Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardaginn var liður í þrálátum erjum höfðingja landsins og fjölskyldna þeirra á 13. öld. Foringjar liðanna við Haugsnes voru Brandur Kolbeinsson af Ásbirningaætt, sem hafði lengi ráðið fyrir Skagafirði, og Þórður Sighvatsson kakali af Sturlungaætt. Sturlungar höfðu upphaflega haft mannaforráð vestanlands, en Sighvatur Sturluson, faðir Þórðar, hafði komist til valda í Eyjafirði og sveitum austur af honum, og réð Þórður fyrir því landi þegar bardaginn var háður.

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu. Sturlunga er samsett úr nokkrum sögum, en þær helstu eru Íslendinga saga, Þorgils saga og Hafliða, Prestssaga Guðmundar Arasonar, Þórðar saga kakala, Þorgils saga skarða og Svínfellinga saga.

Fjandskapur Brands og Þórðar átti sér augljósasta rót í því að Sturlungar áttu eftir að hefna fyrir Örlygsstaðabardaga árið 1238 þar sem Ásbirningar og bandamenn þeirra, Haukdælir sunnan úr Árnesþingi, höfðu sigrað lið Sturlunga og drepið Sighvat Sturluson og fjóra syni hans. Þórður kakali slapp því að hann var austur í Noregi. En í rauninni var Þórður í landvinningastyrjöld að sögn Sturlungu. Þar er vitnað í bréf sem Brandur Kolbeinsson er sagður hafa sent foringja Haukdæla, Gissuri Þorvaldssyni, veturinn fyrir bardagann. Þar segir að það sé „orðtak Þórðar að engar megi heilar sættir verða nema hann hafi allan Norðlendingafjórðung undir sér að forráði. Hann þykist nú og allan Borgarfjörð eiga …“ Kannski var það hugmynd Þórðar að ná völdum á öllu landinu. Það gerði hann í raun nokkrum árum síðar þegar Noregskonungur sendi hann sem mann sinn til Íslands til að vinna landið undir konung, sem Þórður náði raunar ekki að gera.

Hvað sem um það var ætlaði Þórður að leggja Skagafjörð undir sig, og 11. apríl hélt hann fund með bændum í Eyjafirði og tilkynnti að hann ætlaði vestur í Skagafjörð „með flokk þann er hann fengi og reka harma sinna, að því er hann kallaði, við Skagfirðinga.“ Þriðjudaginn 16. apríl lagði hann af stað vestur í Skagafjörð með „nær fimm hundruð manna.“ Þar er væntanlega átt við stór hundruð, 120 manna, því að þannig voru herir ævinlega taldir á þessum tíma svo að liðsmenn Þórðar hafa verið nær (120 x 5 =) 600.

Nóttina eftir lágu menn Þórðar úti við Silfrastaði í Skagafirði. Eftir að þeir höfðu flestir sofið um hríð hvessti svo að tók að þjóta í spjótum þeirra sem hefur væntanlega verið stungið ofan í jörðina. Sumir héldu að óvinir þeirra væru komnir að ráðast á þá og gripu til vopna. Varð löng hríð og snörp áður en þeir áttuðu sig á að þeir voru að berjast við eigin liðsmenn. Einn maður féll í þessum bardaga og margir særðust.

Róðukross til minningar um Brand Kolbeinsson, reistur á staðnum þar sem hann var höggvinn.

Brandi Kolbeinssyni hefur sýnilega borist njósn af ferð Þórðar því að hann safnaði liði víðs vegar um hérað sitt og var með sex hundruð manns (720) á Víðimýri vestan til í Skagafirði um nóttina. Á miðvikudaginn flutti Þórður flokk sinn að Úlfsstöðum en Brandur sat áfram á Víðmýri. Var þá leitað um sættir með því móti að deiluaðilar nefndu menn til að semja um sætt þeirra. En Þórður hafnaði öllum sættum nema hann fengi sjálfdæmi, fengi að ráða því einn um hvað yrði sæst. Meðan á þessu stóð „kom sótt í lið“ Skagfirðinga „með því móti að þar féllu í óvit nær þrír tigir manna og voru ófærir.“ Í báðum liðum virðast menn hafa verið í meira lagi órólegir.

