Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 367 svör fundust
Hvað eru hlutabréfavísitölur?
Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...
Til hvers notum við frumtölur?
Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...
Sannar undantekningin regluna?
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...
Hefur flatormurinn Artioposthia triangulata fundist á Íslandi?
Flatormar (Platyhelminthes) mynda sérstaka fylkingu dýra. Líkamsbygging þeirra er mjög einföld. Þeir eru flatvaxnir eins og nafnið bendir til og flestar tegundirnar eru smávaxnar. Meltingarkerfið er einfalt og vantar endaþarm. Líkaminn er myndaður úr þremur veflögum en ekkert eiginlegt lífhol er í flatormum. ...
Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?
Flugvélum má skipta í 3 flokka eftir hæðarstaðsetningu vængja þeirra: Miðþekja: vængur er staðsettur á miðju skrokks. Lágþekja: vængur er staðsettur við botn skrokks. Háþekja: vængur er staðsettur við topp skrokks. Miðþekja býður upp á minnstu loftmótstöðuna en er ekki hagkvæm í farþega- og flutninga...
Hvað er keyta?
Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýring á orðinu keyta:staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta)Í þvagi er mikið af efni sem kallast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þá...
Hvað er innbyrðis hreyfing?
Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á in...
Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?
Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...
Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...
Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?
Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...
Af hverju þarf maður að borða?
Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...
Eru náttúrlegar tölur huglægar eða hlutlægar?
Náttúrlegar tölur eru tölurnar sem notaðar eru til að telja með: 1, 2, 3, 4, 5, 6, … Þær eru því stundum nefndar talningartölur. Mengi náttúrlegra talna er huglægt hugtak þar sem náttúrlegu tölurnar eru óendanlega margar. Sé staðnæmst við afar stóra náttúrlega tölu má alltaf finna aðra tölu sem er einum hærri en h...
Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Er að velta fyrir mér varðandi gríðarlega stórt geitungabú í köldu þakrými. Mun stærra en körfubolti ásamt fleiri minni búum í sama rými sem eru rétt eins og handboltar og tennisboltar. Spurningi er þessi. Er þetta ekki tómt á þessum tíma og einfalt að leggja yfir þetta ruslapok...
Hver er meðgöngutími svartadauða?
Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kring...
Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?
Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...