Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar Jónsson
  • Af hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg Sigfúsdóttir
  • Af hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur Fjalar
  • Hvenær eru áramót hjá þeim sem fylgja tunglári? Hver er munurinn á tunglári og okkar tímatali? Fylgja Kínverjar tunglári? Kristín Sigurðardóttir
Svarið við þessu öllu er fólgið í því hvernig háttað er annars vegar gangi tungls um jörð og hins vegar gangi jarðar um sól.

Árið sem tímatal okkar miðast við nefnist hvarfár (e. tropical year). Samkvæmt stjörnufræðinni er það tíminn sem líður frá því að sólin er í vorpunkti himins þar til hún kemur þangað aftur eftir einn hring á festingunni. Vorpunktur er punkturinn þar sem braut sólar sker miðbaug himins og sólin er á norðurleið. Hvarfárið ræður árstíðaskiptum og tilteknum stjarnfræðilegum atburðum ársins eins og jafndægrum og sólstöðum. Það þýðir meðal annars að eftir 100 eða 1000 hvarfár eru þessir atburðir enn á sama stað í hvarfárinu. Hvarfárið er sem næst 365,2422 sólarhringar að lengd.

Mánuðurinn sem menn taka yfirleitt til viðmiðunar í tímatali nefnist tunglmánuður (e. lunar month). Það er tíminn sem líður til dæmis frá því að tungl er fullt þar til það verður það aftur. Þeir sem hafa tunglmánuði í tímatali sínu geta gengið að því vísu að kvartilaskipti tunglsins séu alltaf nokkurn veginn eins á vegi stödd á sama degi í hverjum mánuði. Tunglmánuðurinn er sem næst 29,53 sólarhringar á lengd.

Ef við deilum nú lengd tunglmánaðarins upp í hvarfárið fáum við út fjölda tunglmánaða í árinu. Útkoman er hins vegar ekki heil tala, heldur 12,369 mánuðir eða 12 mánuðir og tæpir 11 sólarhringar. Lætur nærri að 235 tunglmánuðir séu í 19 hvarfárum.

En þarna er vandi tímatalssmiðanna kominn í hnotskurn: Við mundum gjarnan vilja miða árið við hvarfár náttúrunnar og mánuðinn við tunglmánuð kvartilaskiptanna. Hins vegar gengur ekki umsvifalaust upp að láta fjölda mánaða í árinu vera eina og sömu heilu töluna ár eftir ár, hvort sem hún væri valin sem 12 eða 13. Menn hafa einkum brugðist við þessum vanda með þrennum hætti.

í fyrsta lagi er hægt að leggja áhersluna á árið og láta hvert ár út af fyrir sig vera sem næst hvarfárinu að lengd í dögum talið, það er að segja ýmist 365 eða 366 daga eftir ákveðinni reglu, þannig að meðalárið verði sem næst réttu hvarfári að lengd. Tunglmánuðirnir eru þá látnir víkja í tímatalinu. Hins vegar má láta árið vera 12 almanaksmánuði sem eru þá að meðaltali nokkru lengri en tunglmánuðirnir til að dæmið gangi upp.

Svona tímatal má kalla sólmiðað (e. solar calendar) og það er sem kunnugt er notað hér á Vesturlöndum. Það hefur auðvitað ýmsa kosti en helsti galli þess er sá að kvartilaskipti tungls ríma engan veginn við almanaksmánuðina.

Í öðru lagi hafa sum samfélög brugðið á það ráð að fara bil beggja og miða tímatalið bæði við tungl og sól. Mánuðirnir eru þá ýmist 29 eða 30 sólarhringar á víxl eftir föstum reglum þannig að meðalmánuðurinn verði sem næst 29,53 sólarhringar. Fjöldi mánaða í árinu er síðan einnig hafður breytilegur, ýmist 12 eða 13 eftir fastri reglu sem tryggir að meðalárið verði rétt samkvæmt þeim tölum sem áður voru nefndar. Þetta leiðir síðan til þess að áramót í slíku tímatali færast til um 1-2 vikur fram og aftur miðað við okkar tímatal.

