Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má ljúga í auglýsingum?

Halldór Gunnar Haraldsson



Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:
Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.
Fráleitt væri að gagnálykta frá ákvæðinu þannig að heimilt sé að ljúga í auglýsingum sem samkeppnislög taka ekki til. Þvert á móti ber að lögjafna frá ákvæðinu þannig að bannað sé að ljúga í öllum auglýsingum, hvort sem samkeppnislög ná til þeirra eða ekki.

Slík lögjöfnun á stoð í grunnreglu samningaréttarins um að orð skuli standa en lögfræðingar eiga til að orða hana svo á latínu: Pacta sunt servanda.

Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

15.9.2002

Spyrjandi

Páll Hilmarsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Má ljúga í auglýsingum?“ Vísindavefurinn, 15. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2709.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 15. september). Má ljúga í auglýsingum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2709

Halldór Gunnar Haraldsson. „Má ljúga í auglýsingum?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2709>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má ljúga í auglýsingum?


Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:
Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.
Fráleitt væri að gagnálykta frá ákvæðinu þannig að heimilt sé að ljúga í auglýsingum sem samkeppnislög taka ekki til. Þvert á móti ber að lögjafna frá ákvæðinu þannig að bannað sé að ljúga í öllum auglýsingum, hvort sem samkeppnislög ná til þeirra eða ekki.

Slík lögjöfnun á stoð í grunnreglu samningaréttarins um að orð skuli standa en lögfræðingar eiga til að orða hana svo á latínu: Pacta sunt servanda.

Mynd: HB...