Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er meðgöngutími svartadauða?

JGÞ

Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kringum Miðjarðarhafið, síðan sem heimsfaraldur sem hófst á 14. öld og loks sem faraldur sem átti upphaf sitt í Hong Kong árið 1894.

Yfirleitt er meðgöngutími (e. incubation period) svartadauða talinn vera 1-7 dagar. Með meðgöngutíma er átt við tímann frá því að einstaklingur smitast þangað til einkenni koma fram. Fyrstu sjúkdómseinkenni eru yfirleitt hiti, kuldaköst, verkir, þróttleysi, uppköst og ógleði.

Smásjármynd af karlkyns rottufló af tegundinni Xenopsylla cheopis smituð af bakteríunni Yersinia pestis.

Svartidauði er landlægur í afskekktum héruðum Mið- og Suður-Afríku, sér í lagi í Kongó, norðvesturhluta Úganda og á Madagaskar, einnig í Mið-Asíu og sums staðar á meginlandi Indlands. Svartidauði er einnig landlægur í norðausturhluta Suður-Ameríku og sums staðar í suðurvesturhluta Bandaríkjanna. Yfirleitt er lítil hætta á að ferðamenn á þessum svæðum smitist.

Um eitt til tvöþúsund tilfelli svartadauða eru tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar árlega en líklegt þykir að mun fleiri smitist. Flest tilfelli greinast í Kongó, á Madagaskar og í Perú. Einfalt er að ráða niðurlögum sjúkdómsins með sýklalyfjum en sé ekkert að gert er dánarhlutfall (e. case fatality ratio) sjúkdómsins hátt, eða á bilinu 30-100%.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2022

Spyrjandi

Inga Jóna Haarde Vignisdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hver er meðgöngutími svartadauða?“ Vísindavefurinn, 16. september 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84027.

JGÞ. (2022, 16. september). Hver er meðgöngutími svartadauða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84027

JGÞ. „Hver er meðgöngutími svartadauða?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84027>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er meðgöngutími svartadauða?
Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kringum Miðjarðarhafið, síðan sem heimsfaraldur sem hófst á 14. öld og loks sem faraldur sem átti upphaf sitt í Hong Kong árið 1894.

Yfirleitt er meðgöngutími (e. incubation period) svartadauða talinn vera 1-7 dagar. Með meðgöngutíma er átt við tímann frá því að einstaklingur smitast þangað til einkenni koma fram. Fyrstu sjúkdómseinkenni eru yfirleitt hiti, kuldaköst, verkir, þróttleysi, uppköst og ógleði.

Smásjármynd af karlkyns rottufló af tegundinni Xenopsylla cheopis smituð af bakteríunni Yersinia pestis.

Svartidauði er landlægur í afskekktum héruðum Mið- og Suður-Afríku, sér í lagi í Kongó, norðvesturhluta Úganda og á Madagaskar, einnig í Mið-Asíu og sums staðar á meginlandi Indlands. Svartidauði er einnig landlægur í norðausturhluta Suður-Ameríku og sums staðar í suðurvesturhluta Bandaríkjanna. Yfirleitt er lítil hætta á að ferðamenn á þessum svæðum smitist.

Um eitt til tvöþúsund tilfelli svartadauða eru tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar árlega en líklegt þykir að mun fleiri smitist. Flest tilfelli greinast í Kongó, á Madagaskar og í Perú. Einfalt er að ráða niðurlögum sjúkdómsins með sýklalyfjum en sé ekkert að gert er dánarhlutfall (e. case fatality ratio) sjúkdómsins hátt, eða á bilinu 30-100%.

Heimildir:

Mynd:...