Á fimmtudag, 19. apríl, mættust liðin loks við Djúpadalsá þar sem heitir Haugsnes. Varð strax mikið mannfall, og segir nákvæmlega frá því í Sturlungu hver drap hvern og hvernig. Að vísu er ekki sagt frá því um alla enda féllu næstum 40 manns úr liði Þórðar en á milli 60 og 70 af Brandi. Samtals má því telja mannfallið að minnsta kosti 100 manns. Sturlunga segir þetta vera mestu orrustu sem hafi verið háð á Íslandi, bæði að fjölmenni og mannfalli, og mun það enn vera rétt. Í liði Brands var maður sem var kvæntur frænku Þórðar, og hafði Þórður fengið hann til flýja fyrstur manna. Lögðu þá fleiri á flótta og loks Brandur sjálfur sem var handsamaður og drepinn á flatlendinu niður frá Haugsnesi.

Eftir Haugsnesfund bætti Þórður kakali öllum vesturhluta Norðlendingafjórðungs við ríki sitt. En þegar fréttin af sigri hans og falli Brands Kolbeinssonar barst suður á land dró Gissur Þorvaldsson saman lið og hélt norður. Þórður safnaði liði til að mæta honum. En þá gengu menn í að koma á sættum með þeim, og var samið um að þeir skyldu báðir fara á fund Hákonar Noregskonungs, Þórður og Gissur, og skyldi konungur gera sætt þeirra. Það gekk eftir, og reyndist þá sætt konungs, eins og sagt er frá henni í sögum, snúast um hvor þeirra skyldi fá að fara til Íslands sem fulltrúi konungs og fá landsmenn til að játast undir vald hans. Lauk svo að Þórður fékk þetta hlutverk, og ríkti hann nánast einn á Íslandi næstu árin. En bráðlega kallaði konungur hann til baka til Noregs af því að konungi fannst „að hann hefði meiri stund á lagið að koma landi undir sig en undir konung, sem honum þótti einkamál þeirra til standa.“ Árið 1250 fór Þórður því til Noregs og átti ekki afturkvæmt til heimalands síns því að hann lést þar sex árum síðar. Hann naut því ekki varanlega mikils af sigri sínum í Haugsnesi.

Herfylkingarnar Haugsnesbardaga táknaðar með steinhnullungum. Her Ásbirninga til vinstri býr sig til að taka á móti Sturlungum úr suðri en þeir birtast skyndilega úr austurátt. Krossarnir á sumum steinanna tákna þá sem féllu í bardaganum.

Í Haugsnesi hefur verið komið upp miklu minnismerki um bardagann. Það gerði Sigurður Hansen bóndi í Kringlumýri, í næsta nágrenni staðarins. Hann flutti á staðinn stóran klett fyrir hvern mann í bardaganum og stillti upp fylkingum sem er um það bil að ljósta saman. Þeir sem féllu eru einkenndir með litlum krossi. Þetta er býsna áhrifamikið verk sem vegfarendur um austanverðan Skagafjörð ættu að gefa sér tíma til að skoða.

Heimildir og myndir:

  • Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga. Reykjavík, Heimskringla, 2004.
  • Konunga sögur III. Hákonar saga gamla eftir Sturlu Þórðarson. Brot úr Magnúss sögu lagabætis. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík, Íslendingasagnaútgáfan, 1957.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. II. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Sverir Jakobsson: Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096–1281. Reykjavík, Sögufélag, 2016.
  • Mynd af handriti: Sturlunga rituð - Bókmenntaborgin. (Sótt 23. 9. 2016).
  • Mynd af róðukrossi: Róðukross - Brandur Kolbeinsson.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 22. 9. 2016).
  • Mynd af grjóther: Grjótherinn.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 22. 9. 2016).

