Á Íslandi verpa tvær tegundir fálka, fálkinn eða valur (Falco rusticolus) og smyrill (Falco columbarius) en það eru einmitt stærsti og minnsti meðlimur ættkvíslarinnar. Spyrjandi vill vita hvað allar tegundir fálka heita. Hér fyrir neðan fylgja tegundaheitin og höfundur gerir sitt besta til að nefna þá alla á íslensku líka. Í nokkur skipti fylgir þó aðeins enskt heiti með latneska tegundarheitinu.
- Falco ardosiaceus – gráfálki
- Falco biarmicus – slagfálki
- Falco cenchroides – ástralíu-turnfálki
- Falco cherrug – vargfálki
- Falco columbarius – smyrill
- Falco concolor – skuggafálki
- Falco eleonorae – eyfálki
- Falco jugger – höggfálki
- Falco mexicanus – sléttufálki
- Falco naumanni – kliðfálki
- Falco newtoni – kóralfálki
- Falco peregrinus – förufálki
- Falco punctatus – útlagafálki
- Falco rusticolus – fálki, valur
- Falco sparverius – skrúðfálki
- Falco subbuteo – gunnfálki
- Falco tinnunculus – turnfálki
- Falco vespertinus – kvöldfálki
- Falco araea – seychelle-eyjafálki
- Falco subniger – svartfálki
- Falco novaeseelandiae – nýsjálandsfálki
- Falco cuvierii - (e. African hobby)
- Falco rufigularis - blökufálki*
- Falco deiroleucus - gulbrystingsfálki*
- Falco berigora – brúnfálki
- Falco fasciinucha – (e. Taita Falcon)
- Falco amurensis – amurfálki*
- Falco hypoleucos – (e. Grey Falcon)
- Falco alopex – reffálki*
- Falco zoniventris – rákarfálki*
- Falco dickinsoni – dickinson-fálki*
- Falco femoralis – (e. Aplomado Falcon)
- Falco severus – harðfálki*
- Falco longipennis – skaftfálki*
- Falco moluccensis – deplafálki*
- Falco rupicoloides – glyrnufálki*
- Falco chicquera – (e. Red-necked Falcon)
- Hvað eru til margir hvítir fálkar? eftir Jón Má Halldórsson
- Gæti ég fengið að vita allt um fálka? eftir Jón Má Halldórsson
- Er Falco islandicus og Falco rusticolus sami fálkinn? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi? eftir Örnólf Thorlacius
- Óskar Ingimarsson. Dýra- og plöntuorðabók. 1989. Örn og Örlygur. Reykjavík.
- White, Clayton M.; Olsen, Penny D. & Kiff, Lloyd F. (1994): Family Falconidae. Ritstjórar: del Hoyo, Josep; Elliott, Andrew & Sargatal, Jordi: Handbook of Birds of the World. Volume 2 (New World Vultures to Guineafowl): 216-275, plates 24-28. Lynx Edicions, Barcelona.
- Aves.is. Sótt 19.2.2009.