Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1314 svör fundust
Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...
Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?
Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...
Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?
Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...
Af hverju er grasið blautt á sumarmorgnum þótt ekki hafi rignt yfir nóttina?
Loft inniheldur alltaf eitthvað af vatnsgufu. Vatnsgufan, sem oft er einnig nefnd eimur, er ósýnileg, rétt eins og flestar aðrar lofttegundir. Því heitara sem loftið er, þeim mun meiri vatnsgufa getur verið á sveimi í því. Því lægri sem hitinn er, því meiri líkur eru á að vatnsgufan í því fari að þéttast. Kólni l...
Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?
Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...
Hvernig ferðast ljósið?
Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...
Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?
Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...
Hversu oft er fullt tungl í mánuði?
Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er f...
Hvað eru einlendar dýrategundir?
Einlend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði. Til að mynda eru allir lemúrar einlendir á afrísku eyjunni Madagaskar. Á hinum enda „útbreiðslurófsins“ eru tegundir sem hafa alheimsútbreiðslu e...
Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...
Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?
Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga. Helstu...
Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...
Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...
Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?
Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...
Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?
Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, b...