Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Hrafn Þorri Þórisson

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“.

Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis smíða úr aðeins tveimur mótorum og ljósnemum, en til þess þarf hvorki mikla tæknikunnáttu né mikilfenglega aðstöðu. Sá tími, aðstaða, fjármagn og tækni sem þarf til verksins fer eftir markmiðum og umfangi smíðinnar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum markmiðum áður en hafist er handa, þar sem oft getur reynst erfitt að bæta við eða breyta vélbúnaði eftir á.

Meðal helstu atriða sem huga þarf að er hvort nota skuli hugbúnað til að stýra róbótanum, hvernig hann ferðast um og síðast en ekki síst hvernig hann á samskipti við umhverfi sitt. Flóknustu róbótar samtímans, en ef til vill einnig þeir skemmtilegustu, eru róbótar í mannslíki. Slíkir róbótar kallast vélmenni og þurfa þau flest tölvu og hugbúnað til að stjórna öllum þeim mótorum sem knýja hendur, fætur eða aðra líkamsparta þeirra.


Robonova-vélmennin frá HiTec eru vinsæl meðal áhugamanna.

Flóknir róbótar byggja á nýjustu tækni og þurfa smiðirnir góða þekkingu, aðstöðu og tíma til verksins. Róbótatækni hefur fleygt gífurlega fram á undanförnum árum, bæði hvað varðar virkni og verð. Í mörg horn er að líta sé markmiðið að gera flókinn róbóta, til dæmis vélmenni sem stjórnað er af hugbúnaði. Til að auðvelda smíðar og flýta fyrir verkinu eru yfirleitt keyptir tilbúnir vélbúnaðarhlutar, annað hvort íhlutir sem settir eru saman eða jafnvel vélmenni í heilu lagi, til dæmis ef markmiðið er að leggja áherslu á hugbúnaðargerð, það er gervigreindina.

Nú til dags fást ýmiss konar róbótar á veraldarvefnum sem hægt er að bæta og breyta eftir þörfum. Þetta fyrirkomulag getur hentað bæði byrjendum og lengra komnum; staðlaður búnaður tryggir yfirleitt að upplýsingar um róbótann, leiðbeiningar eða annars konar aðstoð sé aðgengileg á vefnum. Í ljósi þess ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að heimilið geti reynst hið besta rannsóknarsetur fyrir róbótasmíðar.

Vanti fyrstu hjálp við smíðarnar ber helst að nefna námskeið og keppni í bílskúrsgervigreind, sem eru árlegir viðburðir á vegum Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Á námskeiðunum gefst almenningi færi á að hitta nemendur og starfsfólk Gervigreindarsetursins, hlusta á kynningarfyrirlestra um róbóta og gervigreind auk þess að geta sótt sér ráðgjöf um róbótasmíðar og forritun. Keppnin er tilvalinn staður til að skoða íslensk róbóta- og gervigreindarverkefni og kynnast fólki með svipuð áhugamál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

Höfundur

Tölvunarfræðinemi og stofnandi gervigreindarfélagsins ISIR

Útgáfudagur

19.6.2007

Spyrjandi

Sigurður Eysteinn Gíslason, f. 1994

Tilvísun

Hrafn Þorri Þórisson. „Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6690.

Hrafn Þorri Þórisson. (2007, 19. júní). Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6690

Hrafn Þorri Þórisson. „Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6690>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?
Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“.

Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis smíða úr aðeins tveimur mótorum og ljósnemum, en til þess þarf hvorki mikla tæknikunnáttu né mikilfenglega aðstöðu. Sá tími, aðstaða, fjármagn og tækni sem þarf til verksins fer eftir markmiðum og umfangi smíðinnar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum markmiðum áður en hafist er handa, þar sem oft getur reynst erfitt að bæta við eða breyta vélbúnaði eftir á.

Meðal helstu atriða sem huga þarf að er hvort nota skuli hugbúnað til að stýra róbótanum, hvernig hann ferðast um og síðast en ekki síst hvernig hann á samskipti við umhverfi sitt. Flóknustu róbótar samtímans, en ef til vill einnig þeir skemmtilegustu, eru róbótar í mannslíki. Slíkir róbótar kallast vélmenni og þurfa þau flest tölvu og hugbúnað til að stjórna öllum þeim mótorum sem knýja hendur, fætur eða aðra líkamsparta þeirra.


Robonova-vélmennin frá HiTec eru vinsæl meðal áhugamanna.

Flóknir róbótar byggja á nýjustu tækni og þurfa smiðirnir góða þekkingu, aðstöðu og tíma til verksins. Róbótatækni hefur fleygt gífurlega fram á undanförnum árum, bæði hvað varðar virkni og verð. Í mörg horn er að líta sé markmiðið að gera flókinn róbóta, til dæmis vélmenni sem stjórnað er af hugbúnaði. Til að auðvelda smíðar og flýta fyrir verkinu eru yfirleitt keyptir tilbúnir vélbúnaðarhlutar, annað hvort íhlutir sem settir eru saman eða jafnvel vélmenni í heilu lagi, til dæmis ef markmiðið er að leggja áherslu á hugbúnaðargerð, það er gervigreindina.

Nú til dags fást ýmiss konar róbótar á veraldarvefnum sem hægt er að bæta og breyta eftir þörfum. Þetta fyrirkomulag getur hentað bæði byrjendum og lengra komnum; staðlaður búnaður tryggir yfirleitt að upplýsingar um róbótann, leiðbeiningar eða annars konar aðstoð sé aðgengileg á vefnum. Í ljósi þess ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að heimilið geti reynst hið besta rannsóknarsetur fyrir róbótasmíðar.

Vanti fyrstu hjálp við smíðarnar ber helst að nefna námskeið og keppni í bílskúrsgervigreind, sem eru árlegir viðburðir á vegum Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Á námskeiðunum gefst almenningi færi á að hitta nemendur og starfsfólk Gervigreindarsetursins, hlusta á kynningarfyrirlestra um róbóta og gervigreind auk þess að geta sótt sér ráðgjöf um róbótasmíðar og forritun. Keppnin er tilvalinn staður til að skoða íslensk róbóta- og gervigreindarverkefni og kynnast fólki með svipuð áhugamál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

...