Tímatalskerfi sem þessi lýsing á við um eru kölluð á ensku lunisolar. Lipurt orð hefur ekki komið fram um það á íslensku svo að okkur sé kunnugt, en stungið hefur verið upp á að kalla þetta sólbundið tungltímatal. Tímatalskerfi Gyðinga og Kínverja eru þessarar ættar og kannast sumir sjálfsagt við að nýár Kínverja færist til eins og áður var lýst.

Í þriðja lagi er hægt að miða tímatalið eingöngu við tunglmánuðinn. Lengd mánaðanna er þá ákvörðuð með sama hætti og lýst var hér á undan, þannig að meðaltalið verði réttur tunglmánuður. Hins vegar er í engu skeytt um hvarfárið heldur er hvert ár einfaldlega látið vera 12 (tungl)mánuðir eða um það bil 354 sólarhringar. Slíkt tímatal er kallað tunglmiðað eða tungltímatal (e. lunar calendar).

Í tunglmiðuðu tímatali færast árstíðabundnir atburðir náttúrunnar eins og jafndægur og sólstöður, sumar og vetur, til innan ársins um 11 daga á ári, alltaf í sömu átt. Jafnframt færast atburðir almanaksársins, svo sem nýár, til miðað við tímatal okkar. Þekktasta dæmið um tímatal af þessum toga er tímatal íslams. Margir kannast sjálfsagt við það til að mynda að föstumánuðurinn ramadan færist til með þessum hætti miðað við tímatal okkar.

Hægt er að fræðast um hin ýmsu tímatalskerfi á Veraldarvefnum með því að setja til dæmis orðið “calendars” inn í leitarvél. Í þessu svari höfum við þannig stuðst við ritsmíð með þessu heiti eftir L.E. Doggett.

Einnig eru á vefnum nokkur forrit sem reikna út til dæmis dagsetningar milli tímatalskerfa, vikudag fyrir tiltekinn mánaðardag og svo framvegis. Í forritinu Calendrica er til dæmis hægt að fá svör við einstökum atriðum sem nefnd eru í spurningunum í byrjun svarsins.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

27.1.2003

Spyrjandi

Stefanía Ástrós, f. 1992

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3069.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 27. janúar). Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3069

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3069>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar Jónsson
  • Af hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg Sigfúsdóttir
  • Af hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur Fjalar
  • Hvenær eru áramót hjá þeim sem fylgja tunglári? Hver er munurinn á tunglári og okkar tímatali? Fylgja Kínverjar tunglári? Kristín Sigurðardóttir
Svarið við þessu öllu er fólgið í því hvernig háttað er annars vegar gangi tungls um jörð og hins vegar gangi jarðar um sól.

Árið sem tímatal okkar miðast við nefnist hvarfár (e. tropical year). Samkvæmt stjörnufræðinni er það tíminn sem líður frá því að sólin er í vorpunkti himins þar til hún kemur þangað aftur eftir einn hring á festingunni. Vorpunktur er punkturinn þar sem braut sólar sker miðbaug himins og sólin er á norðurleið. Hvarfárið ræður árstíðaskiptum og tilteknum stjarnfræðilegum atburðum ársins eins og jafndægrum og sólstöðum. Það þýðir meðal annars að eftir 100 eða 1000 hvarfár eru þessir atburðir enn á sama stað í hvarfárinu. Hvarfárið er sem næst 365,2422 sólarhringar að lengd.

Mánuðurinn sem menn taka yfirleitt til viðmiðunar í tímatali nefnist tunglmánuður (e. lunar month). Það er tíminn sem líður til dæmis frá því að tungl er fullt þar til það verður það aftur. Þeir sem hafa tunglmánuði í tímatali sínu geta gengið að því vísu að kvartilaskipti tunglsins séu alltaf nokkurn veginn eins á vegi stödd á sama degi í hverjum mánuði. Tunglmánuðurinn er sem næst 29,53 sólarhringar á lengd.

Ef við deilum nú lengd tunglmánaðarins upp í hvarfárið fáum við út fjölda tunglmánaða í árinu. Útkoman er hins vegar ekki heil tala, heldur 12,369 mánuðir eða 12 mánuðir og tæpir 11 sólarhringar. Lætur nærri að 235 tunglmánuðir séu í 19 hvarfárum.

