Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti?Hér er einnig svarað spurningu Viktors:
Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat?Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og er notað um hvers kyns kökur. Það er vel þekkt í málinu og hefur verið notað frá því snemma á 19. öld, samanber þetta dæmi frá 1826 úr blaðinu Sunnanfara í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:
trakteraði eg hann og þá frændur mína [ [...]] vel á mat, bakkelsum og víni.Fjölmörg dæmi um orðið er einnig að finna á timarit.is. Svo virðist sem bakkelse sé minna notað í dönsku en áður þar sem það er ekki að finna í yngri orðabókum um danskt mál, til dæmis Nudansk ordbog eða Den danske ordbog en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700–1950, er það að finna og eldri mynd þess bagelse. Það er leitt af sögninni bage ‘baka’ með viðskeytinu -else sem þekkt er í ýmsum íslenskum tökuorðum úr dönsku eins og stífelsi, ergelsi, skúffelsi.
- pastries | at Lagkagehuset. Sooooo good. Next time I'm in Co… | Flickr. Myndrétthafi er Sean Munson. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 10.08.2016).