Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?

Jón Már Halldórsson

Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga.

Helstu einkenni fálka eru meðal annars oddmjóir vængir sem gera þeim kleift að ná miklum flughraða og breyta stefnu snögglega. Fálkar hafa hlutfallslega stór augu og hvassan gogg, kraftmiklar og langar klær, enda eru þeir mestu veiðifuglar jarðar.


Fálki (Falco rusticolus) á flugi við Mývatn.

Á Íslandi verpa tvær tegundir fálka, fálkinn eða valur (Falco rusticolus) og smyrill (Falco columbarius) en það eru einmitt stærsti og minnsti meðlimur ættkvíslarinnar.

Spyrjandi vill vita hvað allar tegundir fálka heita. Hér fyrir neðan fylgja tegundaheitin og höfundur gerir sitt besta til að nefna þá alla á íslensku líka. Í nokkur skipti fylgir þó aðeins enskt heiti með latneska tegundarheitinu.

  1. Falco ardosiaceus – gráfálki
  2. Falco biarmicus – slagfálki
  3. Falco cenchroides – ástralíu-turnfálki
  4. Falco cherrug – vargfálki
  5. Falco columbarius – smyrill
  6. Falco concolor – skuggafálki
  7. Falco eleonorae – eyfálki
  8. Falco jugger – höggfálki
  9. Falco mexicanus – sléttufálki
  10. Falco naumanni – kliðfálki
  11. Falco newtoni – kóralfálki
  12. Falco peregrinus – förufálki
  13. Falco punctatus – útlagafálki
  14. Falco rusticolus – fálki, valur
  15. Falco sparverius – skrúðfálki
  16. Falco subbuteo – gunnfálki
  17. Falco tinnunculus – turnfálki
  18. Falco vespertinus – kvöldfálki
  19. Falco araea – seychelle-eyjafálki
  20. Falco subniger – svartfálki
  21. Falco novaeseelandiae – nýsjálandsfálki
  22. Falco cuvierii - (e. African hobby)
  23. Falco rufigularis - blökufálki*
  24. Falco deiroleucus - gulbrystingsfálki*
  25. Falco berigora – brúnfálki
  26. Falco fasciinucha – (e. Taita Falcon)
  27. Falco amurensis – amurfálki*
  28. Falco hypoleucos – (e. Grey Falcon)
  29. Falco alopex – reffálki*
  30. Falco zoniventris – rákarfálki*
  31. Falco dickinsoni – dickinson-fálki*
  32. Falco femoralis – (e. Aplomado Falcon)
  33. Falco severus – harðfálki*
  34. Falco longipennis – skaftfálki*
  35. Falco moluccensis – deplafálki*
  36. Falco rupicoloides – glyrnufálki*
  37. Falco chicquera – (e. Red-necked Falcon)

Stjörnumerkt (*) fálkaheiti eru íslenskun höfundar.

Þess má geta að ein fálkategund Falco duboisi, sem kennd er við náttúrufræðinginn Dubois og lifði á eyjunni Reunion í Indlandshafi dó út í kringum árið 1700. Hann er sennilega eina tegundin af ættkvíslinni sem vitað er að hafi dáið út á sögulegum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Óskar Ingimarsson. Dýra- og plöntuorðabók. 1989. Örn og Örlygur. Reykjavík.
  • White, Clayton M.; Olsen, Penny D. & Kiff, Lloyd F. (1994): Family Falconidae. Ritstjórar: del Hoyo, Josep; Elliott, Andrew & Sargatal, Jordi: Handbook of Birds of the World. Volume 2 (New World Vultures to Guineafowl): 216-275, plates 24-28. Lynx Edicions, Barcelona.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.2.2009

Spyrjandi

Rannveig Ósk Jónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51532.

Jón Már Halldórsson. (2009, 19. febrúar). Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51532

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51532>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?
Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga.

Helstu einkenni fálka eru meðal annars oddmjóir vængir sem gera þeim kleift að ná miklum flughraða og breyta stefnu snögglega. Fálkar hafa hlutfallslega stór augu og hvassan gogg, kraftmiklar og langar klær, enda eru þeir mestu veiðifuglar jarðar.


Fálki (Falco rusticolus) á flugi við Mývatn.

Á Íslandi verpa tvær tegundir fálka, fálkinn eða valur (Falco rusticolus) og smyrill (Falco columbarius) en það eru einmitt stærsti og minnsti meðlimur ættkvíslarinnar.

Spyrjandi vill vita hvað allar tegundir fálka heita. Hér fyrir neðan fylgja tegundaheitin og höfundur gerir sitt besta til að nefna þá alla á íslensku líka. Í nokkur skipti fylgir þó aðeins enskt heiti með latneska tegundarheitinu.

  1. Falco ardosiaceus – gráfálki
  2. Falco biarmicus – slagfálki
  3. Falco cenchroides – ástralíu-turnfálki
  4. Falco cherrug – vargfálki
  5. Falco columbarius – smyrill
  6. Falco concolor – skuggafálki
  7. Falco eleonorae – eyfálki
  8. Falco jugger – höggfálki
  9. Falco mexicanus – sléttufálki
  10. Falco naumanni – kliðfálki
  11. Falco newtoni – kóralfálki
  12. Falco peregrinus – förufálki
  13. Falco punctatus – útlagafálki
  14. Falco rusticolus – fálki, valur
  15. Falco sparverius – skrúðfálki
  16. Falco subbuteo – gunnfálki
  17. Falco tinnunculus – turnfálki
  18. Falco vespertinus – kvöldfálki
  19. Falco araea – seychelle-eyjafálki
  20. Falco subniger – svartfálki
  21. Falco novaeseelandiae – nýsjálandsfálki
  22. Falco cuvierii - (e. African hobby)
  23. Falco rufigularis - blökufálki*
  24. Falco deiroleucus - gulbrystingsfálki*
  25. Falco berigora – brúnfálki
  26. Falco fasciinucha – (e. Taita Falcon)
  27. Falco amurensis – amurfálki*
  28. Falco hypoleucos – (e. Grey Falcon)
  29. Falco alopex – reffálki*
  30. Falco zoniventris – rákarfálki*
  31. Falco dickinsoni – dickinson-fálki*
  32. Falco femoralis – (e. Aplomado Falcon)
  33. Falco severus – harðfálki*
  34. Falco longipennis – skaftfálki*
  35. Falco moluccensis – deplafálki*
  36. Falco rupicoloides – glyrnufálki*
  37. Falco chicquera – (e. Red-necked Falcon)

Stjörnumerkt (*) fálkaheiti eru íslenskun höfundar.

Þess má geta að ein fálkategund Falco duboisi, sem kennd er við náttúrufræðinginn Dubois og lifði á eyjunni Reunion í Indlandshafi dó út í kringum árið 1700. Hann er sennilega eina tegundin af ættkvíslinni sem vitað er að hafi dáið út á sögulegum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Óskar Ingimarsson. Dýra- og plöntuorðabók. 1989. Örn og Örlygur. Reykjavík.
  • White, Clayton M.; Olsen, Penny D. & Kiff, Lloyd F. (1994): Family Falconidae. Ritstjórar: del Hoyo, Josep; Elliott, Andrew & Sargatal, Jordi: Handbook of Birds of the World. Volume 2 (New World Vultures to Guineafowl): 216-275, plates 24-28. Lynx Edicions, Barcelona.

Mynd:...