Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?

Árni Thorlacius, Hallgrímur Pálsson og Vignir Már Lýðsson

Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde en quatre-vingts jours, 1873).

Á bernskuárum sínum fór Jules Verne ásamt bróður sínum í Heimavistarskóla Saint Donatien (Petit séminaire de Saint-Donatien). Hann hafði mikinn áhuga á ferðalögum og könnunarleiðöngrum og sá áhugi kann að hafa leitt hann út í ritun vísindaskáldsagna. Í heimavistarskólanum lærði hann latínu sem hann notaði síðar þegar hann ritaði bókina Le Mariage de Monsieur Anselme des Tilleuls á 6. áratug 19. aldar.

Jules Verne (1828-1905).

Á meðal kennara Jules Verne var uppfinningamaðurinn og stærðfræðingurinn Brutus de Villeroi sem hannaði síðar fyrsta kafbát bandaríska hersins, USS Alligator af nafni. Villeroi hefur að öllum líkindum veitt Verne innblástur þegar hann skapaði kafbátinn Nautilus í bókinni Sæfaranum.

Veggmynd af Jules Verne á Florida. Á myndinni sést einnig atriði úr bókinni Ferðin til tunglsins (De la terre á la lune, 1865).

Af einkalífi Jules Verne er það að segja að hann kvæntist ekkjunni Honorine de Viane Morelog árið 1857. Þau eignuðust einn son, Michel að nafni, en fyrir átti hún tvö börn. Sonurinn kvæntist 16 ára leikkonu, átti tvö börn með henni en drekkti sér að lokum í skuldum. Þann 9. mars 1886 kom Verne að 25 ára þunglyndum frænda sínum. Frændinn skaut tvisvar á Verne, í fyrra skiptið hæfði hann ekki en í seinna skiptið fór byssukúlan í lærið og varð hann haltur af.

Jules Verne hafði einstaklega frjótt ímyndunarafl. Árið 1863 skrifaði Verne merkilega bók sem hann nefndi Paris au XXe siècle eða París á 20. öldinni. Þar lýsir hann heiminum eins og hann sér hann fyrir sér á komandi öld. Útgefandinn taldi að bókin myndi skaða orðspor Vernes og mælti með að hún yrði ekki gefin út fyrr en eftir minnst 20 ár. Verne faldi hana því á heimili sínu þar sem hún gleymdist. Árið 1989 fann barnabarnabarn hans bókina og gaf hana út árið 1994. Í bókinni segir Verne meðal annars frá gasknúnum bílum, reiknivélum og alþjóðlegu samskiptaneti.

Verne dó á heimili sínu þann 29. mars árið 1905 úr sykursýki. Tugir skáldsagna liggja eftir Verne og er hann iðulega nefndur faðir vísindaskáĺdsögunnar sem bókmenntagreinar, ásamt H. G. Wells.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

20.6.2008

Síðast uppfært

3.1.2022

Spyrjandi

Guðmundur Gunnar, f. 1991

Tilvísun

Árni Thorlacius, Hallgrímur Pálsson og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14077.

Árni Thorlacius, Hallgrímur Pálsson og Vignir Már Lýðsson. (2008, 20. júní). Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14077

Árni Thorlacius, Hallgrímur Pálsson og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?
Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde en quatre-vingts jours, 1873).

Á bernskuárum sínum fór Jules Verne ásamt bróður sínum í Heimavistarskóla Saint Donatien (Petit séminaire de Saint-Donatien). Hann hafði mikinn áhuga á ferðalögum og könnunarleiðöngrum og sá áhugi kann að hafa leitt hann út í ritun vísindaskáldsagna. Í heimavistarskólanum lærði hann latínu sem hann notaði síðar þegar hann ritaði bókina Le Mariage de Monsieur Anselme des Tilleuls á 6. áratug 19. aldar.

Jules Verne (1828-1905).

Á meðal kennara Jules Verne var uppfinningamaðurinn og stærðfræðingurinn Brutus de Villeroi sem hannaði síðar fyrsta kafbát bandaríska hersins, USS Alligator af nafni. Villeroi hefur að öllum líkindum veitt Verne innblástur þegar hann skapaði kafbátinn Nautilus í bókinni Sæfaranum.

Veggmynd af Jules Verne á Florida. Á myndinni sést einnig atriði úr bókinni Ferðin til tunglsins (De la terre á la lune, 1865).

Af einkalífi Jules Verne er það að segja að hann kvæntist ekkjunni Honorine de Viane Morelog árið 1857. Þau eignuðust einn son, Michel að nafni, en fyrir átti hún tvö börn. Sonurinn kvæntist 16 ára leikkonu, átti tvö börn með henni en drekkti sér að lokum í skuldum. Þann 9. mars 1886 kom Verne að 25 ára þunglyndum frænda sínum. Frændinn skaut tvisvar á Verne, í fyrra skiptið hæfði hann ekki en í seinna skiptið fór byssukúlan í lærið og varð hann haltur af.

Jules Verne hafði einstaklega frjótt ímyndunarafl. Árið 1863 skrifaði Verne merkilega bók sem hann nefndi Paris au XXe siècle eða París á 20. öldinni. Þar lýsir hann heiminum eins og hann sér hann fyrir sér á komandi öld. Útgefandinn taldi að bókin myndi skaða orðspor Vernes og mælti með að hún yrði ekki gefin út fyrr en eftir minnst 20 ár. Verne faldi hana því á heimili sínu þar sem hún gleymdist. Árið 1989 fann barnabarnabarn hans bókina og gaf hana út árið 1994. Í bókinni segir Verne meðal annars frá gasknúnum bílum, reiknivélum og alþjóðlegu samskiptaneti.

Verne dó á heimili sínu þann 29. mars árið 1905 úr sykursýki. Tugir skáldsagna liggja eftir Verne og er hann iðulega nefndur faðir vísindaskáĺdsögunnar sem bókmenntagreinar, ásamt H. G. Wells.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....