæmundsson, Örnefni í Dalvíkurhreppi, handrit í örnefnasafni Árnastofnunar.
- Dalvíkurbyggð.
- Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.