Það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hvað geðveiki sé. Geðveiki, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verði það eða ekki. Það má því segja að geðveiki sé flókið samspil erfða og umhverfis.Lesendum er bent á að kynna sér svar Heiðdísar í heild sinni þar sem ítarlega er fjallað um mismunandi hugmyndir um geðveiki. Einnig má benda á svar frá Geðheilsu við spurningunni Af hverju stafar geðklofi? og svar Steinvarar Þallar Árnadóttur og Þórðar Sigmundssonar við spurningunni Hver eru einkenni geðklofa? Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör sem tengjast geðsjúkdómum, til dæmis:
- Eru geðsjúkdómar ættgengir? eftir Gylfa Ásmundsson.
- Hjá hvoru kyninu er geðveila meira ríkjandi? eftir Jón G. Stefánsson.
- Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Hvernig verkar geðlyfið Haldol? eftir Doktor.is.
- Wikimedia Commons - Schizophrenia world map. (Sótt 8.6.2018).
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.