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.9.2016

Spyrjandi

Bergrín Guðmundsdóttir

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?“ Vísindavefurinn, 29. september 2016, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70993.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2016, 29. september). Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70993

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2016. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?
Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardaginn var liður í þrálátum erjum höfðingja landsins og fjölskyldna þeirra á 13. öld. Foringjar liðanna við Haugsnes voru Brandur Kolbeinsson af Ásbirningaætt, sem hafði lengi ráðið fyrir Skagafirði, og Þórður Sighvatsson kakali af Sturlungaætt. Sturlungar höfðu upphaflega haft mannaforráð vestanlands, en Sighvatur Sturluson, faðir Þórðar, hafði komist til valda í Eyjafirði og sveitum austur af honum, og réð Þórður fyrir því landi þegar bardaginn var háður.

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu. Sturlunga er samsett úr nokkrum sögum, en þær helstu eru Íslendinga saga, Þorgils saga og Hafliða, Prestssaga Guðmundar Arasonar, Þórðar saga kakala, Þorgils saga skarða og Svínfellinga saga.

Fjandskapur Brands og Þórðar átti sér augljósasta rót í því að Sturlungar áttu eftir að hefna fyrir Örlygsstaðabardaga árið 1238 þar sem Ásbirningar og bandamenn þeirra, Haukdælir sunnan úr Árnesþingi, höfðu sigrað lið Sturlunga og drepið Sighvat Sturluson og fjóra syni hans. Þórður kakali slapp því að hann var austur í Noregi. En í rauninni var Þórður í landvinningastyrjöld að sögn Sturlungu. Þar er vitnað í bréf sem Brandur Kolbeinsson er sagður hafa sent foringja Haukdæla, Gissuri Þorvaldssyni, veturinn fyrir bardagann. Þar segir að það sé „orðtak Þórðar að engar megi heilar sættir verða nema hann hafi allan Norðlendingafjórðung undir sér að forráði. Hann þykist nú og allan Borgarfjörð eiga …“ Kannski var það hugmynd Þórðar að ná völdum á öllu landinu. Það gerði hann í raun nokkrum árum síðar þegar Noregskonungur sendi hann sem mann sinn til Íslands til að vinna landið undir konung, sem Þórður náði raunar ekki að gera.

Hvað sem um það var ætlaði Þórður að leggja Skagafjörð undir sig, og 11. apríl hélt hann fund með bændum í Eyjafirði og tilkynnti að hann ætlaði vestur í Skagafjörð „með flokk þann er hann fengi og reka harma sinna, að því er hann kallaði, við Skagfirðinga.“ Þriðjudaginn 16. apríl lagði hann af stað vestur í Skagafjörð með „nær fimm hundruð manna.“ Þar er væntanlega átt við stór hundruð, 120 manna, því að þannig voru herir ævinlega taldir á þessum tíma svo að liðsmenn Þórðar hafa verið nær (120 x 5 =) 600.

Nóttina eftir lágu menn Þórðar úti við Silfrastaði í Skagafirði. Eftir að þeir höfðu flestir sofið um hríð hvessti svo að tók að þjóta í spjótum þeirra sem hefur væntanlega verið stungið ofan í jörðina. Sumir héldu að óvinir þeirra væru komnir að ráðast á þá og gripu til vopna. Varð löng hríð og snörp áður en þeir áttuðu sig á að þeir voru að berjast við eigin liðsmenn. Einn maður féll í þessum bardaga og margir særðust.

Róðukross til minningar um Brand Kolbeinsson, reistur á staðnum þar sem hann var höggvinn.

Brandi Kolbeinssyni hefur sýnilega borist njósn af ferð Þórðar því að hann safnaði liði víðs vegar um hérað sitt og var með sex hundruð manns (720) á Víðimýri vestan til í Skagafirði um nóttina. Á miðvikudaginn flutti Þórður flokk sinn að Úlfsstöðum en Brandur sat áfram á Víðmýri. Var þá leitað um sættir með því móti að deiluaðilar nefndu menn til að semja um sætt þeirra. En Þórður hafnaði öllum sættum nema hann fengi sjálfdæmi, fengi að ráða því einn um hvað yrði sæst. Meðan á þessu stóð „kom sótt í lið“ Skagfirðinga „með því móti að þar féllu í óvit nær þrír tigir manna og voru ófærir.“ Í báðum liðum virðast menn hafa verið í meira lagi órólegir.

