Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:
  • Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi?
  • Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands?
  • Hvaða tímamunur er á Tékklandi og Íslandi?
  • Hvað er tímamunurinn á Íslandi og Kanaríeyjum?
  • Hvað er klukkan núna í Afríku?
  • Hvaða tímasvæði er CEST?

Aðrir spyrjendur eru: Valgerður Hannesdóttir, Hallbera Gunnarsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Ásdís Halldóra og Unnar Freyr Erlendsson.


Með hjálp internetsins er mjög auðvelt og fljótlegt að sjá hvað klukkan er á hinum ýmsu stöðum í heiminum með því einfaldlega að slá beint inn í vafrann „time X“ þar sem X stendur fyrir heitið á þeim stað sem um ræðir. Þá birtist listi yfir hinar ýmsu síður gefa upplýsingar um tíma. Einnig er hægt að fara beint inn á slíkar síður, til dæmis Time and date.com, WorldTimeServer.com og Time Zone Converter.

Ef síðastnefndi vefurinn er tekinn sem dæmi þá má þar meðal annars sjá hvað klukkan er í ýmsum löndum nákvæmlega á þessari stundu, hvað klukkan er á einum stað þegar hún er eitthvað ákveðið á öðrum stað (finna tímamismuninn) og hvert frávikið er frá alþjóðlegum staðaltíma. Þar er einnig að finna útskýringar á skammstöfunum sem gjarnan eru notaðar þegar tími er gefinn upp.

Á þessari ágætu síðu er til dæmis hægt að sjá að í ágúst (þegar þetta er skrifað) er klukkan 14 eða tvö eftir hádegi í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi. Hins vegar er tímamunurinn á milli Íslands og Danmerkur aðeins 1 klukkustund yfir veturinn þar sem Danir, líkt og svo margar aðrar þjóðir, eru með sérstakan sumartíma. Því er klukkan hjá þeim aðeins 13 eða eitt eftir hádegi yfir veturinn þegar hún er 12 á hádegi hjá okkur.

Noregur og Tékkland eru bæði í sama tímabelti og Danmörk og tímamunurinn á milli þessara landa og Íslands því sá sami, ein klukkustund yfir veturinn en tvær yfir sumarið.

Tímabeltum Evrópu skipt upp með litum. Ljósari svæði þýða að sami tími er allt árið um kring, dekkri svæði notast við sumartíma.

Þeir sem skoða upplýsingar um þessi lönd hafa sjálfsagt rekið augun í að undir ’Time Zone‘ kemur skammstöfunin UTC +2 hours og síðan CEST. Fyrri skammstöfunin stendur fyrir Universal Time Coordinated (oft er líka talað um Coordinated Universal Time en skammstöfunin er sú sama) eða alþjóðlegan staðaltíma. Þess má geta að alþjóðlegur staðaltími er hinn sami og Greenwich-tími sem skammstafaður er GMT. CEST stendur hins vegar fyrir Central European Summer Time eða sumartíma í Mið-Evrópu. ’UTC +2 hours‘ gefur því til kynna að sumartími í Mið-Evrópu (CEST) er tveimur tímum á undan alþjóðlegum staðaltíma.

Hér var líka spurt um tímamuninn á milli Íslands og Kanaríeyja. Yfir vetrartímann gildir alþjóðlegur staðaltími á Kanaríeyjum rétt eins og á Íslandi og klukkan því það sama á báðum stöðum. Á vorin er hins vegar skipt yfir í sumartíma á Kanaríeyjum og er klukkan þar þá einni klukkustund á undan okkar.

Einnig var spurt um hvað klukkan sé í Afríku núna. Í stuttu máli er hún allt frá klukkustund á eftir okkar tíma (á Grænhöfðaeyjum) til fjögurra klukkustunda á undan okkur (Máritíus, Réunion og Seychelles-eyjar). Með því að smella hér má skoða eitt af mörgum kortum á netinu sem sýna tímabeltin fyrir allan heiminn, lönd Afríku þar með talin. Þar er auðvelt að sjá hvað þarf að bæta mörgum klukkutímum við alþjóðlega staðaltímann til að fá tímann í hverju landi. Um leið getum við séð hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum. Rétt er þó að geta þess að kortið tekur ekki tillit til þeirra landa sem breyta yfir í sumartíma á vorin. Það kemur þó ekki að sök þegar Afríka á í hlut þar sem flest ríki álfunnar hafa sama tímakerfi allt árið.

