Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu oft er fullt tungl í mánuði?

Birta Abiba Hafdísardóttir, Júlíanna Ström og Sólrún Halla Einarsdóttir

Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi.

Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er fullt þar til það verður það aftur, kallast tunglmánuður (e. lunar month). Hann er um það bil 29,53 sólarhringar, eða 29 dagar, 12 klukkustundir, 44 mínútur og 2,9 sekúndur, að lengd. Af þessu sést að í mánuði sem er 30 eða 31 dagar gæti tvisvar verið fullt tungl, einu sinni í upphafi mánaðarins og aftur við lok hans. Eins getur það komið fyrir að tunglið nái ekki að verða alveg fullt í febrúar, sem er aðeins 28 eða 29 dagar að lengd, eftir því hvort hlaupár er. Oftast er þó fullt tungl einu sinni í mánuði.

Tunglið er fullt um það bil einu sinni í hverjum almanaksmánuði.

Orðið mánuður er dregið af orðinu máni en upphaflega átti orðið við einn tunglmánuð. Eitt hvarfár er tíminn sem líður milli sólhvarfa, það er umferðartími jarðar um sólu. Hvarfár er um það bil 365,2422 sólarhringar að lengd, eða 365 dagar, 5 klukkustundir, 48 mínútur og 46 sekúndur. Árstíðaskipti og ákveðin stjarnfræðileg fyrirbæri eins og sólstöður og jafndægur fylgja hvarfárinu og því fannst mörgum tímatalssmiðum heppilegt að fylgja því. Hins vegar gengur lengd tunglmánaðar alls ekki upp í lengd hvarfárs, en um það bil 12,369 tunglmánuðir eru í einu hvarfári.

Hér á Vesturlöndum fylgjum við svokölluðu sólmiðuðu tímatali (e. solar calendar). Áhersla er lögð á að hvert ár sé sem næst hvarfári að lengd í dögum talið en tunglmánuðum er gefinn lítill gaumur. Einn helsti galli slíks tímatals er að almanaksmánuðirnir passa engan veginn við kvartilaskipti tunglsins. Til eru aðrar gerðir tímatala sem láta hvern mánuð vera sem næst einum tunglmánuði að lengd en þá er fullt tungl nákvæmlega einu sinni í mánuði, alltaf á sama tíma.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.6.2012

Spyrjandi

Magnús Sigurbjörnsson

Tilvísun

Birta Abiba Hafdísardóttir, Júlíanna Ström og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hversu oft er fullt tungl í mánuði?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54342.

Birta Abiba Hafdísardóttir, Júlíanna Ström og Sólrún Halla Einarsdóttir. (2012, 18. júní). Hversu oft er fullt tungl í mánuði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54342

Birta Abiba Hafdísardóttir, Júlíanna Ström og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hversu oft er fullt tungl í mánuði?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54342>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu oft er fullt tungl í mánuði?
Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi.

Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er fullt þar til það verður það aftur, kallast tunglmánuður (e. lunar month). Hann er um það bil 29,53 sólarhringar, eða 29 dagar, 12 klukkustundir, 44 mínútur og 2,9 sekúndur, að lengd. Af þessu sést að í mánuði sem er 30 eða 31 dagar gæti tvisvar verið fullt tungl, einu sinni í upphafi mánaðarins og aftur við lok hans. Eins getur það komið fyrir að tunglið nái ekki að verða alveg fullt í febrúar, sem er aðeins 28 eða 29 dagar að lengd, eftir því hvort hlaupár er. Oftast er þó fullt tungl einu sinni í mánuði.

Tunglið er fullt um það bil einu sinni í hverjum almanaksmánuði.

Orðið mánuður er dregið af orðinu máni en upphaflega átti orðið við einn tunglmánuð. Eitt hvarfár er tíminn sem líður milli sólhvarfa, það er umferðartími jarðar um sólu. Hvarfár er um það bil 365,2422 sólarhringar að lengd, eða 365 dagar, 5 klukkustundir, 48 mínútur og 46 sekúndur. Árstíðaskipti og ákveðin stjarnfræðileg fyrirbæri eins og sólstöður og jafndægur fylgja hvarfárinu og því fannst mörgum tímatalssmiðum heppilegt að fylgja því. Hins vegar gengur lengd tunglmánaðar alls ekki upp í lengd hvarfárs, en um það bil 12,369 tunglmánuðir eru í einu hvarfári.

Hér á Vesturlöndum fylgjum við svokölluðu sólmiðuðu tímatali (e. solar calendar). Áhersla er lögð á að hvert ár sé sem næst hvarfári að lengd í dögum talið en tunglmánuðum er gefinn lítill gaumur. Einn helsti galli slíks tímatals er að almanaksmánuðirnir passa engan veginn við kvartilaskipti tunglsins. Til eru aðrar gerðir tímatala sem láta hvern mánuð vera sem næst einum tunglmánuði að lengd en þá er fullt tungl nákvæmlega einu sinni í mánuði, alltaf á sama tíma.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....