Á fimmtudag, 19. apríl, mættust liðin loks við Djúpadalsá þar sem heitir Haugsnes. Varð strax mikið mannfall, og segir nákvæmlega frá því í Sturlungu hver drap hvern og hvernig. Að vísu er ekki sagt frá því um alla enda féllu næstum 40 manns úr liði Þórðar en á milli 60 og 70 af Brandi. Samtals má því telja mannfallið að minnsta kosti 100 manns. Sturlunga segir þetta vera mestu orrustu sem hafi verið háð á Íslandi, bæði að fjölmenni og mannfalli, og mun það enn vera rétt. Í liði Brands var maður sem var kvæntur frænku Þórðar, og hafði Þórður fengið hann til flýja fyrstur manna. Lögðu þá fleiri á flótta og loks Brandur sjálfur sem var handsamaður og drepinn á flatlendinu niður frá Haugsnesi.

Eftir Haugsnesfund bætti Þórður kakali öllum vesturhluta Norðlendingafjórðungs við ríki sitt. En þegar fréttin af sigri hans og falli Brands Kolbeinssonar barst suður á land dró Gissur Þorvaldsson saman lið og hélt norður. Þórður safnaði liði til að mæta honum. En þá gengu menn í að koma á sættum með þeim, og var samið um að þeir skyldu báðir fara á fund Hákonar Noregskonungs, Þórður og Gissur, og skyldi konungur gera sætt þeirra. Það gekk eftir, og reyndist þá sætt konungs, eins og sagt er frá henni í sögum, snúast um hvor þeirra skyldi fá að fara til Íslands sem fulltrúi konungs og fá landsmenn til að játast undir vald hans. Lauk svo að Þórður fékk þetta hlutverk, og ríkti hann nánast einn á Íslandi næstu árin. En bráðlega kallaði konungur hann til baka til Noregs af því að konungi fannst „að hann hefði meiri stund á lagið að koma landi undir sig en undir konung, sem honum þótti einkamál þeirra til standa.“ Árið 1250 fór Þórður því til Noregs og átti ekki afturkvæmt til heimalands síns því að hann lést þar sex árum síðar. Hann naut því ekki varanlega mikils af sigri sínum í Haugsnesi.

Herfylkingarnar Haugsnesbardaga táknaðar með steinhnullungum. Her Ásbirninga til vinstri býr sig til að taka á móti Sturlungum úr suðri en þeir birtast skyndilega úr austurátt. Krossarnir á sumum steinanna tákna þá sem féllu í bardaganum.

Í Haugsnesi hefur verið komið upp miklu minnismerki um bardagann. Það gerði Sigurður Hansen bóndi í Kringlumýri, í næsta nágrenni staðarins. Hann flutti á staðinn stóran klett fyrir hvern mann í bardaganum og stillti upp fylkingum sem er um það bil að ljósta saman. Þeir sem féllu eru einkenndir með litlum krossi. Þetta er býsna áhrifamikið verk sem vegfarendur um austanverðan Skagafjörð ættu að gefa sér tíma til að skoða.

Heimildir og myndir:

  • Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga. Reykjavík, Heimskringla, 2004.
  • Konunga sögur III. Hákonar saga gamla eftir Sturlu Þórðarson. Brot úr Magnúss sögu lagabætis. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík, Íslendingasagnaútgáfan, 1957.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. II. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Sverir Jakobsson: Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096–1281. Reykjavík, Sögufélag, 2016.
  • Mynd af handriti: Sturlunga rituð - Bókmenntaborgin. (Sótt 23. 9. 2016).
  • Mynd af róðukrossi: Róðukross - Brandur Kolbeinsson.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 22. 9. 2016).
  • Mynd af grjóther: Grjótherinn.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 22. 9. 2016).

...