Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að lýsa lit?

Elmar Geir Unnsteinsson

Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reynir til dæmis að lýsa snjó fyrir manneskju sem aldrei hefur komist í tæri við neitt slíkt gæti hann gefist upp að lokum og sagt að snjó verði einfaldlega ekki lýst, sem þýðir yfirleitt bara að viðmælandinn þurfi að „upplifa þetta sjálfur“.

Hugsanlega telur sá sem spyr hvort hægt sé að lýsa lit að þar komi til skjalanna ólýsanleiki af allt öðrum toga. En hér liggur gömul og skrambi lífseig hugmynd til grundvallar. Hún felur í sér að allir hlutir séu annað hvort ósamsettir eða þá samsettir úr tveimur eða fleiri ósamsettum hlutum. Samsettum hlutum getum við svo lýst með því að tilgreina „hlutina“ sem þeir eru settir saman úr. En ósamsettum hlutum er röklega ómögulegt að lýsa – þeim má einungis gefa nöfn. Spyrjandinn telur ef til vill að litur sé slíkur ósamsettur hlutur. Liturinn rauður er þannig ólýsanlegur með öllu vegna þess að það er ekki hægt að útlista hvaða hlutir tilheyra honum.


Er hægt að lýsa litnum á þessu kaffi?

Finna má ýmsar ástæður fyrir því að þessi hugmynd gangi ekki upp; ein er sú að orðið ‘hlutur’ er hér alvarlega misnotað. ‘Hlutur’ er nefnilega látið ná yfir alltof vítt svið – eiginleikar hluta eru til dæmis kallaðir ‘hlutir’. En við skulum skoða dæmi: Lísa og Lára sitja yfir kaffibolla á Litlakaffi. Lísa biður Láru að lýsa kaffinu sem hún fékk. Lára segir: „Það ilmar mjög vel, það er ekki of heitt, það bragðast eiginlega bara eins og venjulegt kaffi“. Hún gæti haldið áfram og talað um bollann sem kaffið er drukkið úr, kaffibaunirnar, litinn á kaffinu, ilm þess og svo framvegis. Hér höfum við lýsingu á kaffinu.

En hvað ef Lísa biður Láru að lýsa litnum á kaffinu? Verður Lára þá hneyksluð á heimskunni í Lísu og segir að litur sé ólýsanlegur? Vitanlega ekki, hún reynir að leysa verkefnið á ósköp venjulegan hátt – segir hvaða litum hann líkist og hvaða litum hann líkist ekki, notar orð á borð við kolsvart, biksvart og ef kaffið er þunnt og gagnsætt gæti hún sagt að það væri eintómt hland eða ærmiga í sólskini. Svipað mætti segja um lyktina af kaffinu, en margir telja að lykt sé ólýsanleg á sama hátt og litur. Staðreyndin er sú að við lýsum lit og lykt nánast á hverjum degi – það er meginstef í mörgum hversdagslegum samræðum. Þannig er augljóslega til eitthvað sem kallast að lýsa lit.

En hvaðan í ósköpunum fær maður þá hugmyndina um að ekki sé hægt að lýsa lit? Svarið við því er í senn einfalt og upplýsandi. Það að lýsa hlut og eiginleikum hans er „uppáhalds“ dæmið eða prófsteinn okkar á lýsingu. Við höldum að lýsing sé þeim mun betri því betur sem hún samræmist þessu efsta viðmiði. En það að lýsa hlut er eitt og að lýsa eiginleika sem hlutir geta haft er annað. Við lýsum til dæmis borði með því að segja hversu þungt, langt, breitt og hátt það er; hversu marga fætur það hefur; nefnum lögun þess og lit og þar fram eftir götunum. Þegar við erum aftur á móti beðin um að lýsa lit borðsins er slík upptalning ekki við hæfi. Litur hefur ekki þyngd, lengd, hæð eða eitthvað þess háttar. Það þýðir eftir sem áður ekki að ómögulegt sé að lýsa lit, þar liggur bara önnur hugmynd um lýsingu til grundvallar.

Mynd: Coffee. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin. Höfundur myndar er Julius Schorzman.

Höfundur

Elmar Geir Unnsteinsson

lektor í heimspeki við University College Dublin og vísindamaður við Hugvísindasvið HÍ

Útgáfudagur

24.1.2006

Spyrjandi

Geir Gunnar, f. 1991

Tilvísun

Elmar Geir Unnsteinsson. „Er hægt að lýsa lit?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5586.

