Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4371 svör fundust
Er hægt að ferðast aftur í tímann?
Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...
Hvernig barst þekking um stærðfræði á milli menningarþjóða á miðöldum og hver var þáttur Araba í því?
Saga menningar og lista er oft talin skiptast í skeið. Á blómaskeiðum verða framfarir og nýir angar spretta upp. Síðan verður stöðnun. Ekki verður komist lengra við þær aðstæður sem viðfangsefnunum eru skapaðar. Hnignun getur orðið ef ráðist er að grunnstoðum samfélagsins, Blómaskeið grískrar menningar á sviði ...
Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?
Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...
Hver var György Lukács og fyrir hvað er hann þekktur?
Ungverski heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn György eða Georg Lukács (1885-1971) var einn áhrifamesti og umdeildasti fræðimaður marxískrar hefðar á tuttugustu öld. Þekktastur er Lukács fyrir endurskoðun sína á undirstöðukenningum marxískrar þjóðfélagsgreiningar, kenningar sínar um skáldsöguna og skrif sín u...
Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?
Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...
Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun?
Hubble-geimsjónaukinn er svonefndur Cassegrain-spegilsjónauki (tveir speglar) af Ritchey-Chrétien gerð, rétt eins og flestir stærstu stjörnusjónaukar heims. Í Ritchey-Chrétien sjónaukum eins og Hubble eru safnspegillinn og aukaspegillinn báðir breiðbogalaga (e. hyperbolic). Í þeim myndast hvorki hjúpskekkja (e. co...
Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?
Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...
Drepast ormar í frosti?
Eðlileg viðbrögð ánamaðka þegar jarðvegur frýs er að leita dýpra niður í jarðveginn þar sem frostið nær ekki niður. Þar leggst ánamaðkurinn í dvala. Fyrst gerir hann sér eins konar kúlulaga bæli og hringar sig upp í hnykil. Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem hefur það hlutverk að verja ánamaðkinn fyri...
Geta kakkalakkar flogið?
Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og er...
Hvað heita löndin sem við köllum Norðurlönd?
Þau sjálfstæðu ríki sem teljast til Norðurlandanna eru Danmörk (á dönsku Danmark), Finnland (á finnsku Suomi), Ísland, Noregur (á norsku Norge eða Noreg) og Svíþjóð (á sænsku Sverige). Íbúar Norðurlandanna eru samtals rúmlega 24 milljónir og hver þjóðanna hefur sína þjóðtungu þótt hluti Finna sé reyndar sænsku...
Hvaða vikudagur var 24. des. 1961?
Hér er einnig svarað spurningu Þóreyjar Árnadóttur: „Á hvaða vikudegi voru 13. maí 1978 og 13. desember 1979?” Í fyrra birtum við svar við spurningunni „Hvað er fingrarím?”. Þar er bent á leiðbeiningar sem Þorsteinn Sæmundsson hefur tekið saman, um hvernig finna má vikudag sem tiltekinn mánaðardag ber upp á...
Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?
Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti a...
Af hverju er ekki búið að finna upp eldavél sem maður knýr áfram til að losna við aukakílóin eftir að maður hefur étið mikið?
Þetta er í sjálfu sér alls ekki vitlaus hugmynd, flestir hefðu án efa gott af því að stíga á hjól á hverjum degi og púla svolitið. Hugmyndin gengur þó ekki upp því að eldavélar þurfa mikið afl, 5-10.000 W (þó notar ein hella aðeins um 1-2.000 W), en hjólandi maður getur ekki framleitt nema um 150-500 W í einhvern ...
Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?
Hin svokölluðu hvítu tígrisdýr eru hvorki albinóar né sérstök deilitegund. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu, geni sem þessi dýr bera. Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í ...
Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?
Ef við trúum því að Guð hafi skapað alla hluti, hvern um sig og í þeirri mynd sem þeir eru núna, þá hefur hann bara gert það þannig og við getum ekki spurt nánar út í það. Hins vegar er vel hægt að trúa á Guð án þess að gera ráð fyrir að hann hafi skapað hvern hlut sérstaklega. Hann hafi þá kannski bara sett he...