En þarna er vandi tímatalssmiðanna kominn í hnotskurn: Við mundum gjarnan vilja miða árið við hvarfár náttúrunnar og mánuðinn við tunglmánuð kvartilaskiptanna. Hins vegar gengur ekki umsvifalaust upp að láta fjölda mánaða í árinu vera eina og sömu heilu töluna ár eftir ár, hvort sem hún væri valin sem 12 eða 13. Menn hafa einkum brugðist við þessum vanda með þrennum hætti.

í fyrsta lagi er hægt að leggja áhersluna á árið og láta hvert ár út af fyrir sig vera sem næst hvarfárinu að lengd í dögum talið, það er að segja ýmist 365 eða 366 daga eftir ákveðinni reglu, þannig að meðalárið verði sem næst réttu hvarfári að lengd. Tunglmánuðirnir eru þá látnir víkja í tímatalinu. Hins vegar má láta árið vera 12 almanaksmánuði sem eru þá að meðaltali nokkru lengri en tunglmánuðirnir til að dæmið gangi upp.

Svona tímatal má kalla sólmiðað (e. solar calendar) og það er sem kunnugt er notað hér á Vesturlöndum. Það hefur auðvitað ýmsa kosti en helsti galli þess er sá að kvartilaskipti tungls ríma engan veginn við almanaksmánuðina.

Í öðru lagi hafa sum samfélög brugðið á það ráð að fara bil beggja og miða tímatalið bæði við tungl og sól. Mánuðirnir eru þá ýmist 29 eða 30 sólarhringar á víxl eftir föstum reglum þannig að meðalmánuðurinn verði sem næst 29,53 sólarhringar. Fjöldi mánaða í árinu er síðan einnig hafður breytilegur, ýmist 12 eða 13 eftir fastri reglu sem tryggir að meðalárið verði rétt samkvæmt þeim tölum sem áður voru nefndar. Þetta leiðir síðan til þess að áramót í slíku tímatali færast til um 1-2 vikur fram og aftur miðað við okkar tímatal.

Tímatalskerfi sem þessi lýsing á við um eru kölluð á ensku lunisolar. Lipurt orð hefur ekki komið fram um það á íslensku svo að okkur sé kunnugt, en stungið hefur verið upp á að kalla þetta sólbundið tungltímatal. Tímatalskerfi Gyðinga og Kínverja eru þessarar ættar og kannast sumir sjálfsagt við að nýár Kínverja færist til eins og áður var lýst.

Í þriðja lagi er hægt að miða tímatalið eingöngu við tunglmánuðinn. Lengd mánaðanna er þá ákvörðuð með sama hætti og lýst var hér á undan, þannig að meðaltalið verði réttur tunglmánuður. Hins vegar er í engu skeytt um hvarfárið heldur er hvert ár einfaldlega látið vera 12 (tungl)mánuðir eða um það bil 354 sólarhringar. Slíkt tímatal er kallað tunglmiðað eða tungltímatal (e. lunar calendar).

Í tunglmiðuðu tímatali færast árstíðabundnir atburðir náttúrunnar eins og jafndægur og sólstöður, sumar og vetur, til innan ársins um 11 daga á ári, alltaf í sömu átt. Jafnframt færast atburðir almanaksársins, svo sem nýár, til miðað við tímatal okkar. Þekktasta dæmið um tímatal af þessum toga er tímatal íslams. Margir kannast sjálfsagt við það til að mynda að föstumánuðurinn ramadan færist til með þessum hætti miðað við tímatal okkar.

Hægt er að fræðast um hin ýmsu tímatalskerfi á Veraldarvefnum með því að setja til dæmis orðið “calendars” inn í leitarvél. Í þessu svari höfum við þannig stuðst við ritsmíð með þessu heiti eftir L.E. Doggett.

Einnig eru á vefnum nokkur forrit sem reikna út til dæmis dagsetningar milli tímatalskerfa, vikudag fyrir tiltekinn mánaðardag og svo framvegis. Í forritinu Calendrica er til dæmis hægt að fá svör við einstökum atriðum sem nefnd eru í spurningunum í byrjun svarsins. ...