Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ef við trúum því að Guð hafi skapað alla hluti, hvern um sig og í þeirri mynd sem þeir eru núna, þá hefur hann bara gert það þannig og við getum ekki spurt nánar út í það.
Hins vegar er vel hægt að trúa á Guð án þess að gera ráð fyrir að hann hafi skapað hvern hlut sérstaklega. Hann hafi þá kannski bara sett heiminn í gang svipað og þegar menn smíða klukku og láta hana síðan fara að ganga. Skýringar okkar á fyrirbærunum kringum okkur verða svipaðar með þessu móti og hjá þeim sem trúa ekki á Guð, það er að segja skýringar vísindanna.
Samkvæmt hugmyndum okkar um sólkerfið hefur það orðið til úr risastóru skýi úr gasi og ryki. Í upphaflega skýinu var talsverður snúningur um miðju þess, svipað og í lægðunum í lofthjúpi jarðar sem við sjáum í veðurfréttunum á hverju kvöldi. Svona snúningur varðveitist þegar skýið þéttist og sólin og reikistjörnurnar myndast. Reikistjörnurnar eða pláneturnar gegna einmitt lykilhlutverki í þessari varðveislu snúningsins.
Þannig má segja að reikistjörnurnar séu svona margar af því að það var snúningur í skýinu sem sólkerfið varð til úr.
ÞV. „Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4088.
ÞV. (2004, 24. mars). Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4088
ÞV. „Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4088>.