Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig á maður að svara spurningum?

Geir Þ. Þórarinsson

Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmálamenn eigi það til að koma sér undan óþægilegum spurningum með því að gefa svör sem koma málinu ekki við.

Aftur á móti eru ekki öll svör jafngóð. Spurningar eru oftast bornar fram í þeim tilgangi að leita upplýsinga um eitthvað og ef ég segi að tunglið sé úr osti þegar ég er spurður hvað forseti Íslands heiti, þá hef ég ekki veitt spyrjandanum þær upplýsingar sem hann var að leita eftir. Um spurningar má lesa nánar í svari Erlends Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning?

Til þess að svara spurningu vel þarf því fyrst að átta sig á hvaða upplýsingar spyrjandinn er að biðja um. Næst þarf að setja svarið fram þannig að spyrjandinn skilji það. Spurningar eru misflóknar og svörin líka. Við spurningunni „Hvað er klukkan?” nægir einfalt svar, til dæmis „Klukkuna vantar tíu mínútur í tvö” en við spurningunum Er vit í tilfinningum? og Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu? þarf flóknari svör. Ef vel á að vera þurfa slík svör helst að vera á þá leið að sá sem spyr skilji þau. Við getum aukið líkurnar á því að spyrjandinn verði einhverju nær um það sem hann spurði með því að gefa hnitmiðað, skýrt og greinargott svar við spurningunni og á máli sem spyrjandinn skilur.

Að lokum skal þess getið að vitaskuld ættum við helst að segja satt þegar við erum spurð. Það er svo önnur spurning hvernig eða hvort við getum yfirleitt vitað hvað er satt og hvað ekki. Um þekkingu má lesa í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? og um sannleika má lesa í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hvað er sannleikur? En að minnsta kosti ættum við yfirleitt ekki að segja spyrjandanum viljandi ósatt. Um sannsögli má einnig lesa í svari Halldórs Gunnars Haraldssonar við spurningunni Má ljúga í auglýsingum? og í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?

Mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

18.11.2005

Spyrjandi

Rakel Rósa, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig á maður að svara spurningum?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5418.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 18. nóvember). Hvernig á maður að svara spurningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5418

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig á maður að svara spurningum?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5418>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmálamenn eigi það til að koma sér undan óþægilegum spurningum með því að gefa svör sem koma málinu ekki við.

Aftur á móti eru ekki öll svör jafngóð. Spurningar eru oftast bornar fram í þeim tilgangi að leita upplýsinga um eitthvað og ef ég segi að tunglið sé úr osti þegar ég er spurður hvað forseti Íslands heiti, þá hef ég ekki veitt spyrjandanum þær upplýsingar sem hann var að leita eftir. Um spurningar má lesa nánar í svari Erlends Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning?

Til þess að svara spurningu vel þarf því fyrst að átta sig á hvaða upplýsingar spyrjandinn er að biðja um. Næst þarf að setja svarið fram þannig að spyrjandinn skilji það. Spurningar eru misflóknar og svörin líka. Við spurningunni „Hvað er klukkan?” nægir einfalt svar, til dæmis „Klukkuna vantar tíu mínútur í tvö” en við spurningunum Er vit í tilfinningum? og Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu? þarf flóknari svör. Ef vel á að vera þurfa slík svör helst að vera á þá leið að sá sem spyr skilji þau. Við getum aukið líkurnar á því að spyrjandinn verði einhverju nær um það sem hann spurði með því að gefa hnitmiðað, skýrt og greinargott svar við spurningunni og á máli sem spyrjandinn skilur.

Að lokum skal þess getið að vitaskuld ættum við helst að segja satt þegar við erum spurð. Það er svo önnur spurning hvernig eða hvort við getum yfirleitt vitað hvað er satt og hvað ekki. Um þekkingu má lesa í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? og um sannleika má lesa í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hvað er sannleikur? En að minnsta kosti ættum við yfirleitt ekki að segja spyrjandanum viljandi ósatt. Um sannsögli má einnig lesa í svari Halldórs Gunnars Haraldssonar við spurningunni Má ljúga í auglýsingum? og í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?

Mynd

...