Hugsum okkur að ég sé í strætisvagni sem ekur til norðurs með hraðanum 30 km/klst. Ef ég sit kyrr í vagninum þá er ég á sama hraða og vagninn og innbyrðis hreyfing mín og vagnsins er engin. Ef ég geng hins vegar fram eftir vagninum með hraðanum 4 km/klst, þá er hraði minn miðað við götuna 34 km/klst til norðurs. Innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins er hins vegar lýst með þessum 4 km/klst fram á við. Ef ég geng hins vegar aftur á bak eða til suðurs í vagninum með hraðanum 4 km/klst þá dregst hraðinn í þeirri innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins frá aksturshraða hans og hraði minn miðað við jörð verður 26 km/h til norðurs. Tunglið gengur um jörðina eftir braut sem er nærri því hringlaga. Við segjum því stundum að innbyrðis hreyfing tungls og jarðar sé hringhreyfing. En jafnframt þessari hreyfingu tunglsins er kerfi jarðar og tungls á sífelldri brautarhreyfingu um sól, og hreyfing tunglsins miðað við sól verður því mun flóknari en miðað við jörð. Lýsing hreyfingar fellur venjulega undir þá megingrein eðlisfræðinnar sem nefnist aflfræði (mechanics), nánar tiltekið undir þá undirgrein hennar sem kallast gangfræði eða hreyfilýsing (kinematics). Í kennslubókum á þessum sviðum má finna enn meiri upplýsingar um þetta.
Hugsum okkur að ég sé í strætisvagni sem ekur til norðurs með hraðanum 30 km/klst. Ef ég sit kyrr í vagninum þá er ég á sama hraða og vagninn og innbyrðis hreyfing mín og vagnsins er engin. Ef ég geng hins vegar fram eftir vagninum með hraðanum 4 km/klst, þá er hraði minn miðað við götuna 34 km/klst til norðurs. Innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins er hins vegar lýst með þessum 4 km/klst fram á við. Ef ég geng hins vegar aftur á bak eða til suðurs í vagninum með hraðanum 4 km/klst þá dregst hraðinn í þeirri innbyrðis hreyfingu mín og vagnsins frá aksturshraða hans og hraði minn miðað við jörð verður 26 km/h til norðurs. Tunglið gengur um jörðina eftir braut sem er nærri því hringlaga. Við segjum því stundum að innbyrðis hreyfing tungls og jarðar sé hringhreyfing. En jafnframt þessari hreyfingu tunglsins er kerfi jarðar og tungls á sífelldri brautarhreyfingu um sól, og hreyfing tunglsins miðað við sól verður því mun flóknari en miðað við jörð. Lýsing hreyfingar fellur venjulega undir þá megingrein eðlisfræðinnar sem nefnist aflfræði (mechanics), nánar tiltekið undir þá undirgrein hennar sem kallast gangfræði eða hreyfilýsing (kinematics). Í kennslubókum á þessum sviðum má finna enn meiri upplýsingar um þetta.