Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 197 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er kawasaki-sjúkdómur?

Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...

category-iconHeimspeki

Er hægt að lýsa lit?

Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er maður með blóð í líkamanum?

Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær voru górillur uppgötvaðar af vesturlandabúum?

Núlifandi górillum er skipt niður í tvær tegundir, vesturgórillur (Gorilla gorilla) og austurgórillur (Gorilla beringei). Báðar tegundirnar greinast svo í tvær deilitegundir. Vesturgórillur skiptast í vestur-láglendisgórillur (Gorilla gorilla gorilla) og krossfljótsgórillur (Gorilla gorilla diehli), en austurgóril...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?

Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?

Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er fjörulalli?

Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...

category-iconSálfræði

Hvers eðlis er sálin?

Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?

Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig á að losna við staravarp?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er nóg að taka hreiðrið í burtu og hreinsa svæðið til að losna við stara? Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær myndast staralúsin?Eru starar friðaðir?Hvernig er best að losna við stara sem flytur í þakskeggið mitt? Stari (Sturnus vulgaris) er þéttvaxinn dökkur spörfugl....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig geta fuglar flogið?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta: hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum brjósthluta, sem myndaður er a...

category-iconLæknisfræði

Hvað er axlarklemma?

Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...

Fleiri niðurstöður