Elmar Geir Unnsteinsson. (2006, 24. janúar). Er hægt að lýsa lit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5586

Elmar Geir Unnsteinsson. „Er hægt að lýsa lit?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5586>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að lýsa lit?
Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reynir til dæmis að lýsa snjó fyrir manneskju sem aldrei hefur komist í tæri við neitt slíkt gæti hann gefist upp að lokum og sagt að snjó verði einfaldlega ekki lýst, sem þýðir yfirleitt bara að viðmælandinn þurfi að „upplifa þetta sjálfur“.

Hugsanlega telur sá sem spyr hvort hægt sé að lýsa lit að þar komi til skjalanna ólýsanleiki af allt öðrum toga. En hér liggur gömul og skrambi lífseig hugmynd til grundvallar. Hún felur í sér að allir hlutir séu annað hvort ósamsettir eða þá samsettir úr tveimur eða fleiri ósamsettum hlutum. Samsettum hlutum getum við svo lýst með því að tilgreina „hlutina“ sem þeir eru settir saman úr. En ósamsettum hlutum er röklega ómögulegt að lýsa – þeim má einungis gefa nöfn. Spyrjandinn telur ef til vill að litur sé slíkur ósamsettur hlutur. Liturinn rauður er þannig ólýsanlegur með öllu vegna þess að það er ekki hægt að útlista hvaða hlutir tilheyra honum.


Er hægt að lýsa litnum á þessu kaffi?

Finna má ýmsar ástæður fyrir því að þessi hugmynd gangi ekki upp; ein er sú að orðið ‘hlutur’ er hér alvarlega misnotað. ‘Hlutur’ er nefnilega látið ná yfir alltof vítt svið – eiginleikar hluta eru til dæmis kallaðir ‘hlutir’. En við skulum skoða dæmi: Lísa og Lára sitja yfir kaffibolla á Litlakaffi. Lísa biður Láru að lýsa kaffinu sem hún fékk. Lára segir: „Það ilmar mjög vel, það er ekki of heitt, það bragðast eiginlega bara eins og venjulegt kaffi“. Hún gæti haldið áfram og talað um bollann sem kaffið er drukkið úr, kaffibaunirnar, litinn á kaffinu, ilm þess og svo framvegis. Hér höfum við lýsingu á kaffinu.

En hvað ef Lísa biður Láru að lýsa litnum á kaffinu? Verður Lára þá hneyksluð á heimskunni í Lísu og segir að litur sé ólýsanlegur? Vitanlega ekki, hún reynir að leysa verkefnið á ósköp venjulegan hátt – segir hvaða litum hann líkist og hvaða litum hann líkist ekki, notar orð á borð við kolsvart, biksvart og ef kaffið er þunnt og gagnsætt gæti hún sagt að það væri eintómt hland eða ærmiga í sólskini. Svipað mætti segja um lyktina af kaffinu, en margir telja að lykt sé ólýsanleg á sama hátt og litur. Staðreyndin er sú að við lýsum lit og lykt nánast á hverjum degi – það er meginstef í mörgum hversdagslegum samræðum. Þannig er augljóslega til eitthvað sem kallast að lýsa lit.

En hvaðan í ósköpunum fær maður þá hugmyndina um að ekki sé hægt að lýsa lit? Svarið við því er í senn einfalt og upplýsandi. Það að lýsa hlut og eiginleikum hans er „uppáhalds“ dæmið eða prófsteinn okkar á lýsingu. Við höldum að lýsing sé þeim mun betri því betur sem hún samræmist þessu efsta viðmiði. En það að lýsa hlut er eitt og að lýsa eiginleika sem hlutir geta haft er annað. Við lýsum til dæmis borði með því að segja hversu þungt, langt, breitt og hátt það er; hversu marga fætur það hefur; nefnum lögun þess og lit og þar fram eftir götunum. Þegar við erum aftur á móti beðin um að lýsa lit borðsins er slík upptalning ekki við hæfi. Litur hefur ekki þyngd, lengd, hæð eða eitthvað þess háttar. Það þýðir eftir sem áður ekki að ómögulegt sé að lýsa lit, þar liggur bara önnur hugmynd um lýsingu til grundvallar.

Mynd: Coffee. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin. Höfundur myndar er Julius Schorzman....