Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:
Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.Fráleitt væri að gagnálykta frá ákvæðinu þannig að heimilt sé að ljúga í auglýsingum sem samkeppnislög taka ekki til. Þvert á móti ber að lögjafna frá ákvæðinu þannig að bannað sé að ljúga í öllum auglýsingum, hvort sem samkeppnislög ná til þeirra eða ekki. Slík lögjöfnun á stoð í grunnreglu samningaréttarins um að orð skuli standa en lögfræðingar eiga til að orða hana svo á latínu: Pacta sunt servanda.