Á kortinu sést líka að innan nokkurra landa sem breyta klukkunni eru svæði þar sem sami tími er í gildi allt árið. Í Kanada er til dæmis sumartími allt árið í fylkinu Saskatchewan og á litlum svæðum í Bresku Kólumbíu, Ontario, Quebec og Nunavut, á meðan langstærsti hluti landsins skiptir á milli sumar- og vetrartíma. Í Bandaríkjunum gildir sumartími allt árið um kring í stærstum hluta Arizonafylkis en í öðrum fylkjum er klukkunni breytt tvisvar á ári. Í heimildunum hér fyrir neðan eru greinar eftir Þorstein Sæmundsson í Almanaki Háskólans. Þar er ítarlegri umfjöllun um sumartíma sem lesendur eru hvattir til að kynna sér. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl. 17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Þorsteinn Sæmundsson. Um tímareikning á Íslandi. Almanak Háskóla Íslands. Skoðað 23.4.2008.
- Þorsteinn Sæmundsson. Ný tillaga um „sumartíma“. Almanak Háskóla Íslands. Skoðað 23.4.2008.
- Lög um tímareikning á Íslandi nr. 6 1968.
- Daylight saving time á Wikipedia. Skoðað 23.4.2008.
- Daylight saving time á Wikipedia. Skoðað 23.4.2008 og uppfært 28.3.2012.
Margir hafa spurt um hvenær Íslendingar hættu að breyta klukkunni á vorin og haustin. Aðrir spyrjendur eru:
Jón Gunnar Sæmundsson, Kristbjörg Helgadóttir, Ingileif Bjarnadóttir, Þóra Guðnadóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Guðmundur ÓlafssonHér er einnig svarað spurningu Ólafs Magnússonar:
Hvaða lönd önnur er Ísland hafa ekki sumartíma?