Nánar er fjallað um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni: Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Einnig má benda á önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni:

Kort:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.8.2006

Síðast uppfært

21.2.2019

Spyrjandi

Bára Sif

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6120.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 11. ágúst). Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6120

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6120>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:

  • Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi?
  • Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands?
  • Hvaða tímamunur er á Tékklandi og Íslandi?
  • Hvað er tímamunurinn á Íslandi og Kanaríeyjum?
  • Hvað er klukkan núna í Afríku?
  • Hvaða tímasvæði er CEST?

Aðrir spyrjendur eru: Valgerður Hannesdóttir, Hallbera Gunnarsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Ásdís Halldóra og Unnar Freyr Erlendsson.


Með hjálp internetsins er mjög auðvelt og fljótlegt að sjá hvað klukkan er á hinum ýmsu stöðum í heiminum með því einfaldlega að slá beint inn í vafrann „time X“ þar sem X stendur fyrir heitið á þeim stað sem um ræðir. Þá birtist listi yfir hinar ýmsu síður gefa upplýsingar um tíma. Einnig er hægt að fara beint inn á slíkar síður, til dæmis Time and date.com, WorldTimeServer.com og Time Zone Converter.

Ef síðastnefndi vefurinn er tekinn sem dæmi þá má þar meðal annars sjá hvað klukkan er í ýmsum löndum nákvæmlega á þessari stundu, hvað klukkan er á einum stað þegar hún er eitthvað ákveðið á öðrum stað (finna tímamismuninn) og hvert frávikið er frá alþjóðlegum staðaltíma. Þar er einnig að finna útskýringar á skammstöfunum sem gjarnan eru notaðar þegar tími er gefinn upp.

Á þessari ágætu síðu er til dæmis hægt að sjá að í ágúst (þegar þetta er skrifað) er klukkan 14 eða tvö eftir hádegi í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi. Hins vegar er tímamunurinn á milli Íslands og Danmerkur aðeins 1 klukkustund yfir veturinn þar sem Danir, líkt og svo margar aðrar þjóðir, eru með sérstakan sumartíma. Því er klukkan hjá þeim aðeins 13 eða eitt eftir hádegi yfir veturinn þegar hún er 12 á hádegi hjá okkur.

Noregur og Tékkland eru bæði í sama tímabelti og Danmörk og tímamunurinn á milli þessara landa og Íslands því sá sami, ein klukkustund yfir veturinn en tvær yfir sumarið.

Tímabeltum Evrópu skipt upp með litum. Ljósari svæði þýða að sami tími er allt árið um kring, dekkri svæði notast við sumartíma.

Þeir sem skoða upplýsingar um þessi lönd hafa sjálfsagt rekið augun í að undir ’Time Zone‘ kemur skammstöfunin UTC +2 hours og síðan CEST. Fyrri skammstöfunin stendur fyrir Universal Time Coordinated (oft er líka talað um Coordinated Universal Time en skammstöfunin er sú sama) eða alþjóðlegan staðaltíma. Þess má geta að alþjóðlegur staðaltími er hinn sami og Greenwich-tími sem skammstafaður er GMT. CEST stendur hins vegar fyrir Central European Summer Time eða sumartíma í Mið-Evrópu. ’UTC +2 hours‘ gefur því til kynna að sumartími í Mið-Evrópu (CEST) er tveimur tímum á undan alþjóðlegum staðaltíma.

Hér var líka spurt um tímamuninn á milli Íslands og Kanaríeyja. Yfir vetrartímann gildir alþjóðlegur staðaltími á Kanaríeyjum rétt eins og á Íslandi og klukkan því það sama á báðum stöðum. Á vorin er hins vegar skipt yfir í sumartíma á Kanaríeyjum og er klukkan þar þá einni klukkustund á undan okkar.

Einnig var spurt um hvað klukkan sé í Afríku núna. Í stuttu máli er hún allt frá klukkustund á eftir okkar tíma (á Grænhöfðaeyjum) til fjögurra klukkustunda á undan okkur (Máritíus, Réunion og Seychelles-eyjar). Með því að smella hér má skoða eitt af mörgum kortum á netinu sem sýna tímabeltin fyrir allan heiminn, lönd Afríku þar með talin. Þar er auðvelt að sjá hvað þarf að bæta mörgum klukkutímum við alþjóðlega staðaltímann til að fá tímann í hverju landi. Um leið getum við séð hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum. Rétt er þó að geta þess að kortið tekur ekki tillit til þeirra landa sem breyta yfir í sumartíma á vorin. Það kemur þó ekki að sök þegar Afríka á í hlut þar sem flest ríki álfunnar hafa sama tímakerfi allt árið.

Nánar er fjallað um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni: Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Einnig má benda á önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni:

Kort:...