Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og eru því ófleyg. Kjöraðstæður fyrir kakkalakka er myrkur, raki og hiti og eru regnskógarnir við miðbaug jarðar því kjörlendi þeirra. Þeir finnast reyndar mun víðar og meðal annars finnast nokkrar tegundir hér á landi. Eins og áður er það regla meðal þessa hóps skordýra að karldýrin ein hafa þann hæfileika að fljúga. Sumar tegundir kakkalakka taka á sig löng ferðalög og er tegundin Periplaneta americana gott dæmi um það. Þessi tegund, sem kalla má ameríska kakkalakkann, er 30 til 50 mm á lengd og finnst í regnskógum og tempruðum skógum í Suður- og Norður-Ameríku. Eintak sem merkt var í Mexíkó hefur fundist meira en 1000 km norðar, í miðríkjum Bandaríkjanna.
Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og eru því ófleyg. Kjöraðstæður fyrir kakkalakka er myrkur, raki og hiti og eru regnskógarnir við miðbaug jarðar því kjörlendi þeirra. Þeir finnast reyndar mun víðar og meðal annars finnast nokkrar tegundir hér á landi. Eins og áður er það regla meðal þessa hóps skordýra að karldýrin ein hafa þann hæfileika að fljúga. Sumar tegundir kakkalakka taka á sig löng ferðalög og er tegundin Periplaneta americana gott dæmi um það. Þessi tegund, sem kalla má ameríska kakkalakkann, er 30 til 50 mm á lengd og finnst í regnskógum og tempruðum skógum í Suður- og Norður-Ameríku. Eintak sem merkt var í Mexíkó hefur fundist meira en 1000 km norðar, í miðríkjum Bandaríkjanna.