Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hin svokölluðu hvítu tígrisdýr eru hvorki albinóar né sérstök deilitegund. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu, geni sem þessi dýr bera.
Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í Bandaríkjunum. Dýrið tilheyrir deilitegundinni Panthera tigris tigris eða Bengal tígrisdýrinu sem lifir á Indlandi, í Nepal og í smáríkinu Bhutan.
Tígrísdýr veiða ekki í hópi eins og til dæmis ljón og vilja helst vera út af fyrir sig. Tígrisdýrið getur étið allt að 20 kíló af kjöti í einu en ef það étur svo mikið þarf það ekkert að éta í nokkra daga.
Ýmis veiðifélög, bresk og indversk, hafa haldið nákvæmar skrár yfir tígrisdýraveiðar á ofanverðri 19.öld og fyrri hluta 20.aldar. Hvít tígrísdýr voru aðalega veidd í norðuhluta Indlands og í Nepal. Á árunum 1907 til 1930 voru alls sautján hvít tígrisdýr veidd.
Heimildir, mynd og frekara lesefni um hvít tígrisdýr:
Jón Már Halldórsson. „Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2002, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2490.
Jón Már Halldórsson. (2002, 13. júní). Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2490
Jón Már Halldórsson. „Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2002. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2490>.