Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er keyta?

Sigurjón N. Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýring á orðinu keyta:
staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta)
Í þvagi er mikið af efni sem kallast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þátt í lyktinni sem við finnum af þvagi þegar það hefur staðið um hríð, og raunar af ýmsum öðrum líkamsvessum og óhreinindum. Þvagefnið er mikilvægasta köfnunarefnis-efnasambandið í spendýraþvagi. Til dæmis losar maðurinn 20 - 30 grömm af því á sólarhring. Þvagefni er fyrsta lífefnið sem mönnum tókst að búa til á tilraunastofu en það var á fyrri hluta 19. aldar. Þangað til höfðu menn álitið að slík efni yrðu aðeins til í lífverum, þannig að þetta sætti verulegum tíðindum.

Ammóníak er í gasham við venjulegan hita og þrýsting en leysist vel í vatni. Meðan nóg er af þvagefni í keytunni myndast ammóníak í sífellu, leysist upp í vatninu og brot af því fer út í andrúmsloftið með fyrrnefndum lyktaráhrifum. Vatnslausn þess er basísk og leysir því greiðlega upp sýrur, þar á meðal óhreinindi á hlutum sem settir eru í hana. Þannig fæst þvottavirkni keytunnar. Hún er að hluta til svipuð og virkni venjulegrar sápu. Áður fyrr var keytu blandað saman við vatnið úr bæjarlæknum, þegar ullin var þvegin eftir rúningana á vorin. Einnig segir sagan að meyjar þessa lands hafi fyrr á öldum blandað keytu í þvottavatnið ef þær vildu fá hár sitt hreint og fallegt.

Lengi hefur verið vitað að keyta og annað spendýraþvag verkar vel sem áburður. Þannig grænkuðu þeir blettir fyrst og best þar sem hlandkopparnir voru losaðir. Einnig hefur kúahland verið borið beint á tún eða í samblandi við kúamykju. Ástæðuna fyrir þessum áhrifum má rekja til þvagefnisins sem klofnar með tímanum í ammóníak og fleira eins og áður sagði. Köfnunarefni eða nitur er plöntum nauðsynlegt til vaxtar og viðgangs og það er í ammóníakinu í formi sem er þeim aðgengilegt. Til samanburðar má nefna að mestur hluti innlenda tilbúna áburðarins er efnasamband ammóníaks og sýru.

Árlega eru hundruð þúsunda tonna af þvagefni framleidd í efnaverksmiðjum víða um heim. Meira en helmingur af þessu magni er notað í tilbúinn áburð til að bera á ræktunarsvæði. Næstmestu er blandað í fóðurbæti fyrir kýr því að jórturdýr geta unnið mikinn hluta af nauðsynlegu köfnunarefni úr þvagefni. Einnig er verulegt magn þvagefnis notað til plastframleiðslu (urylon). Að lokum má benda á að vatnslausnir þvagefnis, sem eru sterkari en 10%, verka bakteríudrepandi og efnið hefur því verið notað í sárasmyrsl.

Höfundar

dósent í efnafræði við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

8.2.2001

Spyrjandi

Ernir Freyr

Tilvísun

Sigurjón N. Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er keyta?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1328.

Sigurjón N. Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 8. febrúar). Hvað er keyta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1328

Sigurjón N. Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er keyta?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er keyta?
Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýring á orðinu keyta:

staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta)
Í þvagi er mikið af efni sem kallast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þátt í lyktinni sem við finnum af þvagi þegar það hefur staðið um hríð, og raunar af ýmsum öðrum líkamsvessum og óhreinindum. Þvagefnið er mikilvægasta köfnunarefnis-efnasambandið í spendýraþvagi. Til dæmis losar maðurinn 20 - 30 grömm af því á sólarhring. Þvagefni er fyrsta lífefnið sem mönnum tókst að búa til á tilraunastofu en það var á fyrri hluta 19. aldar. Þangað til höfðu menn álitið að slík efni yrðu aðeins til í lífverum, þannig að þetta sætti verulegum tíðindum.

Ammóníak er í gasham við venjulegan hita og þrýsting en leysist vel í vatni. Meðan nóg er af þvagefni í keytunni myndast ammóníak í sífellu, leysist upp í vatninu og brot af því fer út í andrúmsloftið með fyrrnefndum lyktaráhrifum. Vatnslausn þess er basísk og leysir því greiðlega upp sýrur, þar á meðal óhreinindi á hlutum sem settir eru í hana. Þannig fæst þvottavirkni keytunnar. Hún er að hluta til svipuð og virkni venjulegrar sápu. Áður fyrr var keytu blandað saman við vatnið úr bæjarlæknum, þegar ullin var þvegin eftir rúningana á vorin. Einnig segir sagan að meyjar þessa lands hafi fyrr á öldum blandað keytu í þvottavatnið ef þær vildu fá hár sitt hreint og fallegt.

Lengi hefur verið vitað að keyta og annað spendýraþvag verkar vel sem áburður. Þannig grænkuðu þeir blettir fyrst og best þar sem hlandkopparnir voru losaðir. Einnig hefur kúahland verið borið beint á tún eða í samblandi við kúamykju. Ástæðuna fyrir þessum áhrifum má rekja til þvagefnisins sem klofnar með tímanum í ammóníak og fleira eins og áður sagði. Köfnunarefni eða nitur er plöntum nauðsynlegt til vaxtar og viðgangs og það er í ammóníakinu í formi sem er þeim aðgengilegt. Til samanburðar má nefna að mestur hluti innlenda tilbúna áburðarins er efnasamband ammóníaks og sýru.

Árlega eru hundruð þúsunda tonna af þvagefni framleidd í efnaverksmiðjum víða um heim. Meira en helmingur af þessu magni er notað í tilbúinn áburð til að bera á ræktunarsvæði. Næstmestu er blandað í fóðurbæti fyrir kýr því að jórturdýr geta unnið mikinn hluta af nauðsynlegu köfnunarefni úr þvagefni. Einnig er verulegt magn þvagefnis notað til plastframleiðslu (urylon). Að lokum má benda á að vatnslausnir þvagefnis, sem eru sterkari en 10%, verka bakteríudrepandi og efnið hefur því verið notað í sárasmyrsl....